Morgunblaðið - 12.02.2006, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 12.02.2006, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 29 FRÉTTIR Mod. 12:12 + DUX Dynamic DUX 12:12+DUX 1001 DUX 7007 Sænsku Rúmin Eftirsótt lífsgæði Ármúla 10 • Sími: 5689950 w w w .is ak w in th er .c om Neskaupstaður | Jón Sveinbjörnsson, trillusjómaður á Norðfirði, tekur stundum að sér að skjóta fólki í næstu firði ef liggur á og vegir eru ófærir. Sérstaklega þegar fiskirí liggur niðri og óhægt um vik með netalagnir vegna veðurgarra. Hann verður þungur á brún þegar rætt er um kvótamálin og hreint og beint dapur á svip þegar fækkun í smá- bátaútgerðinni ber á góma. Annars er hann spakur, kann á sinn sjó og segist ekki geta hætt, því bátarnir séu nánast verðlausir og eitthvað þurfi menn að hafa fyrir stafni. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Kann á sinn sjó BÆJARRÁÐ Dalvíkurbyggðar hef- ur samþykkt að nýta sér þær heim- ildir sem samþykktar voru af launa- nefnd sveitarfélaga hinn 28. janúar sl. til tímabundinna viðbótar- greiðslna umfram gildandi kjara- samninga við stéttarfélögin Einingu- Iðju, Kjöl og Félag leikskólakenn- ara. Heimildin gildir frá 1. janúar 2006 til loka samningstíma kjara- samnings hvers félags. Áður hefur Akureyrarbær ákveðið að nýta sér þessar heimildir. Launanefnd sveitarfélaga sam- þykkti hinn 28. janúar sl. að heimila sveitarfélögunum að hækka laun leikskólakennara. Um er að ræða heimild til hækkunar á launum til leikskólakennara, deildarstjóra í leikskólum og tengdra starfa. Ekki er þó um að ræða breytingu á kjara- samningum. Launaflokkahækkanir og eingreiðslur Hækkanir samkvæmt heimildinni eru í formi launaflokkahækkana og eingreiðslna og gilda til 30. septem- ber 2006 og jafngilda um 24–32 þús- und kr. á mánuði miðað við fullt starf. Jafnframt samþykkti nefndin að heimila sveitarfélögum að hækka með sams konar hætti lægstu laun starfsmanna í ASÍ og BSRB félögum sem launanefndin hefur samið við þegar á þessu ári um allt að 15 þús- und krónur á mánuði. Hærra laun- aðir starfsmenn fá 1,5% launabætur umfram gildandi kjarasamninga skv. þessum heimildum árin 2007 og 2008. Dalvík nýtir sér heimild til viðbótargreiðslna HERDÍS Sveinsdóttir, kennari við hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís- lands, forstöðumaður fræðasviðs skurðhjúkrunar á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi og fyrrum for- maður Félags ís- lenskra hjúkrun- arfræðinga, fékk nýverið framgang í stöðu prófess- ors. Herdís er fjórði prófessor- inn í hjúkrun á Íslandi. Herdís lauk BS-prófi í hjúkrunar- fræði frá Háskóla Íslands árið 1981, meistaraprófi frá Michigan-háskóla, Ann Arbor 1987 og doktorsprófi frá háskólanum í Umeå í Svíþjóð árið 2000. Herdís hefur kennt hjúkrunar- fræðingum sem sótt hafa nám til Há- skóla Íslands allt frá því hún lauk námi, að frátöldum þrem árum sem hún dvaldi við nám og störf í Banda- ríkjunum. Rannsóknir Herdísar eru fjöl- þættar og hefur hún birt niðurstöður þeirra víða og haldið um þær fjölda erinda. Hún hefur mikið rannsakað heilbrigði kvenna og þá sérstaklega tíðahring kvenna. Áhugasömum um rannsóknastörf og önnur störf Her- dísar er bent á að skoða heimasíðu hennar http://www.hi.is/~herdis/ Nýr prófessor í hjúkrun JÓN B. Jónasson, lögfræðing- ur og skrifstofustjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu, verður skip- aður ráðuneytisstjóri sjávar- útvegsráðuneytisins og tekur við starfinu þegar Vilhjálmur Egilsson lætur af því 15. mars. nk. Jón hefur verið skrifstofu- stjóri í ráðuneytinu í 25 ár og staðgengill ráðuneytisstjóra. Jón hóf störf í ráðuneytinu 1974. Nýr ráðu- neytis- stjóri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.