Réttur


Réttur - 01.08.1971, Page 32

Réttur - 01.08.1971, Page 32
verum til öryggis, þar sem þess er mest þörf. Jafnframt verði unniS að þvi að leysa af hólmi raforkuframleiðslu með dísilvélaafli. Að Ijúka innan þriggja ára rafvæðingu allra þeirra bújarða í sveitum, sem hagkvæmt er talið að fái raforku frá samveitum. Hinum, sem tryggja verður raforku með einkavatnsaflsstöðvum eða dís- ilstöðvum, verði veitt aukin opinber aðstoð. Að vinna að aukinni jöfnun raforkuverðs i land- inu. Að endurskoða allt samgöngukerfið m.a. með hagkvæmustu þungavöruflutninga á sjó og landi til allra byggðarlaga í huga. Leggja verður jöfnum höndum aukna áherzlu á endurbyggingu eldri vega og lagningu nýrra. Lán, sem tekin verða til vega- gerðar, endurgreiðast af tekjum ríkisins af umferð- inni. Ljúka þarf hringvegi um landið. Taka ber upp að nýju farþegaflutninga á sjó umhverfis landið. Bæta skal flugvelli og skipulag flugsamgangna. Að endurskoða allt bankakerfið, þ. á m. löggjöf varðandi Seðlabankann og hlutverk hans, og vinna að samoin'ngu banka og fjárfestingarsjóða. Að taka skipulag olíusölunnar til endurskoðunar með það fyrir augum sérstaklega að sjávarútveg- inum verði tryggt hagstætt olíuverð. Aö taka vátryggingamálin til endurskoðunar með það fyrir augum að vátryggingakerfið verði gert ódýrara og e'nfaldara. Að endurskipuleggja lyfjaverzlunina með þvi að tengja hana við heilbrigðisþjónustuna og setja hana undir félagslega stjórn. FÉLAGS- OG MENNINGARMÁL Ríkisstjórnin hefur sett sér þessi höfuðmarkmið í félags- og menningarmálum: Að beita sér fyrir auknum jöfnuði lífskjara og tryggja í fromkvæmd fullt jafnrétti landsmanna án tillits til kynferðis, stéttar eða búsetu. Að beita sér fyrir setningu löggjafar um alhliða vinnuvernd, svo og löggjafar um hlutdeild starfs- fólks í stjórn fyrirtækja, og tryggja að slíkri skipan verði komið á í ríkisfyrirtækjum. Aö ríkisfyrirtæki segi sig úr Vinnuveitendasam- bandi Islands. Að styðja launþegasamtökin til þess að koma upp hagstofnun á sinum vegum. Að tryggja með löggjöf að vinnulaun fáist greidd þrátt fyrir gjaldþrot atvinnurekanda. 152 Að endurskoða allt tryggingakerfið, m.a. með það fyrir augum, að greiðslur almannatrygginga til aldr- aðs fólks og öryrkja verði hækkaðar að því marki að þær nægi til framfæris þeim bótaþegum, sem ekki styðjast við aðrar tekjur. Að lögtekinni hækkun elli- og örorkulífeyris verði flýtt með setningu bráðabirgðalaga. Að aðstaða landsmanna í heilsugæzlu- og heil- brigðismálum verði jöfnuð og kostað sérstaklega kapps um að bæta úr vandræðum læknislausra héraða og ráðin bót á ófremdarástandi í málefnum geðsjúkra og drykkjusjúkra. Að sett verði löggjöf um hlutdeild ríkisins í bygg- ingu og rekstri barnaheimila, eliiheimila og annarra hliðstæðra stofnana, og séð fyrir fullnægjandi menntunaraðstöðu starfsfólks þeirra. Að gera ráðstafanir til að lækka óhóflegan hús- næðiskostnað almennings, m.a. með lækkun bygg- ingarkostnaðar, hagstæðari lánum og afnámi vísi- tölubindingar húsnæðislána. Að hafa forgöngu um að byggt verði leiguhús- næði, er lúti félagslegri stjórn, og sé einkum í þágu frumbýlinga og aldraðs fólks. Að endurskoða tekjuöflunarleiðir hins opinbera með það fyrir augum, að skattabyrðinni verði dreift réitlátlegar en nú er gert. Slík endurskoðun skatta- kerfisins haldist i hendur við endurskoðun trygg- ingalöggjafar, í því skyni að öllum þjóðfélagsþegn- um verði tryggðar lifvænlegar lágmarkstekjur. Tekj- ur sem einungis hrökkva fyrir brýnustu lífsnauð- synjum verði ekki skattlagðar. Skattaeftirlit verði hert, þannig að réttlát skattaframkvæmd verði tryggð betur en nú er. Stefnt verði að því, að persónuskaítar eins og til almannatrygginga verði felldir n:ður, en teknanna aflað með öðrum hætti. Jafnframt verði gerð ýtarleg athugun á rekstrar- koctnaði rik'osjóðs og rikisfyrirtækja í þeim tilgangi að gera reksturinn einfaldari og draga úr kostnaði. Að framkvæma endurskoðun á fræðslukerfinu og gero heildaráætlun um þörf þjóðarinnar fyrir hvers kyns fræðslustofnanir, kennaralið, námsleiðir og tengsl milli þeirra, i því skyni að skapa samræmt og he!lsteypt menntakerfi. Skólarannsóknir verði efldar og sk'pulag þeirra endurskoðað. Menntunaraðstaða ungmenna verði jöfnuð, náms- brautum fjölgað, komið á víðtækum stuðningi við námsfólk og fjárframlög til skólabygginga aukin. Fólki á ýmsum aldri verði gert kleift að njóta menntunar og endurmenntunar og gefinn kostur á að Ijúka fullgildu námi í sem flestum sérgreinum. J

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.