Réttur


Réttur - 01.04.1973, Qupperneq 50

Réttur - 01.04.1973, Qupperneq 50
Og ef djöfull byltingarinnar hefur einhverntima náð i hnakkadrambið á nokkrum manni, þá er það á Nikulási öðrurn." Áður hafði Engels, i bréfi sínu til Veru Sassu- litsch 23. apríl 1895, lýst jafnvel af hreinni spá- dómsgáfu hvernig byltingin i Rússlandi myndi þró- ast: „Aðalatriðið er að mínu áliti, að fyrsta sporið sé stigið i Rússlandi, að byltingin byrji. Hvort það er hinn eða þessi hópurinn, sem gefur merkið, hvort þetta gerist undir hinum eða þessum fána, það er mér sama um. Þó það væri bara „hallar- bylting" — þá hyrfi hún fyrir straumnum næsta dag. Þar, sem ástandið er orðið svona þrungið óvissu, — þar sem byltingaröflin hafa hrannazt upp, — þar, sem efnahagsaðstæður yfirgnæfandi hluta fólksins verða æ ómögulegri með hverjum degi — þar sem öll þróunarstig þjóðfélagsins frá stigi frumsameignarinnar til nútíma stóriðju og fjár- málavalds eru til, — og þar sem öllum þessum andstæðum er haldið saman með dæmalausri harð- stjórn, harðstjórn, sem verður æ meir óþolandi fyrir æsku, sem sameinar hjá sér vit og metnað þjóðarinnar,* — ef 1789 byrjar á slíkum stað, þá er ekki langt að biða eftir 1793“.** Það er því Ijóst að þeir Marx og Engels ein- skorðuðu sig ekki við það á efri árum að byltingin hlyti að hefjast í háþróuðum iðnaðarlöndum Vestur- og Mið-Evrópu og að Engels setti eftir dauða Marx æ meiri vonir á þann möguleika að ísinn brysti fyrst þar eystra. En hugarflug brautryðjendanna miklu var ekki bundið við þennan möguleika einan af þeim tveim, sem síðan hafa umskapað heimsmynd okkar aldar: Þeir gátu einnig hugsað sér kínverska byltingu sósíalismans samfara þeirri, er yrði i Evrópu. I „Neue Rheinische Zeitung, Politisch-ökonom- * Ónákvæm þýðing: Á þýzkunni stendur (en þar þýtt úr frönsku, en á því máli er bréfið skrifað): „die in sich die nationale Intelligenz und Wúrde vereint." ** 1789 upphafsár frönsku byltingarinnar, 1793: róttækasta byltingarárið. 114 Friedrich Engels. ische Revue“ rita þeir Marx og Engels sameigin- lega yfirlit (Revu) og í janúar/febrúar heftinu 1850 rita þeir m.a. um Kína, umbyltingu þá, sem innrás stóriðjuvaranna brezku veldur, og hjal trúboða eins, sem leizt ekkert á er hann kom til Evrópu eftir 20 ára dvöl i Kina að heyra þar talað um sósial- ismann, sem hann kvað „skrilinn í Kína" líka vera að boða. Og svo draga þeir félagarnir Marx og Engels upp eftirfarandi mynd: „Þegar okkar evrópsku afturhaldsmenn koma loks að kinverska múrnum á yfirvofandi flótta þeirra gegnum Asiu, —að þvi hliði, sem opnast ætti inn í hinsta vigi erkiafturhalds og — ihalds, A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.