Réttur


Réttur - 01.08.1971, Qupperneq 55

Réttur - 01.08.1971, Qupperneq 55
NEISTAR Fornar yfirlýsingar fá nýtt gildi 1934 „Fyrir tilstyrk hinna vinnandi stétta, alþýðunnar til sjávar og sveita, hafa völdin verið tekin af herrum auðvaldsskipulagsins ís- lenzka. Og hún vill að völdunum sé beitt gegn þeim. Henni er orðið það Ijóst, að hún á nú fyrir hönd- um úrslitabaráttu fyrir atvinnu sinni, frelsi og lífi og vill berjast til þrautar undir forustu Alþýðu- flokksins. Hún skilur, að ef hún bíður ósigur i þessari baráttu, vofir yfir henni ekki aðeins atvinnuleysi og örbirgð, heldur einnig kúgun um ófyrirsjáanlegan tíma. — Hún veit, að ef sleppt er því tækifæri, sem nú er fyrir hendi, meðan stjórn lýðræðisflokkanna fer með völdin í landinu, til þess að koma nú þegar nýju skipulagi á allt at- vinnulíf þjóðarinnar, samkvæmt fyrirfram ákveðinni áætlun, er miðaði að því að tryggja hverjum, cem vinna vill, atvinnu, og leggja þannig grunninn að nýju þjóð- skipulagi í anda jafnaðar- og sam- vinnustefnunnar með fullkomnu lýðræði í stjórnmálum og atvinnu- málum, þá bíða hennar sömu örlög og alþýðunnar i þeim löndum, sem nú eru ofurseld ofbeldis- og ein- ræðisstjórnum auðvaldsins. Fyrir því skorar 12. þing A,l- þýðusambands Islands á flokka þá, sem fara með völdin í land- inu, að neyta valdanna til þess að forða alþýðu þessa lands frá þeim örlögum og heitir til þess fulltingi þeirra mörgu þúsunda vinnandi manna og kvenna, sem Alþýðu- sambandið skipa, og öllu því harð- fylgi, sem alþýðusamtökin hafa yfir að ráða." Samþykkt 12. þings Alþýðu- sambandsins og Alþýðu- flokksins I nóv. 1934. 1935 „Nú, þegar sú hætta vofir yfir íslenzku þjóðinni, að hún glati sjálfstæði sínu, ef ekki verður tek- ið fram fyrir hendur hinnar drottn- andi auðvaldsklíku, minnir Komm- úmsíaflokkur Islands alla hina starfandi þjóð á þá frelsisbaráttu, sem islenzka þjóðin hefur háð gegn erlendu kúgunarvaldi öldum saman, á baráttuna á 15. öld gegn enskum og þýzkum yfirgangi, á baráttuna allt frá Jóni Arasyni til Jóns Sigurðssonar og Skúla Thor- oddsens gegn kúgun og áþján danska auðvaldsins. Minnug þeirra fórna, sem færðar hafa verið í þessari frelsisbaráttu, mun ís- lenzka þjóðin brennimerkja þá menn, eem n j reka erindi erlends auðvalds hér, sem varga í véum, sem landráðamenn við islenzku þjóðina, hvernig sem þeir skýla sér undir þjóðernis- og sjálfstæð- isgrímu. I trúnni á framtíð íslenzku þjóðarinnar, þegar alþýðan sjáif ræður landi sínu og nýtur auðlinda þess, mun íslenzka alþýðan vernda núverandi sjálfstæði lands- ins og með valdatöku sinni gera það að þeirri lyftistöng ve'megun- ar og menningar, sem það getur orðið." Úr „Ávarpi til íslenzkrar al- þýðu" frá 3. þingi Kommún- istaflokks Islands nóv. 1935. Orð og efndir ,,Það að koma á stöðugri launa- og verðlagsstjórn í Ameriku myndi kyrkja amerískt atvinnulíf .... slikt væri, um það er ég sann- færður, banabiti Bandaríkjanna sem fyrsta flokks efnahagsveldi." Nixon, 4. ágúst 1971 ,,l dag fyrirskipa ég stöðvun alls verðlags og alls kaupgjalds í Bandarikjunum í 90 daga." Nixon, 15. ágúst 1971. O „Gagnvart mestu verðbólgu í sögu Bandaríkjanna sáum við um það fyrst að binda enda á sífellda aukningu verðbólgunnar og því næst að stöðva hana alveg. Þetta hefur okkur tekizt." Nixon, 1. febrúar 1971. „Verðbólgan rænir hvern ein- asta Ameríkana. Þær 20 miljómr Bandaríkjamanna, sem setzt hafa í helgan stein og verða að lifa af ákveðnum tekjum, verða sérstak- lega hart úti.“ Nixon, 15. ágúst 1971. o „I þessari 20 mínútna sjón- varpsræðu slnni hefur hann fNixon) gert næstum allt, sem hann hafði lofað að gera ekki, og næstum allt, sem hann þóttist ætla að forðast með þeirri efnahags- stefnu, er hann áður rak. New York Times. 175

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.