Réttur


Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 24

Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 24
vegar. Þó er rétt að hafa í huga að samþjöpp- un auðmagnsins á þessu svæði getur í sam- ræmi við baráttu andstæðnanna leitt til þess hægt og hægt að hið andstæða þjóðfélagsafl: verkalýðshreyfingin verði samstilltari og teikn því til sönnunar má m.a. sjá í Frakklahdi í dag. Þegar litið er á þróun efnahagsmála og svonefndra öryggismála í Vesmr-Evrópu, þá er athyglisverðast að kynna sér þau átök sem eiga sér stað milli annars vegar stöðugt öfl- ugri róttækra afla og hins vegar afmrhalds, sem á í vök að verjast. Helztu teikn vaxandi róttækni eru: upp- reisn æsku sem hefur djúpstæða samúð með frelsisöflum þess heimshluta, er varð fórnar- dýr forræðis Evrópu á umliðnum áramgum og sá samhugur kemur skýrast fram í and- ófinu gegn styrjaldarrekstrinum í Víetnam; kosningasigrar og sigurspár vinstri afla í ríkj- um Vesmr-Evrópu setja og svip sinn á stjórn- málaþróun síðustu mánaða og fleira mætti nefna. Hins vegar stendur afmrhaldið í Ev- rópu í óða önn við að viðurkenna aðila, hverra tilvist þeir í áraraðir hafa afneitað. Afturhaldssamir stjórnmálamenn í Nato- ríkjum telja nú vænlegast að flagga með rót- tæk loforð fyrir kosningar sbr. Pompidou í Frakklandi og Moskvugælur hans og Nixon skreytti sig með friðarvilja, þó hitt Janusar- andlit háns, ásýnd hernaðar- og stóriðjusam- steypnanna, hafi sýnt hið „kristilega” innræti á nýliðinni jólahátíð. Segja má, að sú realpolitik, sem ríki Vest- ur-Evrópu hafa farið inn á á síðustu 2—3 árum, knúin af breyttum valdahlutföllum í heimsmálum, hafi haft mjög jákvæð áhrif til að draga úr spennu í Evrópu. Loks eygja menn vonir um lausn Þýzkalandsmálsins og líkur til að hernaðarbandalögin leitist við, eftir diplomatiskum leiðum að draga úr víg- búnaði. Þessi þróun ýtir jafnframt undir þá von að ríki Austur-Evrópu feti inn á frjáls lyndari stjórnhætti og afnemi hið ómannlega skriffinnskuvald. Hvað þessi atriði snertir beinast augu manna í álfunni sérstaklega að öryggis- og samvinnuráðstefnu Evrópu. I tengslum við það er nauðsynlegt að hugleiða lítillega stöðu okkar eigin þjóðar og læt ég þar nægja að varpa fram þeim spurningum: hvort ekki sé orðið tímabært fyrir Islendinga að hefja raun- særri utanríkisstefnu, gerast sjálfstæðari aðil- ar og hafa jafnframt samstöðu með þeim þjóðum, er í raun eru bandamenn okkar m.a. í landhelgismálinu, þ. e. það afl sem nú er sterkast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna — þriðji heimurinn. Þá ættu þeir sem móta það sem kallað er sjálfstæð utanríkisstefna að hugleiða, hvort ekki sé eðlilegt að Island beiti sér á öryggisráðstefnunni fyrir sigri þeirrar stefnu, er krefst upplausnar hernaðarbanda- laga og brottflutnings erlendra herja úr sjálf- stæðum þjóðríkjum. Að lokum þetta: Þróunin í Evrópu sýnir okkur, að Vestur-Evrópa hefur glatað því for- ræði í heimsmálum sem hún áður hafði. Hún reyndi að endurreisa forræðið með aðstoð Bandaríkjanna, en þróun heimsmálanna eink- um í þriðja heiminum og nú síðast í Vietnam sýnir okkur að Bandaríkin geta ekki lengur aðstoðað við varðveizlu upprunalegs forræð- is, þau eru að einangrast og sú „realpolitik” sem nú kemur fram í Evrópu sýnir fyrst og fremst viðurkenninguna á þeirri staðreynd að upprunalegt forræði verður ekki endur- reist og að þessi hluti álfunnar verði að sætta sig við þann sess sem Vestur-Evrópu hefur verið fenginn. 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.