Réttur


Réttur - 01.08.1971, Síða 33

Réttur - 01.08.1971, Síða 33
Iðnnám og tækamcnntun þarf að endurskipu- *e99ja frá rótum, allt frá almennri iðnfræðslu til S-ofnunar tækniháckila. Rannsóknarstörf og vísindi verði efld og tengd ðsetlunum um þjóðfélagsþróun. Listir, bókmenntir og önnur menningarstarfsemi hljóti aukinn stuðning. Aðstoð sé veitt til stofnunar og rekstrar félags- ötálaskóla verkalýðshreyfingar og samvinnuhreyf- ingar. Að stuðla að breyttu gildismati á þann veg að til li.nna eftirsóknarverðustu lifsgæða verði talið hreint °3 ómengað umhverfi og fullnægjandi skilyrði til eflingar frjálsrar hugsunar og andlegs þroska ein- staklingsins. Við hagnýtingu íslenzkra auðlinda skal Lostað kapps um alhliða náttúruvernd svo að hver Þjóðfélagsþegna eigi þess kost að njóta heilþrigðra Hfshátta. Að gera þær ráðstafanir, sem þörf krefur til að girða fyrir mengun umhverfis af völdum iðnvera og annars atvinnurekstrar. Að tryggja Náttúruverndarráði nauðsynleg fjár- ráð og stuðla á annan hátt að öflugri framkvæmd oýsettrcr löggjafar um náttúruvernd. UTANRI'KISMÁL I utanrikismálum hafa stjórnarflokkarnir komið Ser saman um eftirtalin meginatriði: Stefna Islands í alþjóðamálum verði sjálfstæðari °9 einbe'ttari en hún hefur verið um skeið og sé jafnan við það miðuð að tryggja efnahagslegt og stjórnarfarslegt fullveldi landsins. Haft skal fullt samráð við utanrik^smálanefnd Alþingis um öll meiriháttar utanríkismál og um mótun utanrikis- stefnu landsins. Á hverju Alþingi skal gefin skýrsla Urn utanríkismál og fari þar fram almennar um- ræður um þau. Hafa skal sérstaklega náin tengsl við Norður- 'sndaþjóði rnar. Innan Sameinuðu þjóðanna og annars staðar á slþjóðavettvangi þer Islandi að styðja fátækar þjóð- lr fil sjálfsbjargar og jafnréttis við efnaðar þjóðir. ^IL.sstjórnin beitir sér fyrir jöfnum rétti allra þjóða °9 mun því greiða atkvæði með því að stjórn Kin- Verska alþýðulýðveldisins fái sæti Kina hjá Sam- sinuðu þjóðunum. Enn fremur mun hún styðja það, að bseði þýzku ríkln fái aðild að Sameinuðu þjóð- unum ef það mál kemur á dagskrá. Ríkisstjórmn leggur áherzlu á frelsi og sjálfsákvörðunarrétt allra þjóða og fordæmir þvi hvarvetna valdþeitingu stór- velda gegn smáþjóðum. Rikisstjórnin telur, að vinna þeri að því að draga úr viðsjám í heiminum og stuðla að sáttum og friði með auknum kynnum milli þjóða og almennri afvopnun og telur að friði milli þjóða verði bezt borgið, án hernaðarbandalaga. Ágreiningur er milli stjórnarflokkanna um afstöðuna til aðildar Islands að Atlanzhafsbandalaginu. Að óbreyttum aðstæðum skal þó núgildandi skipan haldast en rikisstjórnin mun kappkosta að fylgjast sem bezt með þróun þeirra mála og endurmeta jafnan stöðu Islands í camræmi við þreyttar aðstæður. Rikisstjórnin er samþykk þvi að þoðað verði til sérstakrar öryggis- ráðstefnu Evrópu. Varnarsamningurinn við Bandaríkin skal tekinn til endurskoðunar eða uppsagnar í því skyni að varnarliðlð hverfi frá Islandi í áföngum. Skal að því stefnt að brottför liðsins eigi sér stað á kjör- timabilinu. Island gengur ekki í Efnahagsbandalag Evrópu, en mun leita sérstakra samninga við bandalagið um gagnkvæm réttindi í tolla- og viðskiptamálum. Utanrikisþjónustan skal endurskipulögð og stað- setning sendiráða endurskoðuð. 153

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.