Réttur


Réttur - 01.04.1973, Síða 38

Réttur - 01.04.1973, Síða 38
„Fasteignir og náttúruauðæfi hér á landi skulu islendingar einir eiga, eða stofnanir, sem íslend- ingar eiga einir. Sendiráð erlendra rikja mega þó eiga hér húseignir samkvæmt alþjóðavenjum, sem um það gilda. Alþjóðlegar stofnanir, sem island er aðili að, mega og eiga fasteignir til menningar- og heilbrigðisstarfsemi. Þó þarf lög um það hverju sinni. Engir nema (slendingar mega taka á leigu at- vinnutæki eða islenzk náttúruauðæfi. Undanþegin þessu ákvæði eru þó flutningaskip og flugvélar. Að því er snertir erlenda menn búsetta hérlendis, skal mæla fyrir um þessi atriði með lögum. Enginn útlendingur getur fengið ríkisborgararétt nema með lögum. Það er vissulega margt fleira, sem breyta þyrfti í stjórnarskrá vorri. Ákvæði um þjóðaratkvæða- greiðslu um einstök veigamikil mál eru orðin brýn, þegar það sýnir sig að forsetar lýðveldisins kyn- oka sér mjög við að beita því valdi, er þeim var veitt í lýðveldisstjórnarskránni í þvi skyni. En ætla má að um slíkt yrðu mjög skiptar skoðanir og svo er um fleiri mál, sem ættu heima í nýrri stjórnar- skrá. Mun verða nógu erfitt að fá víðtæka sam- stöðu um sum þeirra mála, er nú hafa verið nefnd, þótt eigi sé fitjað upp á fleirum. Höfuðatriðið er að alþýða manna og samtök hennar fylki sér svo fast um að festa mannrétt- indi þau, sem hún hefur áunnið sér í harðri bar- áttu í 80 ár, í stjórnarskránni að undan verði látið og knýi um leið fram ný. En jafnhliða geri hún allt, sem í hennar valdi stendur til þess að fá fram þau önnur ákvæði einkum um sameignarrétt þjóðarinn- ar, sem hér eru nefnd, og eru nauðsynlegur grund- völlur alls framtiðarefnahags Islendinga og þarmeð velferðar og sjálfstæðis þjóðarinnar. 102

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.