Réttur


Réttur - 01.01.1940, Page 58

Réttur - 01.01.1940, Page 58
landsstríðið byrjaði þá á ný fyrir alvöru, er veður tóku held- ur að rofá til. Mannerheimlínan var talin einhver sterkasta víggirðing í heimi, eins og Finnlandsfréttirnar voru ósparar á að ítreka fyrst í stað, og var það álit sérfræðinga, að hún væri ekki síður öflug en Maginotlínan franska og Siegfried- línan þýzka. Enginn her hafði til þess tíma farið gegnum slíkar víggirðingar, og var jafnvel dregið í efa af sumum, að slíkt væri hægt. 2. marz var Rauði herinn búinn að rjúfa Mannerheimlínuna fullkomlega og taka járnbrautarstöðina í Viborg. Ef litið er á staðreyndirnar, að þetta er gert á þrem vik- um við erfiðustu skilyrði, í grimmdarfrosti og snjóþyngslum, og ef það er athugað, að Rauði herinn sendi ekki nema um 600000 hermenn alls til hemaðaraðgerða í Finnlandi — álíka marga hermenn og Finnar höfðu sjálfir til varnar — þá er svo f jarri lagi að álykta, að Rauði herinn sé léleg hemaðar- vél, heldur hlýtur hver viti borinn maður þvert á móti að álykta, að Rauði herinn sé með allra fullkomnustu, bezt æfðu og bezt vopnuðu herjum í heimi ,enda er það sannleikurinn. Allar Finnlandsfréttirnar og meðfylgjandi lýsingar á Rauða hemum voru ekki annað en frómir óskadraumar burgeisa, sem fegnir vildu, að Rauði herinn væri í rauninni eins lé- legur og haldið var fram, svo að hægt væri að ráða niður- lögum hans. Eins og Sovétríkin em nýr heimur, algerlega óskyldur hinu gamla Rússlandi keisarans, eins er Rauði herinn á engan hátt sambærilegur við gamla keisaraherinn. l>að var líka mjög athyglisvert, að því meir sem halla tók á finnska herinn undir lokin, þeim mim meiri áherzlu lögðu hin skynsamari erlendra blaða á að leiðrétta sínar fyrri um- sagnir um Rauða herinn ág brýna fyrir mönnum að gera ekki þá villu að ímynda sér, að Rússamir væru illa útbúnir eða lélegir hermenn og herstjóm þeirra kunnáttulaus, því að þeir væm bæði ágætlega æfðir og frábærlega vel út- búnir að vopnum og vistum, sem nútímaher þarf á að halda. Þeim mun hafa verið það ljóst, að litill heiður var fyrir finnska herinn, sem var ágætlega útbúinn her, að vera ger- 58

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.