Réttur


Réttur - 01.01.1940, Page 45

Réttur - 01.01.1940, Page 45
gera þetta sennilegt, með því að minnast þess, að sósialistar hefðu einu sinni haldið því fram að nazistar hefðu hér við- búnað í skjóli Þýzkalands. Ekki er neinn vafi á því að það er staðreynd, en að draga af því þá ályktun, að Þjóðverjar færu nú að leika sér að því að kasta mönnum og verðmæt- um til einskis gagns í gin Bretaveldis, sem þeir eiga í styrj- öld við, það er flónska, sem er móðgun við vitsmuni Islend- inga að setja á prent. Enda fara Bretar sjálfir nú ekki lengur dult með, að tilgangurinn með hertökunni hafi verið að tryggja betur drottinvald brezka flotans yfir Norður- höfum. Trúi svo hver, sem trúa vill, að það hafi verið gert . af umhyggju fyrir Islendingum. Þegar þessi saga er rakin, þá getur maður ekki varist þeirri hugsun, að þeir þingmeim þjóðstjómarflokkanna hafi mátulega verið búnir að samþykkja að endurskoða löggjöf- ina um landráð! Skrifað í júní 1940. Brynjólfur Bjamason. Erlend viðsjá Síðustu víðsjá lauk þar sem fulltrúar Bretasjómar sátu að samningum austur í Moskva. Síðan er mikið vatn til sævar runnið og mikil breyting á orðin í Evrópu. Samningamir tókust ekki. Um ástæðumar er auðveldara að ræða nú en þá, bæði vegna þess, að málin öll horfa nú skýrar við, og eins vegna hins, að hugir manna em komnir í meira jafnvægi, svo að jafnvel má takast að tala skynsam- lega við ýmsa af þeim, sem verst vom haldnir af Finnlands- faraldrinum, þegar hann barst hingað til lands í fyrravetur. Það er óhætt að fullyrða, að Sovétrikjunum var það ósvik- ið alvörumál að stuðla að friði í álfunni og falli þýzka fas- ismans. Þetta er augljóst af því, að þau skyldu enn í fyrra 45

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.