Réttur


Réttur - 01.04.1973, Page 73

Réttur - 01.04.1973, Page 73
mælaályktanir frá verkalýðssamtökum og flokksfélögum. 21. marz: Birt er fyrsta niðurstaða úttekt- ar sem tryggingaráðherra, Magnús Kjartans- son, hefur látið gera á Tryggingastofnun rík- isins. I Þjóðviljanum þennan dag og þá næstu eru birtar niðurstöður úttektarinnar sem eru hróplegt dæmi um ástandið í Trygginga- stofnuninni — þar sem ráðdeildarskortur og hreinræktuð spilling virðist hafa átt sér stað um margra ára skeið. 21. maz: Nú hefur kjaradeila togarayfir- manna staðið svo lengi að ekki verður lengur beðið eftir að samkomulag náist. Enda er hér í raun og veru um verkbann en ekki verk- fall að ræða. Utgerðarmenn höfðu gert á- kveðið tilboð á fyrri stigum deilunnar. Sjó- menn töldu sér það ekki nægja og gerðu annað tilboð. Ríkissjóður bauðst til að brúa bilið og borga mismuninn. Samt neituðu „togaraeigendur” að semja! Þá var að sjálf- sögðu ekki um annað að gera en að grípa í taumana — og var lokatilboð sjómanna lög- bundið. „Togaraeigendur" ætluðu fyrst — þrátt fyrir lögin — að þrjóskast við en þeir snautuðu smám saman til þess að gera skipin út. Togaraverkfallið í vetur varð almenn- ingi öllum glögg heimild um það hversu fráleitt er núverandi eignarhaldsform á tog- urunum. „Togaraeigendur" eiga örfá og jafn- vel innan við 1% í hverjum nýjum togara, en þessir menn fá samt að binda skipin við bryggjur mánuðum saman af einu saman pólitísku ofstæki. 24. marz: Nú eru tveir mánuðir liðnir frá því að gjósa tók í Eyjum og í nótt fóru 50 hús undir hraun. Ekki verður unnt í þetta skipti í innlendri viðsjá að gera upp Vest- mannaeyjamálin. Vonandi hafa línur skýrzt betur þegar næsta hefti Réttar kemur út. 24. marz: Það kemur fram í viðtali við Magnús Kjartansson í Þjóðviljanum, að við- reisnin kastaði 240 milj. kr. á glæ með láðs- mennsku sinni í Laxármálinu, er hún lét eyða fé til undirbúnings framkvæmda sem aldrei var lagaheimild fyrir. 26. marz Nokkrar húsmæður í Reykjavík hafa bundizt samtökum um að mótmæla vöruverði. Hávaðasamastar í þeim hópi eru að vísu nokkrar íhaldsfrúr í borginni — en hér er samt um að ræða vísi að nýrri athygl- isverðri hreyfingu. En í fyrstu er hún mjög einhliða og beinist nú aðeins að landbúnað- arvörum. Þetta sárnar bændakonum austan- fjalls og þær fjölmenna á þingpallana og segja að það væri nær að hætta að kaupa brezkar og vestur-þýzkar vörur en landbún- aðarvörurnar íslenzku. Mótmæli sunnlenzku kvennanna vekja mikla og verðskuldaða at- hygli. 28. marz: Það kemur fram í fjölmiðlum að gífurlegur skortur er á fólki til vinnu við vetrarvertíðina. Er talið að aðeins í vertíðar- vinnu vanti yfir 1000 manns. Þá er vitað að verulegur skortur er á fólki víða annars stað- ar — menn beri þetta saman við viðreisnar- atvinnuleysið. 28. marz: Vélbáturinn Elías Steinsson, VE, strandar við Suðurland og brotnar illa. Elías er 16. báturinn sem eyðilegggst á þessari ver- arvertíð. Margir menn hafa farizt í þessum skipssköðum. 30. marz: Fyrsta eining hreinsitækja sett upp í álverinu í Straumsvík. Forráðamenn álversins beygðu sig fyrir þeim reglum sem núorðið — frá í fyrra — gilda um hreinsi- tæki í íslenzkum fyrirtækjum. 30. marz: Vinstri sigur í Háskólanum. Kosið var í háskólaráð, tveir menn. Fram- bjóðeridur vinstri manna fengu 722 — 727 atkvæði en hægri mennirnir 533 — 580 at- kvæði. 3. apríl: Ofbeldisverk Bretanna og Vestur- Þjóðverja eru í fullum gangi. I dag ráðast 137

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.