Réttur


Réttur - 01.08.1971, Page 15

Réttur - 01.08.1971, Page 15
ÆFIATRIÐI * I ALDARMINNINGU KARL LIEBKNECHT Karl Liebknecht var fæddur 13. ágúst 1871 i Leipzig í Þýzkalandi. Faðir hans, Wilhelm Lieb- knecht, var ásamt Ágúst Bebel aðalleiðtogi Sósi- aldemókrataflokksins, hins sósialistíska verka- mannaflokks Þýzkalands. 1872 var Wilhelm dæmd- ur í tveggja ára fangelsi vegna baráttu sinnar gegn stríði þýzku yfirstéttarinnar. 1900 giftist Karl fyrri konu sinni Júlíu. Eignuðust þau þrjú börn: synina Wilhelm og Róbert, sem báðir eru á lífi, og dóttir- ina Veru, sem dó 1934. Júlía Liebknecht dó 22. ágúst 1911. 1. okt. 1912 giftist Karl aftur, rúss- neskri konu Dr. phil. Sophie Ryss. Á árinu 1899 hóf Karl Liebknecht starf sitt i sósíaldemokrataflokknum og beindist barátta hans framar öllu gegn heimsvaldastefnu þýzku auðhring- anna, styrjaldarundirbúningi þeirra og herbúnaði. 1901 er hann kosinn í borgarstjórn Berlínar, 1908 á þing Prússlands. Karl verður nú einn af vinsæl- ustu og róttækustu leiðtogum flokksins, reynist sem lögfræðingur ágætur verjandi verkamanna og annarra, sem verða fyrir ofsóknum yfirstéttarinnar. Hann er sífelt á ferðalögum og fundahöldum til þess að skera upp herör meðal alþýðu gegn þýzku auðmannastéttinni og afturhaldi keisarastjórnarinn- ar. Sérstaklega verður hann hinn róttæki leiðtogi æskulýðsins. 135

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.