Réttur


Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 59

Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 59
komin upp i 2.767 miljarða dollara, hafði aukizt um 216%. (Úr skýrslu frá utanrikisráðuneyti Bandaríkjanna). Á sviði vöruútflutnings á árinu 1950 voru Banda- rikin sterkust allra rikja, með 18% af heildarút- flutningnum i heiminum. Á árinu 1972 var hlutur þeirra kominn niður i 13%, fluttu þá út fyrir 47 miljarða dollara. Sama ár nam útflutningur Vestur- Þýzkalands 44 miljörðum dollara. (Tölurnar eru úr skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins). Þær tölur, sem nú hafa verið raktar, tala sinu máli. Þær sýna að Bandarikin eru ekki svo einráð sem áður fyrr, heldur eiga þau við ramman reip að draga í viðskiptum sínum við umheiminn. Ekki eingöngu vegna þess að framleiðslugeta og framleiðni ríkjanna hefur aukizt svo mjög, held- ur einnig vegna þess að mynduð hafa verið við- skiptabandalög. Efnahagsbandalag Evrópu var stofnað árið 1956 og í því eru nú 9 ríki, m.a. öll helztu iðnaðarríki í Vestur-Evrópu. Á þetta bandalag má líta sem eina heild, viðskiptalega séð. Um árabil hafa Efnahagsbandalagið og Japan verið voldugustu keppinautar Bandaríkjanna á við- skiptasviðinu. Eins og áður segir voru Bandaríkin því nær ein- ráð í hinum kapitalistíska heimi þegar styrjöldinni lauk. Ekki eingöngu vegna þess, að framleiðslugeta þeirra og framleiðni var á svo háu stigi heldur og vegna stöðu dollarans í heimsviðskiptum. Sem kunnugt er er það gróðasjónarmiðið, sem skiptir mestu máli i hinu kapítalistiska hagkerfi. Bandaríkin hagnýttu því til hins ýtrasta þá sterku aðstöðu, sem þau höfðu. Þau tóku að sér að vernda hinn s.k. ..frjálsa heim", gerðust lögregla heimsins, eins og The Economist i London sagði á sínum tima. Bandarikin komu sér upp herstöðvum í fjöl- mörgum rikjum, steyptu af stóli lögmætum rík- isstjórnum og settu nýjar sér hliðhollari til valda. Þau háðu styrjaldir svo sem hina illræmdu styrjöld I Viet-Nam. Jafnframt þessum aðgerðum notuðu bandariskir auðhringar óhemju fjárfúlgur til fjárfestingar í öðrum löndum, lögðu þannig hreinlega undir sig þýðingarmiklar iðngreinar erlendis. Erlend háðmynd af dollarakreppunni. Það var ekki alveg út i bláinn þegar franski rit- höfundurinn og stjórnmálamaðurinn J. J. Servan- Schreiber hóf bók sína „The American Challenge" sem út kom árið 1968, með þessum orðum: „Það eru miklar líkur á þvi að að 15 árum liðnum verði Bandarikin og Sovétríkin voldugustu iðnaðarveldin í heiminum og að þriðja í röðinni verði ekki Evrópa, heldur bandaríska iðnaðarveldið í Evrópu". Talið er að bein fjárfesting Bandaríkjanna í öðr- um löndum hafi aukizt úr 11 miljörðum dollara á árinu 1949 í 86 miljarða dollara 1971. (The Banker — marz 1973). Nú er talið að þessar fjárfestingar séu komnar í 116 miljarða dollara (Newsweek, 14. mai 1973). Loks fluttu Bandarikin mikið fjármagn úr landi með því að veita öðrum ríkjum lán og með svo- kallaðri aðstoð, t.d. Marshallaðstoðinni. M. ö. o. Bandarikin færðu sér í nyt þau sérrétt- indi, sem þau öðluðust með samkomulaginu í Bretton Woods. Þau gáfu út feikn af dollaraseðlum og breyttu þeim i heimsgjaldeyri. Bandarikin fluttu út dollara, sbr. greiðsluhalla þeirra, sem síðar verður að vikið. Tókst þeim þannig að fjármagna fjárfestingar og styrjaldir i öðrum löndum, jafnframt þvi sem þau juku og styrktu stjórnmálaleg áhrif sín i heiminum. Dll þessi afskipti Bandaríkjanna i öðrum löndum 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.