Réttur


Réttur - 01.01.1940, Side 43

Réttur - 01.01.1940, Side 43
mæla og til þeirra varna, sem hún á kost á? Voru það þjóðstjórnarmennirnir ? Hið undarlega skeði, að það voru sósíalistamir, sém mót- mæltu og það var Morgunblaðið, Alþýðublaðið og Tíminn, sem fögnuðu innrásarherrunum, sem „gestum og vinum”, — og mennirnir sem sögðu sig úr Sósíalistaflokknum í vet- ur, vegna þess að þeim þótti hann ekki nógu þjóðlegur, kunnu sér ekki læti fyrir fögnuði og fleðulátum. Hverju voru þeir svo að fagna, þessir „patent” ættjarðar- vinir, sem Alþingi veitti einkaleyfi til að elska föðurlandið, sællar minningar ? i Þeir voru að fagna því, að Island er orðið ófriðarsvæði, að skipin okkar, fiskiskipin og flutningaskipin, eru orðinn lögmætur skotspónn ófriðarþjóðar, að við getum átt von á að loftárás verði gerð á Reykjavík, án þess að nokkuð verði við því sagt, að alþjóðalögum, að viðskipti okkar við flest lönd eru stöðvuð, að Bretar geta sett okkur hvaða af- arkosti sem þeir vilja. Þetta er þá föðurlandsástin „patenteruð” af Alþingi Is- lendinga. Hún er þá eftir allt saman fólgin í því, að skríða hundflatur fyrir hverjum þeim, sem vill beita okkur ofbeldi. — Ekki hefur þess samt verið getið að þessir herrar væru neitt feimnir við að anda að sér íslenzku andrúmslofti, þó það væri of gott fyrir piltatetrin í Menntaskólanum, sem ekki vildu falla fram og tilbiðja Mannerheim hershöfðingja í vetur. Formaður stærsta þingflokksins, Jónas Jónsson, skrifaði langa grein um hertökuna í blað sitt. Um hvað skyldi hún hafa verið? Ætli hún hafi verið um það hvernig eigi að verja Reykjavík fyrir'loftárásum eða hvaða ráð séu til þess að halda uppi siglingum og viðskiptum við önnur lönd? Skyldi hann hafa tekið til meðferðar hver ráð myndu vera til að halda lífinu í Islendingum, við hin breyttu skilyrði, hvernig hægt yrði að afla matfanga, eldiviðar og annarra nauðsynja og halda uppi framleiðslu landsmanna? Önei. Hún fjallar um það hvemig eigi að vernda brezku hermennina frá þeim voða að böm horfi á þá óg íslenzku 43

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.