Morgunblaðið - 12.02.2006, Page 11

Morgunblaðið - 12.02.2006, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 11 einnig að sameiginleg forsjá verði meginregla nema annað sé ákveðið af foreldrum eða fyrir dómi. Þetta eru í raun tvö aðskilin atriði og í frumvarpi dómsmálaráðherra er ekki gengið svo langt að heimila dómstólum að dæma sam- eiginlega forsjá. Þess ber að geta að sú skipan að foreldrar hafi sameiginlega forsjá hefur færst mjög í vöxt frá því að heimildin var lög- fest 1992. Tölur frá Hagstofu benda til að þeg- ar foreldrar í óvígðri sambúð slíta sambúð semji þeir nú í u.þ.b. 75% tilvika um sameig- inlega forsjá. Tilvikin eru nokkru færri þegar hjúskap er slitið. Miðað við fjölda forsjármála fyrir dómstól- um virðist þessi skipan gefast nokkuð vel. Lausleg skoðun á forsjármálum sem fara til dómstóla virðist benda til þess að algengara sé að til ágreinings komi eftir að foreldrar hafa samið um sameiginlega forsjá og það hefur verið fyrirkomulagið í einhvern tíma. En auð- vitað verður forsjárdeila einnig oft strax við sambúðarslit eða hjónaskilnað. Oft er tilefni deilunnar ekki í raun sameiginlega forsjáin heldur ágreiningur milli foreldranna sem birt- ist í ágreiningi um börnin. Forsjárnefnd taldi í áfangaskýrslu sinni 1999 að bæta þyrfti upplýsingar til foreldra sem eru að skilja og lagði til að komið yrði á laggirnar sérfræðiráðgjöf við embætti sýslu- manna. Það var gert og virðist reynslan af þeirri ráðgjöf vera góð. Það er hins vegar greinilegt að foreldrar skilja ekki nægilega vel hvað felst í sameig- inlegri forsjá enda er lagaákvæðið um það hvað í henni felst ekki nægilega skýrt. Nefndin lagði því til að betur yrði skilgreint hvert væri inn- tak sameiginlegrar forsjár. Ágreiningur milli foreldra með sameiginlega forsjá á oft rætur að rekja til mismunandi væntinga foreldranna. Foreldrar með sameiginlega forsjá eiga að taka sameiginlega allar meiri háttar ákvarð- anir. Þrátt fyrir það getur foreldri með sam- eiginlega forsjá og lögheimili barns flutt með barnið hvert á land sem er, án samþykkis hins foreldrisins. Flutningur milli landshluta er auðvitað meiri háttar ákvörðun í lífi barns og ætti því að vera háður samþykki beggja eins og gildir um flutning barns úr landi, ef forsjá yfir því er sameiginleg. Þar sem að sameiginleg forsjá virðist ganga best upp er samkomulag milli foreldra gott, a.m.k. um börnin, foreldrarnir eru í góðu sam- bandi um börnin og einbeita sér að því að gera það sem börnunum er fyrir bestu. Það virðist einnig gefast best að foreldrarnir búi nálægt hvort öðru, helst í sama skólahverfi þannig að barnið eigi auðveldan aðgang frá báðum heim- ilum bæði að leikskólum og skólum. En mér finnst reynsla mín af þessum málum sýna að sameiginleg forsjá gefst vel og gengur vel upp ef foreldrarnir sjálfir eru sáttir við sameiginlega forsjá og þá umgengni sem henni fylgir. Ef foreldrarnir, annað eða bæði, eru ósátt með eitthvað í fyrirkomulaginu þá geng- ur sameiginlega forsjáin ekki upp jafnvel þótt börnin virðist dafna vel í því fyrirkomulagi.“ Miklu skiptir að sátt sé um umgengni – Skiptir miklu máli hvar forsjáin er ef for- eldrar eru sáttir og umgengni er í góðu sam- komulagi? „Ég segi oft við foreldra sem til mín hafa leitað og sem hafa annað hvort tapað forsjár- máli eða eru í þeirri stöðu að það á litla mögu- leika í forsjármáli, að það sé mikilvægast að hafa sem besta og mesta umgengni við börn sín, forsjárskipunin sé ekki í raun það mik- ilvægasta heldur samvistarstundirnar með börnunum. Fjölmargar rannsóknir sýna að þeim mun betri samvistir sem börnin hafa við báða for- eldra sína, þeim mun betur reiðir þeim af. En þetta á auðvitað þá og því aðeins við að allt sé í lagi með báða foreldra og ekki sé saga um of- beldi eða vímuefnaneyslu – né heldur séu uppi vandamál vegna nýrra sambúðaraðila foreldra. Í barnalögunum segir að barn eigi rétt á að umgangast með reglubundnum hætti það for- eldri sem það býr ekki hjá og að foreldri sem barn býr ekki hjá eigi í senn rétt og beri skylda til að rækja umgengni og samneyti við barn sitt. Því miður er það of oft að foreldrar setja sig í forgrunn en ekki barnið. Foreldrar tala oft um að þeir séu ekki ánægðir, en sjaldnar um að börnin séu ekki ánægð. Flestar deilur sem upp koma varðandi forsjá sýnast mér spretta vegna óánægju for- eldranna sjálfra með samskiptin við hitt for- eldrið fremur en vegna þess að foreldrið telji að barninu líði eitthvað illa. Til eru dæmi um að foreldrar með sameiginlega forsjá hafa byrjað á að semja um að ungt barn þeirra verði hjá þeim til skiptis viku og viku. Sum börn virðast þrífast ágætlega við þetta fyrirkomulag en stundum virðist þetta of mikið rót fyrir börnin. Ef í ljós kemur að barn þrífst ekki við um- samið umgengnisfyrirkomulag verða báðir for- eldrar að hafa þroska til þess að breyta því, jafnvel þótt það þýði að umgengnin verði ekki alveg eins jöfn og hún var áður. En þess eru líka dæmi að annað foreldrið er óánægt með svona jöfn skipti og vill breyta því þótt allar vísbendingar séu um að barninu líði vel. En það er mikilvægt að hafa í huga þegar rætt er um SJÁ SÍÐU 14 Jónas Jóhannsson Til kasta héraðsdómara koma forsjármál þar sem foreldrar geta ekki komist að samkomulagi um hvernig forsjá barna þeirri skuli hagað. Jónas Jóhannsson er héraðs- dómari hjá Héraðsdómi Reykjaness. Hann hefur sérstaklega lagt sig eftir sáttaumleitunum milli foreldra sem skjóta máli sínu til dómsins. „Ég óttast að verði þetta frumvarp að lögum hafi það í för með sér réttarfarsslys,“ segir Jón- as. „Ég tel að núverandi fyrirkomulag á sameig- inlegri forsjá með sam- komulagi gerðu hjá sýslu- manni sé í alla staði fullnægjandi til þess að rétt niðurstaða náist milli foreldra um bestu hagsmuni barnsins. Hins vegar tel ég að á grund- velli núgildandi ákvæðis í barnalögum megi breyta því verklagi hjá sýslumönnum að áður en samkomulag um sameiginlega forsjá sé staðfest hjá sýslumanni verði foreldrar skyldaðir til að sækja viðtalsmeðferð hjá sérfræðingi sem gefi síðan stutt álit til sýslumanns og foreldranna, hvort hann telji forsendur vera fyrir sameig- inlegri forsjá. Það er að segja hvort þessir til- teknu foreldrar séu líklegir til að vinna saman eða geta unnið saman að farsælu uppeldi barns- ins þannig að bestu hagsmunir þess séu tryggðir. Sé þetta ekki raunin tel ég hættu á því að barnið verði í raun þolandi hinnar sameiginlegu forsjár og breyti þá engu hvort núgildandi ákvæðum barnalaga verði breytt eða ekki. Það, að lögbinda þá meginreglu að forsjá barns skuli vera sameig- inleg þar sem liggur fyrir að foreldrar geta ekki og muni ekki geta sameinast um uppeldi og vel- ferð barnsins, leiðir langlíklegast af sér að barnið verður þolandi í málinu. Þetta sýna fjölmörg mál sem komið hafa til kasta minna sem dómara á undanförnum fjórum árum. Þessi orð mín má ekki misskilja svo að ég sé ekki talsmaður sam- eiginlegrar forsjár – þegar hún á við.“ Réttarfarsslys ef frumvarpið verður að lögum Bergþóra Sigmundsdóttir Til sýslumannsembætta kemur fólk til að ganga frá skilnaði og sambúðarslitum. Berg- þóra Sigmundsdóttir er lögfræðingur hjá sifja- og skiptadeild hjá Sýslu- manninum í Reykjavík. „Fólk hefur oftast komið sér saman um forsjárskipan barna sinna þegar það kemur til embættisins. For- eldrum eru kynnt ákvæði barnalaga um forsjá í viðtalinu hjá okk- ur og í framhaldi af því skiptir fólk stundum um skoðun á því hvernig forsjá sé best hagað. Foreldrar fara sameig- inlega með forsjá barna sinna í hjúskap og skráðri sambúð og ég tel persónulega að það sé réttur barnsins að þau fari áfram sameig- inlega með forsjá. Við skilnað eða sambúð- arslit á réttarstaða barns að mínu mati ekki að breytast. Ég er því þeirrar skoðunar að sameiginleg forsjá eigi að vera meginregla við sambúðarslit og skilnað nema annað foreldrið sé óhæft. Ef annað foreldrið telur að hitt sé óhæft þá krefst það forsjár barnsins og það er svo dómstóla að ákvarða hvort foreldra fær forsjá barnsins.“ Réttarstaða barna á ekki að breytast við skilnað Jón R. Kristinsson Jón R. Kristinsson barnalæknir er starfandi barnalæknir og á sæti í kærunefnd barna- verndarmála. „Mér finnst ekki ástæða til að ganga svo langt að sameiginleg forsjá sé meginregla, með því er hætt við að verið sé beinlínis að lög- leiða slíka skipan mála sem er óheppilegt,“ segir Jón R. Kristinsson barnalæknir. En hvers vegna? „Þegar fólk skilur að skiptum sem hefur verið í sambúð og á börn saman þá er það ekki gert nema að alvarlegir sambúðarerfiðleikar eða togstreita sé fyrir hendi. Þá geta börnin lent þar á milli miklu frekar ef sameiginleg forsjá verður meginregla. Það er ekkert við það að athuga að hafa þennan val- kost ef foreldrar eru algerlega sammála um þá skipan, en það er ekki nóg að um þetta sé sæmileg sátt eins og stendur í lögskýringum, fyrir mér er ljóst að ríkja þarf fullkomin sátt um sameiginlega forsjá, ef svo er ekki er hætta á að börn verði bitbein í togstreitu sem gjarnan rís ef ósætti er fyrir hendi. Eftir skilnað koma gjarnan nýir sambúð- araðilar inn í myndina á báða bóga og þá verður uppeldisstefna flóknari og vand- meðfarnari. Í störfum mínum við barnalækningar og að barnaverndarmálum hef ég séð mörg dæmi um að deilur foreldra með sameiginlega forsjá koma niður á börnum og hefði þá verið nauð- synlegt að betur hefði verið staðið að skipan forsjár strax í upphafi. Ef þetta frumvarp verður að lögum gæti farið svo að foreldri sem ekki er hæft til að hafa forsjá fær sameiginlega forsjá með barni í krafti meginreglu um sameiginlega forsjá og hver líður fyrir slíkt nema barnið. Mjög mikilvægt er að fullkomin sátt sé um að forsjá sé sameiginleg, sé svo ekki er betra að annað foreldrið hafi óskipta forsjá og hitt örugga umgengni. Andlega heilbrigt fólk með eðlilega dóm- greind gerir allt sem í þess valdi stendur til að barninu líði vel. Það er gríðarlegur vandi að hafa sameiginlega forsjá svo vel fari.“ Ekki ástæða til að lögleiða sam- eiginlega forsjá Sigrún Júlíusdóttir Dr. Sigrún Júlíusdóttir er prófessor í félagsráðgjöf hjá Háskóla Íslands og starfar á eigin stofu við hjóna- og fjölskyldumeðferð. Hún gerði fyrir nokkr- um árum ásamt Nönnu K. Sigurðardóttur rannsókn meðal foreldra á reynslu þeirra af sameiginlegri forsjá. „Ég fagna þessu frum- varpi og tel það löngu tímabært,“ segir Sigrún. „Gagnrýni hefur komið fram á lagasmíðina þess efnis að ekki sé nægilegur gaumur gefinn sérstökum aðstæðum barna sem búa við ofbeldi. Hins vegar verður að gæta að því að þar er sem betur fer um lítinn hluta barna að ræða og það dregur ekki úr mikilvægi þess að sameig- inleg forsjá verði hin almenna regla. Það er hins vegar brýnt að huga sérstaklega að aðstæðum þessa hóps foreldra, hann þarf sérstaka aðstoð og leiðsögn og þeir sem eru verst settir í þessum efn- um þurfa áframhaldandi tilsjón til að vernda hag barnsins. Við Nanna Sigurðardóttir birtum í síðasta hefti Tímarits lögfræðinga grein um réttarstöðu barna. Þar komum við m.a. inn á mikilvægi sérstakrar að- stoðar við þær fjölskyldur sem stríða við ofbeldi eða annars konar hatursfull samskipti.“ Fagnar þessu frumvarpi Ólafur Þ. Stephensen Forsjárnefndin svokallaða var skipuð að frum- kvæði karlanefndar jafnréttisráðs og var Ólafur Þ. Stephensen, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, fulltrúi karlanefndarinnar í nefndinni. „Það er í fullu samræmi við hugmyndir nútímans um jafnrétti kynjanna að gera ráð fyrir að forsjá barna sé sameiginleg eftir hjónaskilnað eða sambúð- arslit, nema annað sé sér- staklega ákveðið,“ segir Ólafur. „Alþingi hefur sett lög um fæðingarorlof, þar sem því er skipt jafnt á milli for- eldra. Sú löggjöf er öðrum þræði yfirlýsing um að umönnun ungra barna sé samvinnuverkefni, sem foreldrar eiga að hafa kost á að skipta jafnt á milli sín. Með sama hætti væru foreldrum með laga- breytingunni, sem forsjárnefndin leggur til, send skýr skilaboð af hálfu löggjafans um það að forsjá barna sé sameiginlegt verkefni beggja for- eldra sem þeir eigi að axla sameiginlega þótt sambúð eða hjúskap sé lokið. Rannsóknir á reynslunni af sameiginlegri forsjá sýna að þar sem hún hefur orðið fyrir valinu upplifa báðir for- eldrar ábyrgð sína gagnvart barninu og gagnvart hinu foreldrinu með allt öðrum og jákvæðari hætti en þar sem forræðið er á hendi annars foreldrisins.“ Í samræmi við hugmyndir nútímans Á sameiginleg forsjá að vera meginregla? Valborg Snævarr Valborg Snævarr hæstaréttarlögmaður á sæti í sifjalaganefnd. Hún hefur rekið fjölmörg forsjár- mál um langt árabil. „Foreldrar ákveða í flestum tilvikum að fara saman með forsjá barna sinna, þetta sýna tölur. Ég tel ekki ástæðu til að breyta núgildandi lögum varðandi sameiginlega forsjá því ég tel mikilvægt að foreldrar geri sérstakt samkomulag um að þeir fari sameiginlega með forsjá barns síns að und- angengnum samræðum og ákvörðunum um að þetta henti barni þeirra best, barnið sé með öðr- um orðum í forgrunni. Foreldrar geta fengið aðstoð sérfræðinga hjá sýslumönnum um hvað henti best í hverju tilviki. Ég tel persónulega þá breytingu sem lögð er til í frumvarpi því sem nú er til umræðu hjá Alþingi foreldramiðaða, og ekki í samræmi við þá grund- vallarreglu barnaréttarins að ákvarðanir í mál- efnum hvers einstaks barns séu teknar með hagsmuni barnsins fyrir augum. Fátt eitt virðist í skýrslunni séð frá sjónarhóli barna. Í henni er t.d. lagt til að sé umgengni stöðvuð af forsjárforeldri séu meðlagsgreiðslur stöðvaðar. Meðlagið er eign barnsins og ætlað til að tryggja framfærslu þess, þarna er því ekki litið til hagsmuna barnsins og því refsað í stað foreldris.“ Ekki ástæða til breytinga Guðrún Kristinsdóttir Dr. Guðrún Kristinsdóttir var um árabil fram- kvæmdastjóri Barnaverndarnefndar Reykjavíkur og stundaði síðar framhaldsnám í Svíþjóð og rannsakaði þá þróun ís- lenskrar barnaverndar. Hún er prófessor við Kennaraháskóla Íslands og stjórnar nú sjö manna hópi sem rannsakar þekk- ingu og skilning barna á ofbeldi á heimilum. Þetta tengist að hennar sögn á stundum forsjármálum barna aðskilinna foreldra. „Ég tel ekki að það verði til bóta að lögfesta sameiginlega forsjá sem meginreglu,“ segir Guð- rún. „Við vitum t.d. ekki neitt um reynslu barna af sameiginlegri forsjá hérlendis heldur hafa ein- göngu foreldrar verið spurðir. Það er ljóst að börn sem eru komin á skólaaldur geta haft skoðanir á þessu efni og tjáð sig um þær. Þetta bíður rann- sóknar en kemur að einhverju leyti inn í þá rann- sókn sem ég stjórna nú, þótt það sé ekki meg- ináherslan. Ég álít að það þurfi að gæta mikillar varúðar hvað snertir breytingar á skipan forsjár. Það er ljóst að sameiginleg forsjá er orðin mjög útbreidd og sjálfsagt að löggjafinn fylgist vel með þeirri þróun en það þarf að hugsa sérstaklega fyrir ein- hverjum ákvæðum sem tryggja vernd barnsins þar sem ofbeldi er viðvarandi á heimilum. Bæði hvað varðar skipan forsjár við skilnað og sam- bandsslit og einnig hvað varðar umgengni eftir skilnað. Erlendar rannsóknir sýna ekki síst að um- gengni barna sem koma frá ofbeldisfullum sam- böndum foreldra er stundum notuð til að viðhalda ofbeldinu. Sameiginleg forsjá hefur mikið verið til umræðu á Norðurlöndum og í Bretlandi og verið gerðar ýmsar ráðstafanir til að tryggja sérstaklega hag þeirra barna þar sem vitað er að ofbeldi er á heimilum. Þetta kemur m.a. fram í sáttaumleitan, í Danmörku hefur t.d. verið reynt að hafa aðskilda fundi foreldra til að tryggja hag veikari aðilans. Mér finnst að það þurfi að skilgreina betur hvað felst í sameiginlegri forsjá, bæði hvaða ákvarðanir foreldrar skuli taka sameiginlega og hvað heyri undir foreldri þar sem barnið hefur lögheimili, þarna mætti hafa til hliðsjónar reynslu nágranna- landa.“ Tel ekki til bóta að lögfesta sam- eiginlega forsjá Guðrún Erlendsdóttir Guðrún Erlendsdóttir hæstréttardómari var í sifjalaganefnd fyrir um 20 árum þar sem fyrst kom fram möguleikinn á að foreldrar hefðu sam- eiginlega forsjá barna sinna eftir skilnað. „Ég er algerlega andvíg því að gera sameiginlega forsjá að meginreglu eftir skilnað. Sameiginleg forsjá er mjög æskileg ef foreldrar eru fullkomlega sáttir við þá skipan en þvinguð sameiginleg forsjá er að mínu viti ekki börnunum fyrir bestu.“ Telur þú að ef sameig- inleg forsjá verði meg- inregla muni það fækka forsjármálum? „Í upphafi mun það ef- laust gera það en hætta er á að þetta hafi í för með sér breytingar á forsjá síðar, sem ég efast stórlega um að sé til góðs fyrir börnin.“ Er andvíg sam- eiginlegri forsjá sem meginreglu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.