Réttur


Réttur - 01.04.1973, Síða 77

Réttur - 01.04.1973, Síða 77
Stolt íslands ætti að vera vopnleysið, styrkur þess hlutleysið og friðlýst land. Á hálfrar aldar afmæli 1. maí í Reykjavík, gerir alþýðan kröfur til framtíðarinnar. And- spænis mengun og tæknivæðingu iðnaðar- þjóðfélagsins reisir hún kröfuna um, að mað- urinn sé settur í öndvegi. I lífsgæðakapp- hlaupi neyzlusamfélagsins má mannleg ham- ingja ekki gleymast. Einsýni og meðal- mennsku fjölmiðlunar verður verkalýðsstétt- in að mæta með menntunarsókn — stytting vinnudagsins að verða til þess að upplýst al- þýða taki völdin. Gegndarlaus sóun verð- mæta, vígbúnaður og mengun hafa sannað okkur, að aukinn hagvöxmr færir hinum vinnandi manni ekki meiri hamingju. Hið stöðugt breikkandi bil milli ríkra og snauðra sýnir, að hin vinnandi stétt verður að reisa hærra hugsjón verkalýðsins um alþjóðlega samhjálp. Þann 1. maí leggur reykvísk al- þýða áherzlu á jöfnuð, mannúð og manngildi. Hún minnir á þá skyldu vinnandi manns að afmá félagslegt misrétti og andlegá niðurlæg- ingu. Hið félagslega viðfangsefni framundan er að reisa manninn í öndvegi — að skapa það þjóðfélag, þar sem auður og völd lúta hinum vinnandi manni." í 1. maí nefnd Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík Gu8m. J. GuÖmundsson, Helga Guðmundsdóttir, Helgi Arnlaugsson, Rúnar Bachman, Jón Helgason, Grétar Þorsteinsson, Guðmundur Hallvarðsson. ý Fjöldafundurinn 1. maí i Reykjavik. INNRÁS NATO-HERSKIPA Laugardaginn 19- maí réðust þrjú brezk NATO-herskip inn í íslenzku landhelgina. Auk þeirra gættu fimm brezk „hjálparskip" 15 veiðiþjófa — m.ö.o. 8 herskip um 15 togara. Hann er dýr hver ugginn sem veið- ist. Almenn mótmælaalda reis um land allt og framkvæmdastjórn og þingflokkur Al- þýðubandalagsins urðu fyrst pólitískra aðila til þess að samþykkja mótmæli. Ályktun framkvæmdastjórnar og þingflokks Alþýðu- bandalagsins fer hér á eftir: Framkvæmdastjórn og þingflokkur Al- þýðubandalagsins kom saman til fundar 21. maí. Þar var gerð eftirfarandi ályktun í til- efni af innrás Breta í íslenzku landhelgina: „Innrás brezka flotans í íslenzka landhelgi s.l. laugardag er skýlaus hernaðarárás á ís- lenzku þjóðina. Hernaðarofbeldi er nú beitt gegn sjálfsákvörðunarrétti smáþjóðar. Al- þýðubandalagið telur að Islendingar verði að bregðast við þessum ofbeldisverknaði með öllum tiltækum ráðum og leggur því áherzlu á eftirfarandi: 1. Hernaðarárás Breta inn á íslenzkt lög- sagnarsvæði verði kært fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 2. Bretum verði tilkynnt að samningstilboð íslenzkra stjórnarvalda í landhelgismálinu standi þeim ekki lengur til boða. 3. Slitið verði stjórnmálasambandi við Breta. 4. Alþýðubandalagið bendir jafnframt á að árás Breta er árás voldugs Atlanzhafs- bandalagsríkis á minnstu bandalagsþjóð- ina og framkvæmd eftir að öðrum banda- lagsþjóðum hafi verið tilkynnt um yfir- vofandi innrás. Engin ríkisstjórn „banda- 141

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.