Réttur


Réttur - 01.08.1971, Page 27

Réttur - 01.08.1971, Page 27
GEORG LUKACS I byrjun júnímánaðar 1971 lézt Georg Lukács í Budapest eftir stutta legu. Aðeins nokkrum vikum áður hafði hann tekið þátt 1 umræðum og unnið að ritum sínum af óbiluðum þrótti. Hann var 86 ára að aldri, fæddur í Búdapest 13- apríl 1885. Með Georg Lukács hverfur af sjónarsvið- tnu einn mesti og sjálfstæðasti hugsuður marxismans á okkar tímum, dýpsti og um- deildasti frömuður marxistiskrar bókmennta- skilgreiningar. „Réttur” hefur í árgangnum 1966 birt ýtarlega grein um Lukács sem bók- tnenntakönnuð, grein Johans Vogt: „Skæru- liði í fremstu víglínu'. Hér skulu því aðeins rakin helztu æfiatriði hans og minnt á nokk- ur rit hans. Lukács var sonur auðugs bankaeiganda, en fékk í uppeldinu andúð á auðvaldsskipu- laginu, sem entist honum ævilangt. Hann gekk í ungverska kommúnistaflokkinn 1918, varð þjóðfulltrúi (ráðherra) menntamála í byltingarstjórn alþýðunnar 1919, starfaði síðan sem útlægur rithöfundur í Vín og Berlín, en síðan í Moskvu frá 1933 cil 1945 að hann hélt til Ungverjalands að stríði loknu. Hann var ráðherra í stjórn 147

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.