Réttur


Réttur - 01.08.1971, Page 35

Réttur - 01.08.1971, Page 35
Litríkur persónuleiki hefur kvatt heiminn eftir að vera áður horfinn af sviði sögunnar. En matið á þessum einum umsvifamesta stjórnmálamanni yfirstandandi aldarfjórðungs bíður sögunnar. Nú skal þó nefna fáein atriði. Heimshreyfing sósíalismans á það fyrst og fremst Khrusjoff að þakka að sannleikurinn skyldi vera sagður um hin ranglátu réttar- höld í Moskvu, um þær ógnir, sem yfir sósíalista gengu á vissu tímabili Stalínstjórn- arinnar, og að slept skyldi vera úr fangabúð- um öllum þeim þúsundum, er þar dvöldu saklausir. En Khrusjoff brast marxístískan skilning á því fyrirbrigði, sem hann var að glíma við, gat ei skilgreint orsök þess og lét sér nægja, sem skýringu hið yfirborðs- kennda slagorð „persónudýrkunarinnar”. Eft- irmenn hans hafa ekki gert betur á því sviði. Khrusjoff hefur sætt gagnrýni vegna Kúbumálsins. Auðvitað hafði Kúba sama formlegan rétt til að vopna sig fullkomnustu vopnum og önnur ríki. En í okkar harða heimi þá sættir stórveldi eins og Bandarík- m sig ekki við slík vopn svo nærri sér, þó svo þau séu sjálf með herstöðvar í Tyrklandi v.'ð landamæri Sovétríkjanna! Khrusjoff setti ekki heiminn á barm kjarnorkustríðs, hann hefur verið það síðan kjarnorkusprengjurnar urðu til, mannkynið lifir í skugga hætmnnar a algerri tortímingu ætíð síðan. Hinsvegar fór Khrúsjoff réttilega eftir reglunni: Sá á að vægja, sem vitið hefur meira, — er hann flutti eldflaugarnar burtu. En hann hafði þó loforð Bandaríkjanna um öryggi Kúbu UPP úr krafsinu. Khrusjoff sýndi það hugrekki og rétta af- stöðu kommúnista gagnvart mistökum sín- utn, að þora að kannast við að það var sví- virða að setja Júgóslavíu í bann 1948 og hann kom aftur á góðu sambandi milli Júgó- slavíu og Sovétríkjanna. Khrusjoff tvísteig gagnvart því vandamáli, sem viðkvæmast er og mest notað til árása á Sovétríkin, — og skyggir því oft í áróðri á það mikla, sem þar er vel gert, —: m. ö. orðum umræðufrelsinu. Þar steig hann eitt skref áfram einu sinni — og nutu ýmsir góðs af, — en síðan tvö skref aftur á bak. Eftirmenn hans hafa því miður ekki komist lengra. Khrusjoff brast algerlega skilning á því mikla vandamáli Sovétríkjanna og heims- hreyfingar kommúnista að kunna að halda aðgreindum annars vegar hagsmuna- og metnaðarmálum sovézka heimsveldisins og hins vegar hugsjónamálum sósíalismans og marxistískra flokka. Hinn örlagaríki klofn- ingur við Kína hófst í hans tíð og þótt bæði sósíalistísku stórveldin eigi þar sök, þá eiga fljótfærnisleg viðbrögð Khrusjoffs mikinn hluta þeirrar sakar. Eigi hefur heldur verið úr þessu bætt síðar. Hins vegar vann Khrusjoff vel að því að koma á friðsamlegri sambúð ríkja í heim- inum, þótt þau byggju við ólík þjóðskipulög. Khrusjoff var maður tilfinningaríkur og ör, oft mjög alþýðlegur í viðbrögðum sínum. Hann var einn áratug forystumaður Komm- únistaflokks Sovétríkjanna. Sovétríkin voru betra land og voldugra, er hann fór frá en þegar hann tók við forustunni. Flokkurinn vann í hans tíð hin mesm stórvirki í vísind- um, félagslegum og efnahagslegum fram- förum —, og þeim stórvirkjum hefur verið haldið áfram. 155

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.