Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 47

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 47
aðeins 6% íbúanna í Pakistan, vera eina ríkis- málið. Bengalir í Austur-Pakistan hafa kraf- ist þess að móðurmál þeirra, Bengali, sem 56% allra íbúa Pakistan tala, sé einnig við- urkennt ríkismál. En yfirstéttir Vestur-Paki- stan neita því og beita íbúa Austur-Pakistan jafnt þjóðernislegri sem efnahagslegri kúgun. Aðeins 15% embættismanna í Austur-Paki- stan eru þaðan og aðeins 5 % hersins. I Aust- ur-Pakistan býr meirihluti allra íbúa Pakistan, en landsvæðið er aðeins sjötti hluti landsins. Þeir framleiða 70% af útflutningnum en meðaltekjur þeirra eru aðeins helmingur af meðaltekjum Vestur-Pakistana. Yfirstétt Vestur-Pakistan samanstendur fyrst og fremst af 22 fjölskyldum einokunarherra, sem enn eru í nánu bandalagi við bandaríska auð- valdið. Þegár ljóst var orðið hver afstaða íbúa Austur-Pakistan var, lét einræðisherra yfir- stéttarinnar í Vestur-Pakistan, Yahya Khan, til skarar skríða. Hann hóf 25. marz einhver ægilegustu fjöldamorð mannkynssögunn-ir með árás hersins á alþýðu Austur-Pakistan. Hundruð þúsunda manna hafa verið myrtar, bæir brenndir til grunna, 7—10 miljónir manna hafa flúið til Indlands. Þegar svona var komið hóf frelsisher Austur-Pakistana „Bengla Desh" skæruhernað gegn kúgurun- um. Blóðbað böðlanna Yahya Khan og Túkka Khan hefur ekki hlotið eins almenna for- dæmingu í heiminum og vera ber. Indland og Sovétríkin hafa tekið afstöðu með Beng.la Desh og gegn múgmorðunum. En Banda- ríkin, sem alltaf hafa stutt einræðisherrana í Vestur-Pakistan, styðja múgmorðingjana einnig nú. Og Kína, sem annars hefur staðið svo róttækt með byltingaröflum heims, ekki sízt frelsisstríði nýlendnanna, lét nú hagsmuni n'kisvalds síns, stórveldisins, ráða meir gerð- um sínum en hugsjón kommúnistaflokksins: frelsisbaráttu allra kúgaðra stétta og þjóða: Kínverska stjórnin tók afstöðu með Vestur- Pakistan. Blóðbað fasistísku yfirstéttarinnar í Vestur- Pakistan heldur áfram, en frelsisbaráttan líka. Mujibar Rahaman, leiðtogi Awami-banda- lagsins, situr í fangelsi með dauðadóm yfir höfði sér. En Bangla Desh herðir skæruhern- aðinn. Byltingaröfl þjóðanna verða ekki til lengd- ar kæfð í blóði. En alþýða þeirra landa, sem geta látið til sín taka, á að mótmæla því ægilega ódæði, sem hér er framið. ANGOLA Frelsisher þjóðfrelsishreyfingar Angola, sem Agostinho Neto stjórnar, sækir sífellt á og frelsar æ stærri hluta Angola undan ný- lendukúgun Portúgala. En portúgölsku fasistarnir herða nú á grimdarverkum sínum. Þeir eyða uppskeru og skógum með eiturefnum, — eins og Banda- ríkjaher gerir í Víetnam. Hefur þeim tekist að eyða um tveim þriðjungum allrar mais- og maniokauppskerunnar, svo alvarlegar matarskortur vofir yfir alþýðu. Samtímis verða grimdarverk portúgölsku fasistanna í hernum æ ógeðslegri: þeir skera eyru og fingur af skæruliðunum og safna þeim,til þess að sanna frelsishernum að Portúgalar séu til alls vísir. Það er Atlantshafsbandalagið, sem Portú- gal er í, sem er stoð og stytta þeirra í nýlendu- stríðinu. Frakkland, Italía, Vestur-Þýzkaland og fleiri Nato-lönd byrgja portúgölsku fas- istana að vopnum. En mótspyrnan vex líka. I júnímánuði 1970 var haldið alþjóðaþing í Róm til stuðnings frelsisbaráttunni í nýlend- um Portúgala. Norðurlönd hafa tekið afstöðu með frelsishreyfingunum. Island þarf að gera 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.