Réttur


Réttur - 01.04.1973, Page 40

Réttur - 01.04.1973, Page 40
II. Það eru nú 50 ár siðan Komúnistaávarpið var fyrst þýtt á íslenzku. Það gerðist niðri í Berlín árið 1923 og þýðendurnir voru tveir ungir stúdentar, Stefán Pétursson og Einar Olgeirsson. Það var þróttur í þeirri þýðingu og áróðurskráftur, en skorti nákvæmni. I for- mála þýðendanna var sérstaklega minnzt þess að þá ætti Kommúnistaávarpið þriggja aldar- fjórðunga afmæli og þegar væri búið að „kollvarpa auðvaldinu í stærsta landi Norð- urálfunnar." Það var ekki Alþýðuflokkurinn í Reykja- vík, sem gaf út þetta rit. Hann hafði þó enn 194 ekki gefið út eitt einasta rit eftir þá Marx eða Engels. Það var Jafnaðarmannafélagið á Akureyri, sem stofnað var sumarið 1924, er réðst strax í útgáfu þess. Og það með stórhug. Ávarpið var gefið út í 5000 eintökum. Voru 1000 prentuð á góðan pappír, en 4000 á venjulegan blaðapappír. Áskrifendum var safnað fyrirfram og fengu þeir tvö eintök fyrir eina krónu, eitt á betri pappírnum til að eiga og annað á blaðapappírnum til að gefa og útbreiða stefnuna! Viðtökurnar, sem íslenzka Kommúnista- ávarpið fékk, voru góðar. Stutt frásögn og vinsamleg um útkomu þess birtist í „Verkamanninum" á Akureyri 7. okt. 1924. En í Alþýðublaðinu 19- nóv. 1924, birtist ágæt grein, löng og ýtarleg um útkomu „Avarpsinis" rituð af Héðni Valdimarssyni mjög vinsamleg og um leið táknræn fyrir af- afstöðuna í Alþýðuflokknum þá. Þar segir Héðinn meðal annars eftirfarandi: „Um 1848 nefndu jafnaðarmenn sig „kommúnista" til aðgreiningar frá ýmsum nú útdauðum stjórnmálaflokkum, sem töldu sig hlynta jafnaðarstefnu, en „afneituðu hennar krafti". Og síðar í greininni: „Kommúnistaávarp" þeirra Marx og Eng- els hefir því sitt fulla gildi fyrir jafnaðar- mannaflokkana, hvoru nafni sem þeir nefn- ast, og er talin fyrsta fræðilega undirstaða þeirra. Hefði nú mátt nefna það „ávarp jafn- aðarmanna". Flestallir jafnaðarmenn og verkamenn hafa á því byggt lífsskoðun sína og stefnu. ..." „Sérhver jafnaðarmaður mun kynna sér það vandlega spjaldanna á milli. Jafnaðar- mannafélagið á miklar þakkir skildar fyrir útgáfuna," J

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.