Réttur


Réttur - 01.08.1971, Page 5

Réttur - 01.08.1971, Page 5
ÍSLENZKA ALÞÝÐUSTJÓRNIN Myndun ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar 14. júlí var því í senn söguleg nauðsyn — og hið giftusamlegasta spor. Ymsir höfðu efast um hæfileika hins nýja formanns Fram- sóknar sem herforingja fyrir liði sínu í stór- orustu, en í því starfi að tengja saman til samstarfs þau öfl, er nú voru nýkomin úr orrahríðinni, fylgdi honum gifta. Sýndi hann þar sveigjanleik og festu í samningum og skil ning á þeim þjóðfélagslega vanda, er framundan var. Hin róttæka stefnuskrá stjórnarinnar er birt á öðrum stað í þessu hefti og verða nokkur atriði hennar nefnd hér á eftir. Sjálf stjórnarmyndunin gefur góð fyrirheit um samstarf — þrátt fyr.'r allt. Það var vel ráðið af stjórn Alþýðubandalagsins að tillögu hins unga formanns þess, Ragnars Arnalds*), að setja tvo sterkustu menn eldri kynslóðarinnar, Lúðvík og Magnús, í þau umfangsmiklu ráðherraembætti, er féllu Al- þýðubandalaginu í skaut. — Og það er viss kaldhæðni örlaganna í því að það afmrhald útvarpsins, sem í þröngsýni sinni og ofstæki hefur tvívegis stöðvað Magnús Torfa Ólafs- son við flutning ágætra útvarpsþátta, skuli ) Það væri mjög til athugunar, sérstaklega fyrir sósíalistíska flokka, að gera það að reglu að formaður flokksins (öðru gegnir um formann þingflokks) væri ekki 1 ríkisstjórn, heldur væri ætíð sem fulltrúi flokks og fólks gagnvart eigin ríkisstjórn, höfuðskipuleggjandi fclksins sjálfs og flokks þess. Reynslan í þeim löndum þar scm sósíalístískir flokkar fara lengi með ríkisvald sýnir hver þörf er á slíkri verkaskiptingu. Og hér á landi cru einnig fleiri ástæður sem mæla mcð slíku. 12F5

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.