Réttur


Réttur - 01.04.1973, Qupperneq 19

Réttur - 01.04.1973, Qupperneq 19
hagslíf þjóðarinnar. Það er af sem áður var. Tekjur af herstöðinni nema aðeins 3—4% af þjóðarframleiðslunni, og ekki fleiri en 500 —700 manns hafa þar atvinnu. Hinsvegar vantar allsstaðar fólk til vinnu í íslenzkum atvinnuvegum. Þess utan er fyrirsjáanlegt, að Keflavíkurflugvöllur muni stækka og um- ferð margfaldast á næstu árum og áratugum, en það kallar á stóraukið starfslið. Hinsvegar er herinn þegar orðinn þrándur fyrir eðli- legri þróun hans sem alþjóðaflugvallar. Sumir hafa gert því skóna, að Bandaríkin myndu beita okkur efnahags- og viðskipta- þvingunum, ef við létum herinn fara. Slíkt yrði þeim þó nokkuð umhendis án þess að berstrípa sig í augum alheimsins. Að vísu seljum við mjög verulegan hlut af fiskafurð- um okkar til USA, en íslenzkir aðilar hafa sjálfir byggt upp þau fyrirtæki og verksmiðj- ur í landi hins frjálsa framtaks, sem vöruna kaupa. Og það mundi sýnast meira en lítið skrítið, ef stolt einkaframtaksins setti hömlur á einn fiskinnflyjanda fremur en hundruð annarra í USA. Um óbeinar þvinganir gegn- um Alþjóðabankann eða önnur NATO-lönd er auðvitað hægt að velta vöngum endalaust, og yrði það álíka blindskák og flug hinna miklu anda um taflborð hernaðarkerfisins, eins og þessa Ake Sparrings. GOSIÐ í HEIMAEY Nýjasta hálmstrá hernámssinna átti að verða eldgosið í Heimey, þótt á annan veg snerist. Það varð þeim lítt bærileg kvöl, að herinn skyldi ekki reynast ómissandi gagn- vart slíkum voða. Hér skulu talin nokkur jæirra harmsefna: 1) Eyjamenn björguðu sér til meginlands- ins nær einvörðungu af eigin rammleik á fyrstu klukkustundum gossins. Þetta olli svo miklu fjaðrafoki í búðum hernámssinna, að spurning Sigurðar Líndals prófessors í les- endabréfi Vísis á bezt við: hvort næsta krafa yrði ekki sú, að Eyjamenn bæðu varnarliðið afsökunar á því að hafa bjargað sér sjálfir. Þótt þessi og þvílík orð séu hér tilfærð, þá ber að þakka herstjórninni fyrir alla þá hjálp, sem hún veitti og var boðin og búin að veita. Það er ekki þeirra sök þó að íslenzkir her- námssinnar geri sig að fíflum rétt eina ferð- ina. 2) Herliðið fékk lítið að gera við björgun búslóða fyrir Almannavarnarráði, einfaldlega vegna þess að á slíkri örlagastundu hugsuðu ráðamenn ekki pólitískt heldur praktískt. Það var langtum auðveldara að flytja bú- slóðir með skipum en flugvélum, en herinn réð ekki yfir neinum flutningaskipum. Menn eins og Pétur Sigurðsson og Sigurjón Sig- urðsson sýndu sinn meðfædda manndóm í að gera það sem skynsamlegast var. Loks voru flugvélar hersins látnar flytja nokkrar rollur og hænsni, sem Fraktflug okkar gat vel gert og gerði. 3) Herliðið flutti talsvert af vörum frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur á stórum flutn- ingabílum. Þetta er gott og blessað, en það skipti ekki nokkrum sköpurn, einsog hver maður getur séð. 4) Mikið var af því gumað, hvað varnar- liðsmennirnir hefðu verið röskir við að moka vikri ofanaf húsþökum. Ekki skal sá rösk- leiki dreginn í efa. Hins má minnast, að hér á „meginlandinu" biðu hundruð ef ekki þús- und galvaskra manna, sem vildu ólmir gera slíkt hið sama. En þeir fengu ekki að komast að. 5) Hið nytsamlegasta, sem komið hefur frá Bandaríkjunum varðandi þetta gos, er hjálp við burtflutning vélasamstæðna með stórþyrlum, og dæluútbúnaðurinn mikli. Um hvortveggja er það að segja, að ekkert þessara 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.