Réttur


Réttur - 01.04.1973, Síða 39

Réttur - 01.04.1973, Síða 39
125 AR KOMMÚNISTAÁVARPIÐ I. I ár eru liðin 125 ár síðan Kommúnista- ávarpið birtist í fyrsta sinn. „Bandalag hinna réttlátu'' hafði á þingi sínu í júní 1847 breytt nafninu í „Kommúnistabandalagið’' og á öðru þingi þess bandalags 29- nóv. — 8. des. 1847 í Lundúnum hafði þeim Marx og Engels verið falið að rita ávarp í nafni banda- lagsins eftir að stefna þeirra hafði sigrað þar. Þeir skrifa ávarpið á mánuðunum des. 1847 og janúar 1848, senda handritið til Lundúna og þar er það prentað í lítilli prent- ímiðju í Liverpoolstræti 46. Það fór ekki mikið fyrir því: 23 síður að stærð og eintakafjöldinn 500. Það kom út í febrúar, nokkrum dögum fyrir febrúarbylt- inguna og var sent hinum ýmsu deildum bandalagsins. Marx hafði verið fulltrúi deild- arinnar í Briissel og Engels deildarinnar í París á öðru þingi bandalagsins. En hin afburðasnjalla skilgreining þess á uppkomu, þróun og ferli auðvaldsskipulags- ins og reisnin í þessu ávarpi Kommúnista- flokksins til verkalýðs og öreiga allra landa tendraði þann eld í brjóstum allra kúgaðra um víða veröld, sem gerbreytti hugarfari þeirra, lét þá skilja mátt samtakanna og fyll- ast sjálfstrausti og eldmóði við sannfæring- una um það hlutverk, er verkalýðsins biði. A 125 árum hefur sósíalisminn eins og þeir Marx og Engels mótuðu hann orðið útbreidd- alsta stefna, sem mannkynssagan þekkir. Og nú er sósíalisminn í sínum ýmsu myndum sem hreyfing og vald orðið mátmgast afl á jarðríki við hlið auðvaldsins sjálfs. En Kommúnistaávarpið hefur komið út á þessum 125 árum í miljónum eintaka og verið þýtt á flest tungumál heims. Og tala skipulagðra meðlima í kommúnistaflokkum heims og öðrum róttækum marxistiskum sámtökum hefur vaxið úr þeim fáu hundruð- um, sem í þeim voru 1948, úr þeim 80.000 sem fylgdu byltingarflokki 1917 en 400.000 árið 1919 og voru orðnir 4.200.000 1939 upp í meir en 50 miljónir á árinu 1972. 103

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.