Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 30

Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Allt um íþróttir helgarinnar Íþróttir á morgun Hvað ef“ er yfirskrifthönnunarverkefnissem sænska risafyrir-tækið Ikea hleypti afstokkunum. Ikea fékk 28 hönnuði í lið með sér og úr varð spennandi og áhugavert verkefni sem hefur nafnið ikea ps. Verkefnið ber sem fyrr segir yfirskriftina „hvað ef“ og gefur það kjörorð hönn- uðunum ákveðið frelsi til að hugsa á frumlegan hátt og velta fyrir sér nýj- um möguleikum. Á heimasíðu verk- efnisins er kastað fram hugmynd- inni: „Hvað ef brjáluðustu hugmyndirnar fælu í sér skynsam- legustu lausnirnar?“ Hönnuðirnir fengu að kanna og gera tilraunir. Prófa ný efni, aðferðir og nýjar vinnuaðferðir en fyrst og fremst áttu þeir að hafa gaman, sem er alltaf gott veganesti þegar byrjað er á nýju verkefni. Afraksturinn lét ekki á sér standa og hlutirnir sem bættust við vöruúrval Ikea eru sannarlega tíma- bær viðbót. Fyrir þá sem þora að skera sig úr Hlutirnir eru ætlaðir fyrir heimili sem þora að skera sig úr eins og seg- ir á heimasíðu Ikea en reyndar tel ég að hlutirnir geti fundið sér stað og hlutverk á flestum heimilum. Glimsta er gólfmotta sem er rauð- ur dregill fyrir heimilið og að sögn Maríu Vinka, sem á heiðurinn af mottunni, er rauður dregill þarfa- þing á hverju heimili. Hvern langar ekki til að líða eins og Hollywood- stjörnu, allavega stundum? Mottan er einföld, rauð að lit með litlum skreytingum sem eiga sér rætur í sænskum hefðum. Maria Vinka á einnig heiðurinn af fleiri hlutum í ps-línunni; efni með demanta- munstri sem hægt er að nota í gard- ínur eða skilrúm. Demantamunstraðar gardínur gefa heimilinu sannarlega ríkmann- legt yfirbragð. María hannaði aðra mottu sem er með landakortsmynstri. Kortið er af hverfinu Almhult í sænsku smálönd- unum en götuheitum hefur verið skipt út fyrir götuheiti víðs vegar að úr heiminum sem ljær mottunni al- þjóðlegan blæ. Chris Martin, hönnuðurinn en ekki söngvarinn, hannaði stólinn Ell- an sem er borðstofustóll en líka ruggustóll. Stóllinn gefur fólki kost á að halla sér aftur eftir matinn og slappa af, njóta matarins og kannski vínsopa. Ellanstóllinn er búinn til úr endur- unnu plasti og viðartrefjum. Stóllinn er steyptur í heilu lagi og ekki sam- settur með skrúfum eða festingum þannig að hann smellur í sitt lag. Sannarlega frelsun fyrir alla þá sem hafa barist við að setja saman Ikea- húsgögn. Tillit til félagslegra þátta og umhverfis Í ps-línunni voru félagslegir og umhverfisþættir hafðir í huga. Sem dæmi um það er samstarf hönnuð- anna Önnu Eferlund og Mariu Vinka við konur búsettar á Indlandi. Eferlund og Vinka kynntust konun- um og fallegu handverki þeirra á ferðalagi um sveitir Indlands. Unicef aðstoðaði við að gera verkefnið að veruleika og nú sauma konurnar út Grindtorppúða með sínu fallega handverki og myndefnið er úr dag- legu lífi kvennanna; sinnepsakrar, hanar og heit sól. Jarbo er lítill sófi búinn til úr ban- anaþráðum en Henrik Preutz gerði tilraunir með ýmis efni áður en hann ákvað að nota bananaþræði. Sófinn er í laginu eins og kökusneið og hefur því þann eiginleika að nýta horn í herbergjum. Einnig er hægt að raða nokkrum saman og fjórir mynda heilan hring og því hægt að raða þeim t.d. í kringum súlu. Fimm hæða bakkarnir Hylte eru partíhvetjandi að sögn Sunnivu Kandell. Hægt er að raða bökkunum saman að vild og bera fram allt sem hugurinn girnist. Hella Jongerius er þekktasti hönnuðurinn sem á hluti í ps-verk- efninu. Hún gerði fjórar gerðir af vösum sem kallast Jonesberg. Hella Jongerius hefur starfað sem hönn- uður í yfir áratug og átt farsælan fer- il. Hella rekur studíó í Rotterdam og kallar það Jongeriuslab og eins og nafnið gefur til kynna er það eins- konar rannsóknarstofa fyrir fram- sæknar og sniðugar hugmyndir hennar. Hún vann áður með Droog-hönn- unarhópnum en starfar nú sjálfstætt þar sem hún vildi róa á mið fagur- fræðinnar og frá þeirri miklu hug- myndafræði sem Droog vinnur eftir. Hlutir hennar finnast á söfnum og sýningum víða um heim og seljast venjulega fyrir væna fúlgu. En nú, fyrir tilstilli Ikea, eru Hellu-vasar á færi flestra. Persónulegt yfirbragð Hella Jongerius lýsir verkefni sínu á þann hátt að það sé í raun draumur hvers hönnuðar að framleiða í stóru upplagi, þar sem hönnuðir eru ekki listamenn. Þrátt fyrir að vera mennt- uð með fjöldaframleiðslu fyrir aug- um er þetta fyrsta hönnun hennar sem framleidd er í svo miklu magni. Hún segir tilfinninguna svipaða og hjá arkitekt sem sér sína fyrstu stóru blokk rísa. „Fyrir mér var stóra spurningin alltaf sú hvort mín Draumur hvers hön Í hlutarins eðli | Oft mætti ætla að hönnun og fjöldafram- leiðsla fari ekki saman, þótt draumur hvers hönnuðar sé að ná til sem flestra. Því geti aðeins fáir leyft sér að kaupa inn- anstokksmuni, sem hannaðir hafi verið af alúð og natni. Það er þó sem betur fer ekki algilt eins og dæmin sanna. Lóa Auðunsdóttir fjallar um Ikea-verkefnið „Hvað ef?“. Gott að slappa af eftir matinn og halla sér aftur. Ellan-stóll eftir Chris Martin. Hylte-bakkar til að halda partí.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.