Réttur - 01.01.1940, Blaðsíða 82
aS rísa upp’. Petta voru ekki verkalýðssamtök í nútíma-
skilningi, því að þau voru bönnuð, heldur menningar-
félög og fræðslusamtök, sem flest höfðu verið stofnuð
fyrir tilstilli frjálslyndra stjórnmálamanna úr borgara-
stétt. Pessi verkamannasamtök voru pólitískt varalið
borgarastéttarinnar i baráttu hennar við konungsvald-
ið og þær stéttir, er að því stóðu. En nú sló þeirri hug-
mynd niður meðal verkamanna, að þeir þyrftu að
stofna allsherjarsamtök, er beitti sér sérstaklega fyrir
hagsmunamálum sinnar eigin stéttar. Pessi hugmynd
átti litlum vinsældum að fagna meðal hinna frjálslyndu
borgara, sem voru hræddir um að þjóðfylkingin gegn
hinu konunglega afturhaldi myndi rofna, ef verka-
menn stofnuðu sérstök stéttarsamtök og losuðu sig
undan pólitísku forræði frjálslyndisins. Verkamenn
sneru sér þá til Lassalles og báðu hann skrifa greinar-
gerð um það^ hvað þeir ættu að gera sér og stétt sinni
til þrifnaðar. Lassalle varð vel við þessu og skrifaði á
hálfum mánuði stefnuskrá hins fyrsta sósíalistaflokks í
Pýzkalandi.
Tvennt var það, sem Lassalle lagði áherzlu á í þessu
plaggi: Verkamenn skyldu berjast fyrir almennum,
leynilegum kosningarrétti og samvinnufélögum með
ríkisstyrk. Kosningarréttinn skyldu þeir nota til þess
að gjörbreyta ríkinu og gjöra það að þjóni hinnar fjöl-
mennu vinnandi stéttar. Þegar svo væri komið myndi
vera hægt að stofna samvinnuþjóðfélag allra vinnandi
manna.
I maímánuði 1863 var svo stofnað hið Almenna
þýzka verkamannasamband. Lassalle skrifaði lög þess
og stefnuskrá og var kosinn fyrsti forseti þess.
Lassalle varð á samri stundu frægur maður um allt
Pýzkaland. Frjálslyndi flokkurinn óttaðist sem von var
þennan nýja pólitíska keppinaut, blöðin helltu sér yfir
hann og báru hann hinum þyngstu sökum. M. a. sök-
uðu þau hann um að reka erindi Bismarcks og kljúfa
þá hreyfingu, sem hefði órofin boðið konungsvaldinu