Réttur


Réttur - 01.04.1973, Síða 9

Réttur - 01.04.1973, Síða 9
ar. Ætla má, að herinn væri farinn fyrir 10 árum, ef slík stjórn hefði setið að völdum á árunum 1960—63, þegar Samtök hernáms- andstæðinga störfuðu sem ötulast. Nú reið á að hafa auga með því, að þessi nýja stjórn framfylgdi því, sem hún hafði heitið. Það kom líka fljótlega í ljós, að full þörf kynni að verða á slíku aðhaldi. Háskólastúdentar helguðu 1. desember 1971 baráttunni fyrir brottför hersins. Hinsvegar gáfu íhaldsstúd- entar út hernámssinnað blað, þar sem þrír þingmenn stjórnarflokkanna létu í það skína, að áðurnefnt ákvæði stjórnarsáttmálans væri ekki eins ótvírætt og orðin benm til. Hér var þó ekki um neinar fullyrðingar að ræða, en greinilegt var, að nokkrir menn vildu þreifa fyrir sér um það, hversu fast þetta málefni væri kjósendum þeirra í hendi. STARF SAMTAKANNA Fyrsta verkefni Samtakanna var baráttu- ganga frá Hafnarfirði til Reykjavíkur hinn 11. júní, sem lauk með 7 þúsund manna úti- fundi í Lækjargötu. Þetta var einskonar liðs- könnun. Eftir það unnu nokkrir starfshópar að könnun á ýmsum hliðum herstöðvasamn- ingsins, og má sjá afraksmr tveggja þeirra í 1. hefti Samvinnunnar 1973. Samtökin héldu ráðstefnu hinn 2. og 3- desember í samvinnu við 1. des. nefnd stúdenta, og sóttu hana nokkur hundruð manns. Onnur ráðstefna var haldin 13. og 14. janúar s.l. og fjallaði hún einkum um skipulagsmál. Helztu nið- urstöður hennar voru þessar: a) „Markmið Samtaka herstöðvaandstœð- inga er afnám herstöðva á Islandi. Samtökin stefna að þvi að sameina til starfa alla þá, sem vilja vinna að þessn markmiði. Baráttn- aðferðir og röksemdir einstakra hópa geta verið mismunandi, og má slíkt ekki verða til sundurþykkis." b) „Æðsta vald í málefnum Samtaka her- stöðvaandstœðinga er þing, sem miðnefnd boðar til. — Miðnefnd samtakanna, sem nú starfar, skal starfa áfram til vors. — Mið- nefnd skal kveðja til starfa í nefndinni full- trúa hverfa í Reykjavík og kaupstaða suð- vestanlands. — Miðnefndin skal kjósa 5—7 manna framkvœmdanefnd, sem sé jafnframt kjördæmisnefnd fyrir Reykjavík. — Mið- nefndin skal beita sér fyrir stofnun 7 sjálf- stæðra kjördœmisnefnda, sem sendi fulltrúa á miðnefndarfundi, þegar þvt verður við komið. — Starfshópar verði myndaðir á grundvelli svceða, hverfa, og ákveðinna verk- efna." Þess ber að geta, að núverandi miðnefnd var kjörin á stofnfundi Samtakanna fyrir u.þ.b. ári. Þegar þetta er ritað hafa verið myndaðar kjördæmisnefndir á Austurlandi, í Arnessýslu, Borgarfirði, á Isafirði og Akur- eyri, en fleiri eru í undirbúningi. Málin standa nú þannig, að utanríkisráð- herra telur sig hafa lokið könnunarviðræðum sínum við Bandaríkjastjórn í janúarlok og hefur afhent samráðherrum sínum og utan- ríkismálanefnd Alþingis skýrslu um þær. Frá hans hálfu virðist ekkert því til fyrirstöðu, að klukkan verði sett af stað og 6 mánaða end- urskoðunartíminn hefjist, nema fram komi krafa um hið gagnstæða í ríkisstjórninni. Sú ákvörðun gæti þó dregizt, nema ráðherrar og alþingismenn fái að heyra frá fylgismönnum sínum, að þeim sé þetta nokkurt kappsmál. Það verður seint nógsamlega brýnt fyrir hinum almenna eða óbreytta kjósanda, að hann þarf engan veginn að vera áhrifalaus eða óvirkur á milli kosninga. Það er einnig mikill rangskilningur, að samþykktir félaga og frjálsra samtaka séu einskis metnar né eftir þeim tekið. í þessu máli mætti jafnvel svo 73

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.