Réttur


Réttur - 01.04.1973, Page 53

Réttur - 01.04.1973, Page 53
Cromwell vekur enn hatur hvarvetna á írlandi. „Með hlutdeild I yfirdrotnuninni yfir Irlandi varpaði Cromwell enska lýðveldinu út um gluggann", skrif- aði Karl Marx i „Ireland and the Irish Question". Ofaná kynþáttahatur bættu fylgismenn Crom- wells trúarofstæki. Gefin var út fyrirskipun um, að eftirlifandi irskir kaþólikar (þeir héldu fast við arfgeng trúarbrögð) yrðu reknir til hrjóstrugustu landshlutanna i hinum fjórum gömlu héruðum. Hin þrjú (Ulster, Munster og Leisner) voru gefin her- mönnum Cromwells og brezkum bændainnflytj- endum. En þessi „endanlega lausn" á „írska vanda- málinu" dugði ekki. Ibúarnir flúðu til fjalla, mynd- uðu skæruliðasveitir og ógnuðu innflytjendunum. Siðar giftust margir innflytjenda irskum konum og það var haft á orði, að „mörg af börnum hermanna Olivers á Irlandi gætu ekki talað stakt orð á ensku". I trássi við ensk lög sóttu íbúarnir aftur til þeirra héraða sem þeir voru reknir frá, að vísu fullir von- brigða og ofsóttir, en samt i eigin landi; jafnvel til Ulster, þar sem enskir og skozkir mótmælendur höfðu lagt undir sig frjósömustu býlin, komu kaþólskir og settust að á harðbýlli jörðum, hvað sem lögum leið. Á Irlandi hefur verið æfinga- og tilraunastöð brezkrar nýlendu- og heimsvaldastefnu. Ýmsar að- ferðir síðar notaðar með góðum árangri í Afriku eiga þar upptök sin. Eins og þeir deildu og öttu saman múhameðsmönnum og Hindúum í Indlandi og tryggðu um leið eigin yfirdrottnun þannig höfðu þeir með áberandi árangri att saman kaþólskum og mótmælendum á Irlandi; veitt mótmælendum forréttindi, einokun á efnahagslegum tækifærum og stjórnarfarsleg forréttindi sem tryggðu það, að þeir styddu Breta og þeirra yfirráð, hversu óheilla- vænlegt sem það var fyrir Irland. Og þessi minni- hlutahópur varði forréttindi sín af engu minni ákafa en Verwoerd eða Vorster sinn guðdómlega grund- vallarrétt. Það hafa verið undantekningar frá því að allir irskir mótmælendur styddu eða samsömuðu sig brezkri yfirstjórn og hagsmunum, svo sem Dean Swift er tók málstað irsku þjóðarinnar, Wolfe Tone o.fl.; og þeir tímar hafa verið í sögunni að mót- mælendaverkamenn á Norðurírlandi hafa skilið, að þeir áttu samstöðu með kaþólskum verkamönnum gegn brezkri yfirdrottnun og höguðu sér samkvæmt því. Því miður verður þetta varla sagt um nútím- ann, með örfáum undantekningum þó. ÍRLAND OG MARXISMINN Þessi kafli ritgerðarinnar fjallar um rannsóknir þeirra Marx og Engels og skilgreiningar á sögu Irlands og írska vandamálinu frá sjónarmiði vis- indalegs sósíalisma. Þeir áttu þá báðir heima á Englandi og störfuðu þar, voru öllum þessum mál- um nákunnugir, fylgdust með og voru á ýmsan hátt tengdir hinni nýju írsku uppreisnarhreyfingu, Fenian hreyfingunni, og Engels varði miklum tíma í undirbúning rits um sögu Irlands, sem hann þó aldrei lauk við vegna truflana frá aðvífandi kreppu innan alþjóðahreyfingar kommúnista. Þeir Marx og Engels lögðu einnig málstað irsku þjóðfrelsishreyf- ingarinnar lið innan alþjóðahreyfingarinnar og voru óþreytandi málsvarar hennar, enda þótt þeir fengju lítinn hljómgrunn hjá brezkum verkalýð. Enskir verkamenn litu á þá írsku sem keppinauta og hötuðu þá; þeir hugsuðu eingöngu um eigin afkomu og fannst þeir vera hluti herraþjóðarinnar og gerðust handbendi brezkrar borgarastéttar og auðvalds gegn Irlandi. Verður þetta efni ritgerðar- innar ekki rakið frekar hér þó fróðlegt sé. Skoðanir sinar og ályktanir byggðu þeir Marx og Engels ekki aðeins á fræðilegum skilgreiningum á efnahagssögu Irlands, heldur einnig á reynslu og þrautseigju, ósigrandi vilja og fórnfýsi Iranna í þjóðfrelsisbaráttunni gegnum aldaraðir. Þeir hentu á lofti þjóðsöguna um tvö hundruð þúsund manna herinn sem átti að fylgjast með „lýðskrumaranum" Daniel O'Connell á ferðum hans um landið, og Engels sagði: Látið mig fá tvö hundruð þúsund Ira og ég skal steypa öllu brezka konungsveldinu af stólil Rannsóknir Marx og kynni af írsku þjóðfrelsis- þaráttunni urðu til þess að hann endurmat vissa þætti um baráttu verkalýðsins i ritum sinum, eða eins og Lenín benti á; „I fyrstu hélt Marx, að írska þjóðarhreyfingin mundi ekki frelsa landið frá undirokun, það yrði hlutverk verkalýðsstéttar þess ríkis sem kúgaði þá. . . . En enskur verkalýður lét glepjast undir áhrif frjálslyndra og með því að taka upp stefnu frjálslyndra i verkalýðsmálum sviftu þeir sjálfa sig allri forustu. Borgaraleg frels- ishreyfing Irlands varð æ öflugri og tók á sig bylt- ingaryfirbragð. Marx endurskoðaði sjónarmið sitt og leiðrétti: Hvilík óhamingja þjóðar að hafa kúgað aðra þjóð. Ensk verkalýðsstétt verður ekki frjáls fyrr en Irland hefur verið frelsað frá enskri undir- okun." 117

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.