Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 4
VEÐUR á borð við það sem gerði á Flateyri sl. föstudag kallast Grundarendaveður. Að sögn Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings, geta skilyrði slíks aftakaveðurs skapast þeg- ar krappar suðvestanlægðir fara norður með vesturlandinu. „Þetta veður náði hámarki beint úti af Vestfjörðum og lá þá suðvestanáttin þvert á firð- ina. Um er að ræða mjög hvass- an vind sem fer þvert á fjöllin, m.a. handan Flateyrar, en fjöllin hafa þau áhrif að brjóta vindinn upp og magna hann á tilteknum stöðum, sem veldur því að vind- urinn verður byljóttur bæði hlé- megin fjalla sem og handan fjarðarins,“ segir Einar og bendir á að vindhviður á borð við þessar þekkist vel víða á Vestfjörðun, t.d. í Arnarfirði, Dýrafirði og Önundarfirði, þar sem Flateyri stendur. Spurður um aflið í mestu vindhviðunum segir Einar ekki ólíklegt að það hafi verið tals- vert meira en mælir Veðurstof- unnar hafi náð að greina, því af- ar ólíklegt sé að versta hviðan lendi akkúrat á mælinum sjálf- um. Nefnir hann til saman- burðar að fyrir tveimur árum hafi orðið talsvert tjón í Freys- nesi austur í Öræfasveit í öfl- ugri austanátt, þar sem ójafn vindur hafi komið í hviðum af Öræfajökli. „Þá mældust í Skaftafelli, sem er í talsverðri fjarlægð, yfir 50 m/s í hvið- unum,“ segir Einar. Fjöllin brjóta upp og magna vindinn 4 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Verndari Vildarbarna er Vigdís Finnbogadóttir. Landsbanki Íslands sér um fjárhald sjóðsins. irUmsókn um ferðastyrki Styrkir verða í þetta skipti veittir til barna á aldrinum 6-16 ára. Umsóknarfrestur er til 1. mars 2006. Úthlutað verður úr sjóðnum 20. apríl 2006. Alva Lena og systir hennar í Florida. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á www.vildarborn.is LJÓST er að skemmdirnar á Flat- eyri í kjölfar aftakaveðursins sem þar gerði sl. föstudagskvöld eru mun meiri en menn gerðu sér grein fyrir í næturhúminu. Í morgunsárið í gær- morgun voru meðlimir björgunar- sveitarinnar Sæbjargar á Flateyri mættir á svæðið, auk fulltrúa trygg- ingafélaganna sem flogið höfðu vest- ur fyrr um morguninn til að meta skemmdirnar í dagsbirtu. Einnig var umboðsmaður Viðlagatryggingar á Ísafirði mættur til Flateyrar til að meta aðstæður, en ýmsir velta eðli- lega fyrir sér hvort veðurofsinn hafi verið það mikill að hann teljist til náttúruhamfara og að til kasta Við- lagatryggingar komi. „Það er ótrúlegt að sjá þetta svæði í dagsbirtu og menn gera sér mun betri grein fyrir skemmdunum, sem sáust hreinlega ekki í svartamyrkr- inu í gærkvöldi [föstudagskvöld],“ segir Halldór Sveinbjörnsson, fréttaritari Morgunblaðsins, og tek- ur fram að hreint magnað sé að sjá hvaða leið þakið af trésmíðaverk- stæðinu við Túngötu fór í veður- hamnum. Planki fór einn og hálfan metra inn í húsið „Þakið fer á milli húsa, rétt snertir eitt hús og lendir ofan á þaki á húsi sem er í um 150 metra fjarlægð frá verkstæðinu. Síðan dettur það fram af því húsi og ofan á nýjan Explorer- jeppa. Heldur síðan áfram og tekur stór tré auk þess að fella girðingar og einn ljósastaur. Einn stór biti eða planki af þakinu endar loks á bóla- kafi inni í húsi þar sem hann fer a.m.k. 1,5 metra inn í gegnum vegg- inn og endar á klósettinu í húsinu þar sem plankinn tekur í sundur all- ar vatnsleiðslur þannig að þar er allt á floti og bramlað og brotið. Það er í raun bara stórfurðulegt að enginn skuli hafa orðið fyrir þessu,“ segir Halldór og tekur fram að tekin hafi verið saman um 60–70 fiskikör sem farið hefðu á ferð um bæinn án þess að valda neinum tilfinnanlegum skemmdum. Líkt og fram kom í blaðinu í gær telja menn tjónið á Flateyri hlaupa á tugum milljóna króna. „Staðan er slæm. Þetta lítur illa út og við erum að tala um miklar skemmdir,“ sagði Ívar Kristjánsson, formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, þegar blaða- maður náði tali af honum um hádeg- isbilið í gær. Sagði hann brak á víð og dreif um eyrina á mun stærra svæði en talið var í fyrstu. Aðspurð- ur sagði Ívar hátt á annan tug björg- unarsveitarmanna að störfum í gær við hreinsunarstarf í bænum og var von á fleirum. „Hreinsunarstarfið er komið í fullan gang og reiknum við með að það klárist í kvöld, en þá verðum við búnir að fjarlægja allt lauslegt,“ segir Ívar. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofu Íslands mældust mestu hvið- urnar á Flateyri sl. föstudagskvöld 43,9 m/s, en veðurfræðingar sem blaðamaður ræddi við útiloka ekki að mestu hviðurnar hafi getað verið allt að 50–60 m/s, jafnvel þótt mælirinn hafi ekki numið það, enda vindurinn byljóttur. Segja þeir vindstrengi geta legið á ákveðnum takmörkuð- um svæðum sem skili sér því ekki inn á mæli Veðurstofunnar. Eftir því sem björgunarsveitarmenn á Flat- eyri segja, sem vanir eru að vera úti í veðri sem mælist 40 m/s, var veð- urofsinn miklum mun meiri í verstu hviðunum og héldu sumir því fram að þær hlytu að hafa verið um 60 m/s. Þrátt fyrir þessar miklu hviður var meðalvindur á svæðinu ekki nema 18–20 m/s samkvæmt mæling- um Veðurstofunnar. Töldu veður- fræðingar sem blaðamaður ræddi við að fjallabylgjur hefðu náð að steypa sér niður, magnast upp og valdið fyrrgreindum usla, en mikil ókyrrð var í loftinu yfir landinu sl. föstudag. Ótrúlegt að sjá svæðið í dagsbirtu Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Vindkrafturinn var svo mikill að þakbiti þaut léttilega í gegnum vegg á íbúðarhúsi. Bitinn lenti inni á baði og reif þar í sundur allar leiðslur. Brak úr trésmíðaverkstæðinu dreifðist víða um eyrina á Flateyri og olli talsverðum skemmdum bæði á bílum og húsum, auk þess að fella einn ljósa- staur. Biti úr þakinu lenti á bólakafi inni í íbúðarhúsi þar sem hann möl- braut klósettið og reif í sundur allar vatnslagnir. Auk þess fóru 60–70 fiski- kör á flug um bæinn í aftakaveðrinu, án þess þó að valda skemmdum. Þakið á verkstæðishúsinu flaug hundruð metra í aftakaveðrinu sem gekk yfir á Flateyri í fyrrakvöld Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.