Réttur


Réttur - 01.01.1971, Page 46

Réttur - 01.01.1971, Page 46
þór Guómundsson þann 29. marz, Pétur G. Guó- mundsson, Jón Thoroddsen, Þorvarður Þorvarðar- son, Ríkarður Jónsson, Jón Guðnason, allir 6. okt. 1917. Jörundur Brynjólfsson mætir á fundum, og er þá alþingismaður. Eru þá alltíðir fundir og meðal annars rætt um sambandsmálið og ákveðin sendiför til Danmerkur til að ræða það mál við sósíaldemókrataflokkinn þar, og var Ólafur Friðriksson sendur I þá för. Á aðalfundi í janúar 1918 er Pétur Guðmundsson kosinn formaður og Hendrik Ottósson ritari. I júlí 1920 mættu þeir Hendrik og Brynjólfur Bjarnason á 2. heimsþingi Alþjóðasambands komm- únista i Moskvu og Petrograd. Voru nú tekin upp sambönd við hina rísandi kommúnistisku heims- hreyfingu. Brynjólfur var þá stúdent við nám I Kaupmannahöfn, en Hendrik ritaði mikið um al- þjóðamál í Alþýðublaðið um þessar mundir. Haustið 1920 færist mikið líf í Jafnaðarmanna- félagið. Á fundinum 9. nóv. 1920 ganga inn 50 nýir félagar, meðal þeirra: Loftur Þorsteinsson, síðar formaður Félags járniðnaðarmanna, Björn Bjarnason, síðar formaður Iðju, Héðinn Valdimars- son, Sigurður Thorlacius og fleiri. Hófst mikið innstreymi í félagið. Á fundi 11. marz 1921 ganga m.a. inn: Stefán Pétursson, Stefán Jóh. Stefánsson og Magnús Ásgeirsson. Á þeim fundi var kosin ný stjórn: Sigurður Jónasson formaður, Jón Thor- oddsen ritari, Guðgeir Jónsson gjaldkeri, en Stefán Jóh. og Stefán Pétursson meðstjórnendur. Það var greinilegt að jafnhliða innstreymi áhugasamra verkamanna og sjómanna, — Rósenkrans Ivarsson var mjög virkur i þeirri smölun, -— létu nú ungir stúdentar, 20—30 ára, einnig til sín taka. Og brátt kom líka röðin að okkur sjöttu-bekkingunum í Menntaskólanum. Á fundi 24. apríl 1921 voru sam- þykktar inntökubeiðnir frá nokkrum okkar m. a. okkur Einari Ástráðssyni, meðmælendur voru Stef- án Jóhann og Stefán Pétursson. Rósenkrans Ivarsson var um þessar mundir einn af forystumönnum Sjómannafélagsins og þeir Loft- ur og Björn voru þá með honum á sjónum. í FLOKKINN Hugsjónirnar um endurskoðun og umbyltingu alls mannlegs samfélags, sem fóru eins og eldur í sinu um hugi manna hvarvetna í heimi eftir blóðbaðið mikla 1914—18, sem var hið siðferðilega gjaldþrot auðvaldsskipulagsins, höfðu ekki farið fram hjá okkur, sem þá vorum á hrifnæmasta aldri æfinnar. Ég hafði einkum eftir að ég varð 16 ára kastað 46

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.