Réttur


Réttur - 01.08.1971, Síða 12

Réttur - 01.08.1971, Síða 12
í sjóði þessum. Nú þarf að tryggja að verk- lýðssamtökin fái vald til þess að nota þennan sjóð, eigi aðeins til útlána vegna atvinnu- trygginga, heldur og gera hann að þeirri lyftistöng, er geri líf hvers verkamanns betra, öruggara og fegurra með því að tryggja fjölskyldum þeirra ódýrari lán til húsnæðis og félagslega aðstöðu alla til sumardvala, menningariðkana og annars. En allar gera þessar ráðstafanir, ef fram- kvæmdar væru, stórauknar kröfur til félags- legs þroska og pólitísks áhuga alls vinnandi fólks og sérstakrar víðsýni og stórhugs af hendi trúnaðarmanna þess og foringja. Bar- áttan fyrir bættum hagsmunum og auknum völdum alþýðu þarf að fylgjast að og þroski hennar og virkni að vaxa að sama skapi. EINING ALÞÝÐU ÁBYRGÐ FORYSTU Til þess að sú mikla og stórhuga stefna, er stjórnin hefur markað, nái fram að ganga þarf í senn einingu þeirrar alþýðu, er að baki hennar stendur, og ríka ábyrgðartilfinningu forustumanna. Um einingu flokka er nú mikið rætt og samið og er vissulega nauðsynlegt að læra vel af fenginni reynslu alþýðustétta síðustu fjörutíu árin, ef svo skal unnið að þeirri einingu að haldgott verði. Um sameiningu flokka ætti að hafa þá reglu í heiðri að í flokki skuli þeir vera sam- an, er sammála eru um öll höfuðatriði stefnu — og vissulega er afstaðan gagnvart ameríska imperialismanum og Atlandshafsbandalaginu og gagnvart yfirdrottnun hvers konar auð- valds höfuðatriði í slíku sambandi a. m. k. í sósíalistískum alþýðuflokki. Þess mega þeir minnast, er ræða nú sameiningu Alþýðu- flokks og Samtakanna. Umræðurnar um sameiningu þeirra tveggja flokka og Fram- sóknar í einn flokk koma öllum þeim undar- lega fyrir sjónir, sem enn muna Hræðslu- bandalagið sællar minningar. Þá var þó reynt að sameina svipaða flokka í bandalag og brást. Er það vissulega kaldhæðni að menn, sem þá börðust vel og af viti gegn þeirri sambræðslu og fyrir verkalýðseiningu, skuli nú vera með mun „róttækari" sameiningar- hugmyndir en þær er þeir þá voru á móti. — nema það sé gert í þeim tilgangi einum að kljúfa Framsókn. Og slíkt væri vanhugsað, eins og nú háttar í íslenzkum stjórnmálum, enda óraunhæft, þar sem Framsókn, þrátt fyrir andstæður í henni, er óvenjulega sam- heldinn flokkur af ýmsum ástæðum, — og verklýðshreyfingu Islands er vissulega þörf á Framsókn sem einni og traustri heild nú, en ekki klofinni. Sú eining, sem þarf að skapast nú, að mínu áiiti, er fyrst og fremst verkalýðsins. Hann er nú skifmr í þrjá flokka, en þeir eru nú í fyrsta skifti í sögunni sterkara en Ihald- ið. Samtökin líta á sig sem bráðabirgðaform og stefna ýmsir leiðtogar þeirra að sameiningu í einn flokk við Alþýðuflokkinn. Sameining þeirra afla, sem þar heyra saman, væri eðli- leg, en áður þyrfti Alþýðuflokkurinn að losna endanlega úr álögunum, sem íhalds- samstarfið lagði á hann. Og það er líklegt að sú ramma ráðning, er alþýðan veitti honurn í þingkosningunum, hjálpi honum til slíks. En líklega yrði afleiðing svona sameiningar nokkur uppskifting fylgjenda Samtakanna milli Alþýðubandalags og hins endurnýjaða Alþýðuflokks. Það, sem íslenzkur verkalýður þarf á að halda, er, að samtímis slíkri sameiningu, tak- ist eðlileg og traust samvinna milli Alþýðu- bandalagsins og hins endurnýjaða Alþýðu- flokks: að klofning og innbyrðis barátta 132

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.