Réttur


Réttur - 01.04.1973, Side 1

Réttur - 01.04.1973, Side 1
isttur 56. árgangur 1 97 3 — 2. hefti Barátta islands við imperialistiska fjandmenn sína, auðvald Bandaríkjanna og Bretlands, kann að harðna á næstunni. Brezka ihaldsstjórnin hefur nú sent herskip sín inn í íslenzka fiskveiðiland- helgi, til þess að tryggja að auðmenn hennar fái að ræna íslenzk fiskimið áfram. Þessi sama stjórn sem hagar sér eins og raggeit gagnvart uppreisn- arstjórn hvítu fasistanna í Rhodesíu af því arðránshagsmunir eru sameigin- legir, er sem hugdirfskan sjálf gagnvart vopnlausri alþýðu íslands. Þegar floti þessa Nato-ríkis — ,,bandamannsins“ — hefur nú ráðizt á Island til þess að granda undirstöðu lífs vors, þá ættu nú loks þeir flokkar, sem flekað hafa Island inn í Nato, að fara að sjá hvern snák þeir hafa þar alið við brjóst sér — og a.m.k. verða nú augu þjóðarinnar að opnast. Bráðlega munu hefjast samningar við Bandaríkjastjórn um brottflutning hersins. Það verður heillum horfin og brennimerkt Bandaríkjastjórn, sem til þeirra samninga gengur. Vietnam og Watergate verður á hvers manns vörum. Múgmorð þessa volduga ríkis í Vietnam hrópa enn til himins. Blóð- ferill Bandaríkjanna þar í sjö ár eftir árásarstyrjöld á saklausa þjóð að upp- lognu tiiefni mun eigi fyrnast. Og ofan á þá blóðsök í Vietnam, sem vakti andstygð um allan heim á utanríkispólitík Bandaríkjastjórnar, bætist nú Watergatehneykslið í innanríkismálum. Það þótti vart í frásögur færandi, er ríkisvöld Bandaríkjanna njósnuðu og

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.