Réttur


Réttur - 01.08.1971, Side 54

Réttur - 01.08.1971, Side 54
1. Ellilífeyrir og aörar lífeyrisgreiðslur al- mannatrygginga hækkuðu um 20% jafn- framt því sem tekin var í lög tekjutrygging þannig að lífeyrisþegar sem ekki hafa at- vinnutekjur fá 7.000 kr. í lífeyri á mánuði. Þessi ráðstöfun var ákveðin með bráðabirgða- lögum að tilhlutan Magnúsar Kjartanssonar tryggingamálaráðherra. 2. Hækkaður hlutur sjómanna með því að breyta skiptareglunum frá 1968. Þau 11% af óskipm aflaverðmæti sem áður runnu í Verðjöfnunarsjóð renna nú inn í skiptaverðið og hækkuð laun sjómanna þar með og með breytingum á fiskverði um 18—19%. Þess- um ráðstöfunum var fagnað af sjómönnum og útvegsmönnum um allt land, enda er út- gerðargrundvöllur betur tryggður með þeim en áður. 3. Ríkisstjórnin skilaði aftur þeim vísitölu- stigum sem fráfarandi ríkisstjórn hirti. Var vísitölustivunum skilað aftur með lækkun á ýmsum lífsnauðsynjum (takmarkaðri niður- fellingu söluskatts o. fl.), og niðurfellingu á nefskatti, námsbókagjaldi, og lækkun sjúkra- samlagsgjalda. 4. Hækkuð lán vegna kaupa á fiskiskipum erlendis og innanlands líka. Þessi ráðstöfun var gerð að tilhlutan viðskiptamálaráðherra Lúðvíks Jósepssonar, en hann beitti sér einnig fyrir breytingum á fiskverði, sem getið var um í lið tvö hér á undan. Má í því sambandi geta þess að Lúðvík hélt fundi með útvegs- mönnum víðsvegar um landið vegna fyrr- greindra ráðstafana og vakti það verðskuld- aða athygli og ánægju útgerðarmanna. Þess má ennfremur geta að í bígerð er á- kvörðun um nýjar virkjanir í Tungnaá við Sigöldu. Þá er á döfinni setning reglugerðar sem felur í sér að sett verði hreinsitæki á ál- verið. Unnið er að gerð frumvarps til laga um framkvæmdastofnun ríkisins og að fleiri málum sem lögð verða fyrir næsta þing. 174 KJARASAMNINGAR Um þessar mundir er unnið að gerð nýrra kjarasamninga á grundvelli þeirra yfirlýs- inga sem ríkisstjórnin hefur gefið í kjara- málum. Verður nánar greint frá þeim málum hér í ritinu síðar. Reykjavík, 5. september 1971. Svavar Gestsson. J

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.