Réttur


Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 46

Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 46
þór Guómundsson þann 29. marz, Pétur G. Guó- mundsson, Jón Thoroddsen, Þorvarður Þorvarðar- son, Ríkarður Jónsson, Jón Guðnason, allir 6. okt. 1917. Jörundur Brynjólfsson mætir á fundum, og er þá alþingismaður. Eru þá alltíðir fundir og meðal annars rætt um sambandsmálið og ákveðin sendiför til Danmerkur til að ræða það mál við sósíaldemókrataflokkinn þar, og var Ólafur Friðriksson sendur I þá för. Á aðalfundi í janúar 1918 er Pétur Guðmundsson kosinn formaður og Hendrik Ottósson ritari. I júlí 1920 mættu þeir Hendrik og Brynjólfur Bjarnason á 2. heimsþingi Alþjóðasambands komm- únista i Moskvu og Petrograd. Voru nú tekin upp sambönd við hina rísandi kommúnistisku heims- hreyfingu. Brynjólfur var þá stúdent við nám I Kaupmannahöfn, en Hendrik ritaði mikið um al- þjóðamál í Alþýðublaðið um þessar mundir. Haustið 1920 færist mikið líf í Jafnaðarmanna- félagið. Á fundinum 9. nóv. 1920 ganga inn 50 nýir félagar, meðal þeirra: Loftur Þorsteinsson, síðar formaður Félags járniðnaðarmanna, Björn Bjarnason, síðar formaður Iðju, Héðinn Valdimars- son, Sigurður Thorlacius og fleiri. Hófst mikið innstreymi í félagið. Á fundi 11. marz 1921 ganga m.a. inn: Stefán Pétursson, Stefán Jóh. Stefánsson og Magnús Ásgeirsson. Á þeim fundi var kosin ný stjórn: Sigurður Jónasson formaður, Jón Thor- oddsen ritari, Guðgeir Jónsson gjaldkeri, en Stefán Jóh. og Stefán Pétursson meðstjórnendur. Það var greinilegt að jafnhliða innstreymi áhugasamra verkamanna og sjómanna, — Rósenkrans Ivarsson var mjög virkur i þeirri smölun, -— létu nú ungir stúdentar, 20—30 ára, einnig til sín taka. Og brátt kom líka röðin að okkur sjöttu-bekkingunum í Menntaskólanum. Á fundi 24. apríl 1921 voru sam- þykktar inntökubeiðnir frá nokkrum okkar m. a. okkur Einari Ástráðssyni, meðmælendur voru Stef- án Jóhann og Stefán Pétursson. Rósenkrans Ivarsson var um þessar mundir einn af forystumönnum Sjómannafélagsins og þeir Loft- ur og Björn voru þá með honum á sjónum. í FLOKKINN Hugsjónirnar um endurskoðun og umbyltingu alls mannlegs samfélags, sem fóru eins og eldur í sinu um hugi manna hvarvetna í heimi eftir blóðbaðið mikla 1914—18, sem var hið siðferðilega gjaldþrot auðvaldsskipulagsins, höfðu ekki farið fram hjá okkur, sem þá vorum á hrifnæmasta aldri æfinnar. Ég hafði einkum eftir að ég varð 16 ára kastað 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.