Réttur


Réttur - 01.01.1940, Side 86

Réttur - 01.01.1940, Side 86
hann ekki lengur einn um þá, því að hann hefur fund- ið drottninguna, sem vantaði í ríki hans. Helena v. Dönniges hefur skrifað endurminningar um Lassalle og leggur honum m. a. þessi orð i munn: Hvað myndi glókolla mín segja við því, ef ég myndi flytja hana til Berlínar á sigurvagni með sex hestum fyrir, fremsta kona Pýzkalands, öllum æðri? Hin unga aðals- mannsdóttir hlustar hugfangin á rödd alþýðuforingj- ans, sem freistar hennar með þessari framtíðarsýn. Og hann heldur áfram: Hefur þú nokkra hugmynd um ætlanir mínar og áform? Líttu á mig! Er ég liklegur til að láta mér nægja litinn hlut i ríkinu? Heldur þú að ég ræni mig svefni og sliti kröftum mínum fyrir gig? Lit ég út fyrir að vera pólitiskur píslarvottur? Nei, ég vil berjast og stríða, en ég vil líka njóta sigur- launanna og fá að krýna þig sigursveig! — Og sagan endar á því að Lassalle verður forseti i Pýzkalandi og Helena verður forsetafrú, og þau byggja sitt hús á holl- ustu fólksins. En fljótt brotnaði höllin hans niður að grunni. Faðir stúlkunnar varð æfur við, er hann heyrði að barnið hans væri trúlofað rauðasta lýðveldismanni Þýzkalands. En Helenu þótti gaman að æfintýrinu og vildi strjúka með konungssyninum, eða forsetaefninu öllu heldur. Pá vaknar stolt Lassalles og hégómagirnd. Skyldi hann, F. L., ekki vera fullgildur tengdasonur handa þessum suður-þýzka aðli? Nei, ég tek við þér frá for- eldrum þínum sem konu minni og alls ekki öðru visi, sagði Lassalle, þegar stúlkan vildi fá hann til að flýja. En þá hafði hann misst fuglinn úr hehdi sér. Helena skrifar honum bréf eftir fyrirsögn foreldra sinna og slítur öllu sambandi við hann. Hún getur þess iim leið, að í rauninni hafi hún verið lofuð frænda sínum og sé hann nú búinn að fyrírgefa henni þetta gáleysisspor. Lassalle var særður holundarsári. Hann gat ekki af- borið það að standa sem vonsvikinn biðill frammi fyrir þessari aðalbornu fjölskyldu. Hann hugsar um það eitt 86

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.