Réttur - 01.01.1940, Page 47
öxul sinn með því að gera Spán að leppríki sínu, sern^ aldrel
hefði tekizt nema með mjög virkri aðstoð „lýðræðisríkj-
anna” í Vestur-Evrópu. Vesturveldin færðu nú hverja fóm-
ina annarri þyngri á altari Hitlers: Þau sömdu í hendur
honum Austurríki og Súdetahéruðin, eftirlétu honum hvert
virkið af öðru, til þess að beina honum sem ákveðnast í
austurátt, í stefnu á gósenlandið Úkraínu. Mikið skal til
mikils vinna.
Svo sannfærðir voru stjómmálamennirnir í London og
París um að glæfraspilið mundi lukkast, að þeir töldu sig
ekki þurfa að bera áhyggjur út af því, að stríðsvél Hitlers
yxi þeim sjálfum yfir höfuð. Þeir létu Rússana um slíkar á-
hyggjur. En Rússarnir vissu lengra nefi sínu. Enginn af áð-
umefndum atburðum hafði farið fram hjá þeim, né heldur
það, hvert broddunum var stefnt. Þeir gættu þess að vera í
vígbúnaði sínum alltaf drjúgu skrefi á undan Hitler, sáu svo
um, að tryggt væri, að hann gæti aldrei haldið'til jafns við
þá. I þeirri öryggiskennd, sem af slíkum yfirburðum leiðir,
mælti Stalin í sinni háleitu ró þessi spámannlegu orð: „Þess,
má þó geta, að þetta háa áhættuspil stuðningsmanna hlut-
leysistefnunnar gæti endað með alvarlegum öförum þeirra
sjálfra”. (Ræða Stalins 10. marz 1939).
Nú er það auðvitað mál, að herforingjaráðið þýzka hafði
fregnir af viðbúnaði Stalins bónda og þóttist sjá það í hendi
sér, að ekki mundi vænlegt að troða illsakir við hann. Hins-
vegar sáu herforingjarnir, er þeir litu í vesturátt, fyrir-
hyggjulitlar sálir, sem trúðu því statt og stöðugt, að öllu
væri óhætt. Þeir sannfærðu því Hitler um, að ekkert gull
væri að sækja í greipar þeirra i austurvegi, og ef hann vildi
hafa herfang nokkurt, yrði hann að herja í vesturveg. Þenn-
an kost hlaut hann að taka, þó að nauðugt væri, því að
stríð varð hann að fá.
Nú er þar til að taka, sem fyrr var frá horfið, að Hitl-
er hafði fengið Austurríki og Súdetalandið, en gert samn-
inga við Chamberlain og Daladier um, að allir þrír ábyrgð-
ust síðan sjálfstæði þessa skika, er eftir var af Tékkóslóva-
kíu. Þeir samningar voru þannig haldnir, að 15. marz 1939
47