Réttur


Réttur - 01.04.1973, Side 7

Réttur - 01.04.1973, Side 7
Árni Björnsson Uppsögn herstöðvasamningsins STOFNUN SAMTAKA HERSTÖÐVAANDSTÆÐINGA Núverandi Samtök herstöðvaandstæðinga voru mynduð í Reykjavík 16. maí 1972, nánast í minningu Jóhannesar skálds úr Kötlum, sem þá var nýlátinn. Þótti sem minningu þess einlæga baráttumanns yrði ekki meiri sómi sýndur með öðru, þótt fleiri ástæður lægju vitaskuld að baki. Samtök hernámsandstæðinga, þau sem stofnuð voru á Þingvöllum í september 1960 og störfuðu með allmiklum blóma næstu ár á eftir, höfðu smám saman dregizt upp, þeg- ar líða tók á 7. áratuginn. Hið mikla átak, sem ráðizt var í með undirskriftasöfnun um land allt fyrir kröfunni um brottför hersins og úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu, rann af tæknilegum ástæðum út í sandinn í stærri bæjarfélögum, einkum Reykjavík og ná- grenni, þótt góður árangur næðist yfirleitt í sveitum landsins. Þetta urðu mönnum ólítil vonbrigði, og þrálát seta viðreisnarstjórnar- innar olli talsverðu vonleysi um, að til mikils væri að hafa í frammi kröfur og mótmæli, meðan meirihluti Alþingis væri þann veg skipaður. Viðhorfin breytmst með ósigri viðreisnar- stjórnarinnar í júní 1971 og myndun mið- vinstri stjórnarinnar í júlí sama ár. I mál- efnasamningi hennar var tekið fram: „Varnarsamningurinn við Bandaríkin skal tekinn til endursko'ðunar eða uppsagnar i því skyni, að vamarliðið hverfi frá Islandi í áföngum. Skal að því stefnt, að brottför liðsins eigi sér stað á kjörtímabilinu." Hér voru því aðstæður orðnar talsvert aðr- 71

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.