Réttur


Réttur - 01.04.1973, Side 22

Réttur - 01.04.1973, Side 22
ÓLAFUR R. EINARSSON: UM FORRÆÐI VESTUR- EVRÓPU Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því, hvert stjórnmálalegt forræði Vestur-Evrópu hefur verið gagnvart öðrum heimsálfum og stöðu hennar í dag. Forræðistímabil Vestur-Evrópu hefst á tímum lénsskipulags miðalda, það vex við landafundina, en heimsyfirráð hennar tengj- um við fyrst og fremst við blómatíma heims- valdastefnunnar 1870—1914. Síðan hefur staða Vestur-Evrópu gjörbreytzt. Helztu skýr- inguna á því að Vestur-Evrópa missir forræði sitt, er að finna í innbyrðisátökum hinna voldugu auðdrottna. Þeir þurfm að leysa það innhverfa vandamál, sem einkennt hefur sögu 20. aldar, þ. e. hvaða sess stöðugt sterk- ara Þýzkaland átti að fá á meginlandinu, þannig að önnur ríki umhverfis héldu þó sérstöðu sinni. Hér verða þau átök alls ekki gerð að umtalsefni, fremur afleiðingar átak- anna. Hér er um að ræða heimsstyrjaldir tvær, sem verða til þess að auðvaldsríki Vest- ur-Evrópu gláta forræði sínu. Arið 1917 er grundvallarártal í því sam- bandi. Þá leysast úr læðingi þau byltingaröfl, er skópu Sovétríkin, sem reyndust er fram liðu stundir ógnun við heimsforræði heims- valdasinna Vestur-Evrópu. Hins vegar hefja Bandaríkin sama ár afskipti af málefnum Evrópu, þau græða á báðum styrjöldunum og i lok þeirrar síðari koma Bandaríkin fram sem mesta her- og fjármálaveldi heims. Vest- ur-Evrópa velur síðan þann kost eftir 1945 að reyna að halda í það, sem eftir var forræð- isins með aðstoð og í skjóli þessa mikla veldis. I ljósi þessa skoða ég stofnun Atlanzhafs- bandalagsins. Tilgangur þess er tvíþættur: I fyrsta lagi er bandalagið stofnað til að hindra þjóðfélagsbyltingar í álfunni, koma í veg fyrir framsókn sósíalismans ( sem merkir það sama og útþensla Sovétríkjanna á máli Natosinna). Að baki þessu verkefni liggur sú draumsýn afturhaldsaflanna í kalda stríðinu að vinna aftur ríki Austur-Evrópu, en við- skiptahöftin við þau afhjúpa skýrast þá fyr- irætlan. I öðru lagi snýr andlit Nato að því að við- halda yfirdrottnun gömlu nýlenduveldanna í þriðja heiminum og gera auðhringum hins kapítalíska heims kleift að nýta áfram auð- lindir og markaði í þeim heimshlutum. Nato og önnur hernaðarbandalög tengd Banda- ríkjunum og herstöðvanet þeirra sem þegar 86

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.