Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 8

Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 8
8 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sýning í dag kl. 14:00 Aðeins þrjár sýningar eftir! Verður þetta heitasta pólitíska parið 2007? Danska heilbrigðis-stofnunin gaf útsvokallaða Hvít- bók í fyrra, en í henni eru m.a. birtar rannsóknir 16 danskra stofnana varð- andi skaðsemi óbeinna reykinga. Í niðurstöðum Hvítbókar segir að engum vafa sé undirorpið að óbeinar reykingar eru skaðvaldur. Vel sé sannað samband við lungna- krabba, orsakasamband við átta aðrar krabba- meinsgerðir og æða- og hjartasjúkdóma liggi fyrir og sýnt fram á beint samhengi við loft- vegs- og lungnasjúkdóma eins og t.d. astma. Þá eru óbeinar reyk- ingar sagðar hafa skaðvænleg áhrif á fóstur og geta orsakað fóst- urlát. Sigurður Kári Kristjánsson al- þingismaður hefur gagnrýnt frumvarp heilbrigðisráðherra um bann við reykingum á veitinga- stöðum. Eigendur þeirra eigi að ákveða sjálfir hvort banna eigi þar reykingar eða ekki og ef setja eigi hömlur við því að veitingamenn heimili reykingar á sínum stöðum væri nærtækara að framfylgja nú- gildandi lögum, áður en gripið er til jafn harðra aðgerða og frum- varpið felur í sér. Einnig gagnrýn- ir Sigurður Kári rökstuðning að baki frumvarpinu. „Í fylgiskjali með frumvarpinu eru ýmsar rang- færslur og í því ekki vikið að lík- lega viðamestu rannsókn sem gerð hefur verið á tengslum lungnakrabbameins og óbeinna reykinga, rannsókn sem gerð var á tíu ára tímabili í sjö Evrópulönd- um, af hálfu undirstofnunar Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunar,“ segir Sigurður Kári. „Niðurstað- an þar er sú að ekki séu tengsl á milli lungnakrabbameins og óbeinna reykinga. Af hverju í ósköpunum er ekki minnst á þá rannsókn þegar menn eru á annað borð að gefa sig út fyrir að vinna að þessu máli vísindalega? Þegar ríkisvaldinu er heimilað svo mikið inngrip í eignarétt, athafnafrelsi og umráðarétt yfir eigin fasteign- um, eins og þarna er gert og það réttlætt með vísindum, geri ég kröfu til þess að menn standi í báða fætur hvað það varðar, en sú er ekki raunin varðandi þetta frumvarp og greinargerðina því fylgjandi.“ Skaðsemi vel sönnuð „Sérstakar eru gagnrýnisradd- ir frá örfáum einstaklingum þess efnis að við séum að gera eitthvað sem aðrir hafa ekki gert og ganga lengra. Það er einfaldlega rangt,“ segir Pétur Heimisson, yfirlæknir hjá HSA og formaður tóbaksvarn- aráðs. „Írar og Norðmenn hafa stigið þetta skref og víða um heim komnar fram kröfur um reyklaus veitingahús. Danir undirbúa sig vandlega fyrir þetta skref með út- gáfu Hvítbókarinnar. Í henni eru kannski ekki nýjar eða framandi upplýsingar, en þær eru settar fram á góðan og aðgengilegan hátt og skýrt dregin fram skað- semi óbeinna reykinga. Tíma- mótayfirlýsing IARC, Interna- tional Agency for Research on Cancer, árið 2002 um að ljóst sé að þetta er krabbameinsvaldur finnst mér vera punktur sem Dan- ir undirstrika skemmtilega. Þeir benda á að nú sé kominn tími til að skipta um umræðuefni. Ekki þurfi lengur að ræða hversu hættulegar óbeinar reykingar eru, heldur hvernig bestur árangur náist í að verja fólk fyrir þeim.“ Hættulegra en talið var Kristján Sigurðsson, yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu, segir athyglisverða þá staðreynd sem fram komi í Hvítbókinni að óbeinn reykur (hliðarreykur) innihaldi fleiri hættuleg efni en sá sem reykingamaður dregur að sér í gegnum sígarettuna. „Þessi hlið- arreykur inniheldur a.m.k. 40 krabbameinsframkallandi efni og þar á meðal örsmáar agnir sem hægt er að mæla og vega. Ef mað- ur andar þessum ögnum að sér setjast þær að í berkjum og lung- um og þær allra smæstu fara út í blóðrásina, með henni til ýmissa líffæra og valda til lengdar var- anlegum skaða,“ segir Kristján. „Slíkar agnir dreifast um allt það rými sem reykt er í, þyrlast upp með rykögnum og með þeim í önd- unarveg þeirra er þar dvelja í langan tíma á eftir. Þetta setur alla umræðu um óbeinar reyking- ar í nýjan farveg og vekur ugg þegar maður t.d. hugsar um smá- börn í reykingalofti og þungaðar konur er dvelja í slíku rými. Í Hvítbókinni er vísað til nokkurra rannsókna um tengsl milli óbeinna reykinga og sjúkdóma hjá þessum hópum, þ.á m. er samhengi milli óbeinna reykinga og vöggudauða. Þetta er alvarlegur hlutur og fólk hlýtur að hugsa um hvernig það hagar sér heima við, ekki síður en á veitingastöðum. Í Hvítbók segir að þar sem hluti rýmis er reyklaus þurfi loftræstingu af svipuðum krafti og fellibyl til að halda loft- inu hreinu og það að opna dyr að lokuðu reykrými þyrli hinum skaðvænlegu ögnum í allar áttir. Hafa menn sem er sama um sígar- ettureyk verið upplýstir um skað- semi hans fyrir eigin heilsu? Reykingar, beinar og óbeinar, eru skaðvaldur sem á að útiloka.“ Fréttaskýring | Enn er deilt um hvort óbeinar reykingar séu skaðlegar Tekist á um tóbakið Dönsk rannsóknarskýrsla segir agnir í óbeinum tóbaksreyk stórhættulegar Óbeinar reykingar hættulegri en talið var? Víðar komnar fram kröfur um reyklaus veitingahús  Fólk innan heilbrigðisgeirans segir umræðuefni dagsins ekki lengur það hvort óbeinar reyk- ingar séu skaðlegar, heldur hvernig megi forðast þær og með hvaða hætti löggjafinn forði fólki frá skaða af þeirra völdum við vinnu sína. Tóbaksvarna- frumvarp er til umfjöllunar í þinginu og nýleg dönsk rann- sóknarskýrsla um skaðsemi óbeinna reykinga er gripin á lofti í því samhengi. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is UMHVERFISNEFND Árborgar leggur til í umsögn sinni varðandi mat á umhverfisáhrifum áframhald- andi námavinnslu í Ingólfsfjalli að kannaðir verði möguleikar á því að bora göng niður af Ingólfsfjalli og niður í núverandi gryfjur. Það telur nefndin að geti dregið úr neikvæðum umhverfisþáttum efnistökunnar. Í umsögn nefndarinnar sem bæj- arráð Árborgar hefur staðfest er að fallist er á að um verulegan ávinning sé að ræða með áframhaldandi efn- istöku úr Ingólfsfjalli, að því er fram kemur í grein sem formaður nefnd- arinnar, Björn Bjarndal Jónsson, ritar á sudurland.is. Nefndin getur fallist á áframhaldandi efnistöku úr fjallinu en sú samþykkt er þó háð því að allar leiðir til að koma í veg fyrir „neikvæð sjónræn áhrif“ verði skoð- aðar áður en til ákvörðunar kemur. Í því sambandi er bent á leið sem var unnin af verkfræðistofu VST á Sel- fossi fyrir síðasta fund nefndarinnar. Þar er gert ráð fyrir lausn á nei- kvæðum umhverfisþáttum sem koma fram í frummatsskýrslunni, þ.e. landslagsáhrifum og sjónrænum áhrifum, og draga jafnframt úr öðr- um neikvæðum þáttum, svo sem ryk- mengun og mengun neysluvatns. Gert er ráð fyrir að ekkert verði hróflað frekar við brún fjallsins og að kostnaðarauki verði aðeins hluti þess sem lokun námunnar hefði í för með sér. Hugmyndin gerir ráð fyrir að borað verði skáhallt tveggja metra vítt gat ofan af Ingólfsfjalli niður í núverandi gryfjur og efnið látið renna þar niður í mötunarbúnað fyr- ir malarflutningabíla. Gengið verði að fullu frá núverandi malarnámum og einvörðungu verði tekin möl úr námu ofan á fjallinu sem aðeins væri sýnileg fuglinum fljúgandi, segir Björn í greininni. Engu að síður er gert ráð fyrir jafnmikilli eða aukinni malartekju. Kannað verði hvort hægt sé að taka efnið niður um göng Morgunblaðið/RAX TALIÐ er að ölvunarakstur hafi valdið því að karlmaður á þrítugs- aldri velti jeppabifreið á kyrr- stæðan bíl í Síðumúla í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Reykja- vík var ökumaður einn í jeppanum en bifreiðin sem undir jeppanum varð var mannlaus. Ökumaður meiddist óverulega en bílarnir eru taldir mikið skemmdir. Hálkublett- ir voru á vegum höfuðborgarinnar í gærnótt og líklegt er talið að öku- maður hafi ekki getað brugðist rétt við, þegar hann lenti í hálku, sökum ölvunar. Þá var brotist inn í skrifstofu- húsnæði í austurborginni undir morgun en ekki er talið að miklu hafi verið stolið. Vinnupallar sem stóðu við húsnæðið voru nýttir til að brjótast inn af annarri hæð. Ekki er vitað hvort þjófurinn var einn að verki og enginn hefur verið hand- tekinn vegna málsins en rannsókn stendur yfir. Velti jeppa á kyrrstæðan bíl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.