Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 42. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Sameiginleg forsjá meginregla Hvað segja fagaðilar um nýja tillögu forsjárnefndar? | 10—11 Tímaritið og Atvinna í dag Tímaritið | Hjartabörnin í kassanum  Þegar böndin bresta  Nýja skikkjan skólameistarans  Út úr strætónum, hryðjuverkamaður! Atvinna | Finndu rétta yfirmanninn  Allir stóriðjukostir framkvæmanlegir 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 MÍKHAÍL Gorbatsjov, fyrrver- andi aðalritari sovéska Kommún- istaflokksins og leiðtogi Sovétríkj- anna, er væntanlegur til Íslands í haust. Tilgangur ferðar hans er að minnast þess að 11. október eru 20 ár síðan leiðtogafundur hans og Ronalds heitins Reagans Banda- ríkjaforseta var haldinn í Höfða. Gorbatsjov mun flytja hátíðarfyr- irlestur í Háskólabíói þriðjudaginn 10. október. Það er Einar Bárðarson tón- leikahaldari sem stendur fyrir komu þessa sögufræga nóbels- verðlaunahafa og manns 9. áratug- arins að mati tímaritsins Time, sem jafnan er talinn hafa átt hvað stærstan þátt í falli járntjaldsins, hnignun kommúnismans og að kalda stríðið leið undir lok. „Koma Gorbatsjovs til landsins á þessu af- mælisári verður ekki bara stórvið- burður á íslenskan mælikvarða. Þetta verður viðburður sem mun örugglega fá athygli heimspress- unnar,“ segir Einar, en þess má geta að fyrirlestur Gorbatsjovs verður sá fyrsti í röð fyrirlestra sem Einar stendur fyrir undir merkjunum „Stefnumót við leið- toga“. Fleiri leiðtogar væntanlegir Fyrirlesturinn verður opinn öll- um og hefst miðasala á næstu vikum. Í fyrirlestrinum mun Gorb- atsjov ræða um stjórnun á 21. öld- inni, frið, sögulega þýðingu og minningar sínar frá leiðtogafund- inum í Höfða. „Þetta er liður í smáútvíkkun á starfseminni hjá mér,“ segir Einar og tekur fram að það hafi verið persónulegt áhugamál hjá sér í gegnum tíðina að fylgjast með eft- irtektarverðum leiðtogum. „Ég hafði sjálfur tækifæri til að fara á fyrirlestra sambærilega þessum meðan ég var í háskólanámi í Bandaríkjunum. Þar hafði ég tæki- færi á að hlýða m.a. á Colin Powell, Margaret Thatcher og Larry King,“ segir Einar. Spurður um val á fyrirlesurum segir Einar stefnt að því að fá jafnt stjórnmálaleiðtoga, leiðtoga á sviði viðskipta sem og afreksmenn í íþróttum til þess að halda fyrir- lestra hérlendis. Segir hann allt út- lit fyrir að haldnir verði tveir til þrír slíkir fyrirlestrar hérlendis á ári. Gorbatsjov kemur á 20 ára afmæli leiðtogafundarins Morgunblaðið/RAX Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, heilsar Ronald Reagan Bandaríkja- forseta fyrir utan Höfða 1986. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Heilsast við Höfða Róm. AFP. | Heilbrigðismálaráðherra Ítal- íu, Francesco Storace, skýrði í gær frá því að tveir svanir, sem fundust dauðir á Sik- iley, hefðu drepist úr mannskæða afbrigð- inu af fuglaflensu, H5N1. Grunur léki á að afbrigðið hefði greinst víðar í landinu. Grikkir sögðu einnig að þar hefði hættu- lega afbrigðið greinst í dauðum svönum. H5N1-afbrigðið hefur ekki fyrr greinst í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Far- fuglarnir tveir á Ítalíu eru sagðir hafa komið frá Rússlandi. Vitað er að H5N1- afbrigðið hefur orðið alls um 90 manns að bana, aðallega í Austur-Asíu. Ljóst er að þeir sem hafa látist hafa allir neytt kjöts af sjúkum fuglum eða komist í nána snertingu við afurðir sýktra fugla. Af- brigðið smitast ekki milli manna. En Dav- id Nabarro, sem stjórnar viðbúnaði Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, vegna fuglaflensunnar sagði í gær að ekki þyrfti nú nema tvær stökkbreyt- ingar í veirunni til að hún gæti smitast milli manna. Fuglaflensa á Ítalíu FRÁ fornu fari hafa menn trúað því að vold- ugar landvættir búi í landinu. Í Heimskringlu Snorra Sturlusonar er sagt frá fjórum þeirra, dreka, gammi, griðungi og bergrisa, sem standa vörð um hvern landshluta fyrir sig. Er bergrisinn t.d. sagður bera höfuðið hærra en fjöllin öll. Engum sögum fer af því hvernig þessar yfirnáttúrulegu furðuverur komust hingað en svo virðist sem þær hafi verið til stað- ar í landinu áður en landnámsmenn settust hér að. Bergrisinn virðist nú halda til í Þjórsárósum ef marka má þá sýn sem blasti við ljósmyndara Morgunblaðsins á flugi yfir ósana. Máttur hans virðist enn mikill. Þótt hann hafi ekki járnstaf í hendi og jötna sér til hjálpar við að fæla óvel- komna frá, líkt og greint er frá í Heimskringlu, er hann býsna óárennilegur á að líta. Morgunblaðið/RAX Bergrisinn ber enn höfuðið hátt HUNDRUÐ þúsunda manna komu saman á útifundum í borgum Írans í gær til að minn- ast þess að 27 ár voru liðin frá íslömsku bylt- ingunni. Forseti Írans, Mahmoud Ahmad- inejad, sagði í ræðu á torgi í höfuðborginni Teheran að Íranar myndu bregðast harka- lega við ef samþykktar yrðu refsiaðgerðir gegn þeim í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna. Fram til þessa hefðu Íranar fylgt friðsamlegri stefnu í kjarnorkumálum og unnið með alþjóðlegum stofnunum í samræmi við samninginn gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna, NPT. „Ef við sjáum að þið viljið brjóta rétt írönsku þjóðarinnar með því að nota ákvæð- in [í NPT-samningnum] skuluð þið vita að íranska þjóðin mun endurskoða stefnu sína. Þið ættuð ekki að gera neitt sem leiða mun til slíkrar endurskoðunar,“ sagði Ahmad- inejad. Talið er að forsetinn hafi með hót- unum sínum átt við að Íranar myndu segja sig frá NTP-samningnum og yfirgefa Al- þjóðakjarnorkumálastofnunina, IAEA. Liðsmenn IAEA hafa safnað saman gögnum sem þeir telja benda til þess að Ír- anar stefni að smíði kjarnorkuvopna. Sjálfir segja Íranar að markmiðið með tilraunun- um sé aðeins að framleiða raforku. Fordæmdi Múhameðs-teikningar Ahmadinejad notaði einnig tækifærið til að fordæma birtingu á skopteikningum af Múhameð spámanni í vestrænum fjölmiðl- um. Sagði hann fjölmiðlana vera „gísla“ Ísr- aela og ítrekaði um leið þá skoðun sína að frásagnir af helförinni, fjöldamorðum nas- ista á gyðingum, væru uppspuni. Hin raun- verulega helför væri núna og fórnarlömbin Palestínumenn og Írakar. Vara við að „brjóta rétt á Írönum“ Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Mahmoud Ahmadinejad ♦♦♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.