Réttur


Réttur - 01.04.1973, Síða 16

Réttur - 01.04.1973, Síða 16
LOFSÖNGUR TIL VARNARLIÐSINS Á Islandi þurfa menn aldrei að kviða þvi illræmda hungri sem rikir svo víða því amriski herinn svo réttsýnn og rogginn hann réttir oss vafalaust eitthvað í gogginn, - ó, - hó, það segir Mogginn. Hinn amriski striðsguð sem stendur á verði hann stuggar burt föntum með logandi sverði, i Kóreu forðum tið kom hann á friði og komma í Víetnam snýr hann úr liði, - ó - hó, allur á iði. Ég man eftir þorpinu My-Lai þar austur því margt fannst þar óstand og vesin og flaustur og kommarnir blessaða bændurna meiddu en börnin og kýrnar til slátrunar leiddu, - ó - hó, búsmalann deyddu. En amriski herinn sem öllu vill bjarga þar austur í My-Lai drap kommana marga, nú refsar hann Calley í réttlætisskyni, já, réttláta eigum við frændur og vini, - ó - hó, amriska syni. Er Rússinn af illmennsku réðist á Tékkó og ráðamenn fengu af angist og skrekk nóg þá bjargaðist islenzkur alþýðukrakki þvi amriski herinn var stöðugt á vakki. - ó - hó, þó að ég þakki. Úr Norðursjó rússneski flotinn, sá fjandi, með fjölskrúðugt njósnalið stefnir að landi, samt bjargast hinn islenzki alþýðumaður því amríski herinn mun vernda hann glaður, - ó - hó, hann sé blessaður. Er rússneskir dónar með rassaköst skeiða og ræna og drepa og nauðga og meiða þá bjargast hin islenzka alþýðupika því amriski herinn mun vernda hana lika, - ó - hó, aldrei að vikja. Böðvar Guðmundsson. ið eini maðurinn, sem Stalín nokkru sinni treysti. Þetta vissu æðstu menn Bandaríkjanna ofurvel allan tímann, og sú staðreynd hefur smám saman orðið heyrinkunn á síðari ár- um, þegar fyrri ummæli þeirra hafa verið grafin fram í dagsljósið. Því til áréttingar skulu tvenn slík tilfærð hér: Sjálfur John Foster Dulles, helzti berserk- ur kalda stríðsins í Bandaríkjunum, sagði í marz 1949, aðeins mánuði áður en „varnar- bandalag vestrænna þjóða”, NATO var stofnað: „Eg veit ekki um neinn ábyrgan fulltrúa Bandaríkjastjórnar, hvorkt frá hernum né meðal borgaralegra embættismanna, né full- trúa neinnar annarrar ríkisstjórnar, sem trúir þvi, að Sovétstjórnin undirbúi landvinninga með hernaðaráirás." George F. Kennan, fyrrum sérfræðingur í sovézkum málefnum við bandaríska sendi- ráðið í Moskvu, sagði í fyrirlestri um alþjóða- stjórnmál í Genf árið 1965: „Það var öllum fullkomlega Ijóst, sem ein- földustu þekkingu höfðu á Sovétríkjnnum í þá daga (þ.e. í byrjun kalda stríðsins), að sovézkir ráðamenn höfðu engin áform um að reyna að bæta aðstöðu sína með því að gera hernaðarárás yfir landamæri annarra ríkja,"1> HJURTUNUM SVIPAR SAMAN Á hinn bóginn hafa sovézkir mátt haga sér eins og þeim sýndist á sínu áhrifasvæði án annarra afskipta Bandaríkjastjórnar en mótmæla og hryggðarorðsendinga, enda hafa þeir ævinlega tilkynnt Bandaríkjunum kurt- eislega fyrirfram um allar meiriháttar aðgerð- 1) Sjá David Horowitz: The Free World Colossus, London 1965, bls. 85, og þar i vitnuð rit). 80

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.