Réttur


Réttur - 01.04.1973, Qupperneq 18

Réttur - 01.04.1973, Qupperneq 18
yfir ísland um Færeyjar og að ströndum Noregs og Skotlands", svo aftur sé vitnað í gagnmerkan bækling Sjálfstæðisflokksins (bls. 14). I fyrsta lagi höfum við þessar upplýsingar frá mjög óáreiðanlegum heimildum, þar sem eru bandarísk hernaðaryfirvöld í Pentagon. Birting Pentagon-skjalanna frægu á síðasta ári ljóstraði því m.a. upp, að átylla Banda- ríkjanna til fyrstu loftárása á Norður-Víet- nam árið 1965 var lygi frá rótum. Sú átylla var hin úthrópaða árás norðurvíetnamskra fallbyssubáta á blásaklaus bandarísk herskip á Tonkin flóa. I skjölunum kom í ljós, að bandarísku herskipin höfðu af ásettu ráði ögrað þessum varðskipum með því að fara inn fyrir landhelgi Norður-Víetnams. Þetta eru því heldur ljúgfróðir heimildarmenn. A hinn bóginn er út af fyrir sig ráðlegast að trúa öllu illu upp á Kreml ekki síður en Pentagon. En stórveldin eru bara öll önnum kafin við að gera tilraunir með ný vopn og njósnatæki um öll heimsins höf. Nýlega hafa td. Frakkar fengið leyfi utanríkisráðuneytisins til að prófa hér ný kafbátaleitartæki og fá til þess aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Það væri án efa hægðarleikur að panta hroll- vekjandi skýrslu frá Pentagon varðandi um- svif Rússa á hvaða úthafssvæði sem er. Hvað eru þá sovézk herskip og kafbátar að sniglast í grennd við Island? Svarið getur naumast verið augljósara. Þetta er þeirra greiðfærasta og næstum eina leið suður á hið stóra Atlantshaf. Helztu herskipa- og kafbátahafnir í vesturhluta Sovétríkjanna eru eðlilega norður við Kolaskaga. Hvar ættu þær annarsstaðar að vera, ef þær þurfa að vera til? Lítum bara á landakortið. Hinsvegar er fásinna, að Sovétmenn hafi einhvern sér- stakan augastað á skotmörkum í Bandaríkj- unum, eins og Áke Sparring þykist halda, hvað þá að þeir vildu styggja vini sína í Washington með því að abbast upp á íslend- inga. Hugur þeirra, einsog annarra stórvelda, stendur á þessu svæði til þriðja heimsins, Afríku, Suður-Ameríku og Arabalanda, og það er fyrst og fremst af hagsmunaástæðum, en ekki hugsjónaástæðum. Þar eru enn gífur- legar auðlindir ónytjaðar, og sovézkum yfir- völdum er dauðans sama, hvaða stjórnarfar ríkir í þeim löndum, sem þau eiga efnahags- leg skipti við, aðeins ef það er ekki skárri sósíalismi en heima hjá þeim sjálfum. Bjóði einhverjum ótta af hinu „hernaðar- lega tómarúmi", sem hlutleysi Islands mundi leiða af sér, þá er einlægast að beita sér fyrir friðlýsingu Norður-Atlantshafs, td. undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna, með sama hætti og nú er unnið að friðlýsingu Indlandshafs, en viljayfirlýsing þess efnis var samþykkt á allsherjarþingi SÞ í haust með atfylgi 96 ríkja, en 32 sátu hjá, þám. öll stórveldin nema Kína. Stefna mætti að því, að hið frið- lýsta svæði næði yfir sem stærstan hluta hafs- ins umhverfis Island og amk. þann hluta, sem að vestan takmarkast af Grænlandi og að austan af Noregi, en að norðan af 70. breiddarbaug og að sunnan að þeim 60. 1 slíkri friðlýsingu felst, að allar herstöðv- ar og herseta eru bönnuð á svæðinu og allar heræfingar í lofti og á legi eru bannaðar. Herskip mega að vísu sigla óhindrað í gegn- um svæðið eins og önnur skip, en ekki með „gínandi höfðum og gapandi trjónum", þ.e. aðeins með yfirbreiddar fallbyssur og enga viðdvöl mættu þau hafa á svæðinu nema í neyðartilvikum. Og lúkum vér þar Grýlusögu hinnar rúss- nesku. ATVINNA OG VIÐSKIPTI Ekki þarf mörg orð að hafa lengur um gildi herstöðvarinnar fyrir atvinnu- og efna- 82
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.