Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 33

Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 33 helgi þeirra sem þeim var beint gegn. Hinu sama halda margir múslimar fram núna. Þeir benda á að ef málið snúist um tjáningarfrelsi á Vestur- löndum horfi það við þeim sem spurn- ing um það hve mikla auðmýkingu þeir þurfi að þola af hálfu þeirra sem stjórna umræðunni í heiminum nú, þ.e. vestrænum fjölmiðlum. George Washington sem asni og sifjaspell á útikamri Útkoman í átökum á markaðstorgi hugmyndanna er ekki endilega sann- leikurinn. Enda er ekki einu sinni tekist á um hann hér. Þá er vart hægt að leggja mat á lögmæti myndbirt- inganna í sjálfu sér heldur aðeins ófyrirséðar afleiðingar þeirra. Paródíur eða skopstælingar eru oft eina leiðin til að gagnrýna valdhafa þótt þeir móðgist oft eins og ótal dæmi eru um. Lögmaður tímaritsins Hustler (sem eins og nafnið gefur til kynna er ekki rit um lifandi vísindi) vísaði í frægu máli fyrir Hæstarétti Banda- ríkjanna 1988 í þá staðreynd að „al- mannapersónur“ yrðu að þola ýmis- legt. Málavextir voru þeir að Hustler birti „skopstælingu“ af auglýsingu fyrir Campari með fyrirsögninni: „Hvenær gerðirðu það fyrst?“ (þ.e. væntanlega drakkst Campari?) Paródían átti að leiða hugann að fyrstu reynslunni af kynlífi en sá sem sat fyrir svörum átti að tilgreina hve- nær hann hefði fyrst smakkað Camp- ari. Auglýsingin sem tekist var á um fyrir hæstarétti Bandaríkjanna var látin líta út fyrir að vera viðtal við Jerry Falwell, frægan sjónvarps- klerk og leiðtoga „Siðferðislega meirihlutans“ (Moral Majority) sem eru íhaldssöm samtök í biblíubeltinu í Bandaríkjunum. Fyrirsögnin var: „Jerry Falwell ræðir fyrstu reynsl- una“. Í „viðtalinu“, eins og kom fram þegar málavextir voru raktir, var fyrsta reynsla Jerrys þegar hann var á fylliríi og hafði samræði við drukkna móður sína á útikamri. Fall- well höfðu verið dæmdar bæði skaða- og miskabætur af undirrétti fyrir þann sársauka og vanvirðu sem hann mátti þola. Við meðferð málsins fyrir hæsta- rétti sagði hinn þekkti dómari Anton- in Scalia að tjáningarfrelsið væri ekki allt, að sönnu mikilvægt en ef meg- inreglan væri orðin sú að almanna- persóna gæti hvorki varið sjálfa sig né móður sína fyrir skrumskælingu af sifjaspelli á útikamri að þá hefði George Washington aldrei boðið sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þá svaraði lögmaðurinn því til að þessi fyrsti forseti Bandaríkjanna (1789– 1797) hefði einmitt þurft að þola það vera teiknaður eins og asni. „Ég get umborið það. Ég held að George hafi einnig umborið slíkt. En það er allt annað en að hafa samræði við móður sína á útikamri,“ sagði Scalia sem var í minnihluta þegar dómurinn var upp kveðinn. Lögmaður tímaritsins benti þá á að spurningin snerist um smekk eða smekkleysu. Enginn tryði því í raun að Jerry Falwell hefði verið ákærður fyrir sifjaspell. Hér væri um gamla ameríska hefð að ræða, þ.e. að skrumskæla veruleikann þegar al- mannapersónur ættu í hlut. Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við dómi undirréttar í málinu. Forseti réttarins, William Rehnquist (1924– 2005), nefndi í rökstuðningi fyrir nið- urstöðunni hina sígildu meginreglu um mikilvægi tjáningarfrelsisins. Hann vitnaði í hin frægu ummæli Oliver Wendell Holmes í séráliti hans í máli Abrams gegn Bandaríkjunum 1919, að besti mælikvarðinn á sann- leikann væri máttur hugmyndanna að slá í gegn í samkeppninni á mark- aðinum. [Þetta er kenningin um markaðstorg hugmyndanna, sem hefur farið sigurför um heiminn og verið vitnað til í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og víðar. Þessi kenning er eins konar kapítalísk útgáfa af ódauðlegri sam- líkingu John Miltons um átökin á milli lygi og sannleika – í baráttu hans fyrir tjáningarfrelsi á 17. öld.] Taldi dómurinn að í umræðu um al- menn málefni þar sem menn stjórn- uðust af ýmsum hvötum og ekki alltaf aðdáunarverðum – félli slíkt engu að síður undir vernd tjáningarfrelsis. Tilgangslaust væri fyrir Jerry Fal- well að bera fyrir sig ásetning Larry Flints, útgefanda Hustlers, um æru- meiðingu eða að brotið hefði verið á rétti hans til friðhelgi einkalífs. Rehnquist, forseti réttarins, benti á að „hneykslanleg umfjöllun“ væri háð huglægu mati þegar kæmi að stjórnmálum eða öðrum samfélags- legum málefnum og það væri ekki hægt að sækja fólk til saka á grund- velli smekks kviðdómenda, skoðun- um eða jafnvel óbeit á ákveðnum tjáningarmáta. Það væri ekki hægt að dæma fólki bætur eingöngu vegna þess að það hefði verið haft að háði og spotti, þótt ógeðfellt væri. Sam- kvæmt dómafordæmum yrði viðkom- andi að geta sýnt fram á að hér væri um vísvitandi ósannindi að ræða en ekki hefði mátt lesa úr „viðtalinu“ að það fjallaði um raunverulegar ásak- anir. Dómurinn vísaði einnig til ótal skrumskælinga á prenti af þekktum almannapersónum en slíkar birtingar hefðu gert litróf lýðræðisins fjöl- breyttara í aldanna rás. Spyrja má í framhaldi af því hvaða erindi Campari-drykkja og ímynduð sifjaspell á útikamri eigi í almenna, pólitíska umræðu sem að sönnu nýt- ur mikillar verndar? Klám skipar konum neðar í valdastiganum Klám sýnir ekki aðeins konur sem minnimáttar í samfélaginu. Klám er samkvæmt skilgreiningu í banda- rískri reglugerð (Indíana) sem kom fyrir dómstóla „myndræn, kynferðis- lega beinskeytt aðferð til að skipa konum neðar í samfélagsstiganum“. Klám samkvæmt þessari skilgrein- ingu er aðferð til að halda konum niðri og ýta undir ofbeldi gegn þeim. Í greinargerð með drögum að reglu- gerðinni sagði að klám væri einn þáttur yfirdrottnunar sem breytti fólki frekar en að sannfæra það, þar sem klám væri ekki tjáning heldur meingjörð. Í rökstuðningi fyrir nið- urstöðu sjöunda stigs áfrýjunardóm- stóls í máli American Booksellers Association Inc. gegn Hudnut (1985), sagði að hægt væri að fallast á allar forsendur fyrir reglugerðinni og jafn- vel mætti leggja að jöfnu skaðsemi kláms við áróður nasista sem leiddi til dauða milljóna. Hins vegar renndi sá rökstuðningur aðeins frekar stoðum undir áhrifamátt kláms sem tjáning- ar og jafnvel þótt rétt væri að leggja að jöfnu klám og afleiðingar þess að þá gilti hið sama um alla aðra tján- ingu. Öll tjáning getur m.ö.o. haft skaðleg áhrif, að mati dómstólsins sem þar með skilgreindi klám sem tjáningu en ekki verknað og þar af leiðandi mætti ekki samkvæmt bandarísku stjórnarskránni setja lög sem skertu tjáningarfrelsið. Þeir sem túlka stjórnarskrána þannig að tján- ingarfrelsið sé engum takmörkunum háð vara við þeirri hættu að setja lög um innihald tjáningar því fari lög- gjafinn út á þann hála ís sjái ekki fyr- ir endann á því. Kröftug mótrök séu eina svarið gegn ósiðlegri og/eða for- dómafullri umræðu. En skoðum þetta nánar út frá sjón- arhóli þeirra sem fordómarnir bein- ast að og þeim dæmum sem hér hafa verið rakin. Fátækir, ómenntaðir mú- hameðstrúarmenn í þriðja heiminum, fátækir ómenntaðir innflytjendur í Kaupmannahöfn, ungar stúlkur sem leiðast út í vændi eða eru fórnarlömb mansals eða ungar stúlkur yfirhöfuð sem eru berskjaldaðar fyrir umfjöll- un fjölmiðla um kvenlíkama í einni eða annarri mynd – en sjaldnast virðulegri. Hvaða áhrif hefur slík um- fjöllun? Virkar hún hvetjandi á ungar stúlkur að leggja fyrir sig stjórnmál og vísindi? Og börn innflytjenda á unglingsaldri, eiga þau greiðan að- gang að fjölmiðlum með kröftug mót- rök gegn afvegaleiðandi umræðu um trú og siði foreldra sinna? Hvaða áhrif hefur það að vera rúinn virðu- leika og reisn með þeim myndum sem eru dregnar upp í fjölmiðlum. Ekki þýðir að spyrja móður Jerrys Falwell því hún er komin undir græna torfu. Skrumskæling af veruleikanum og skopstælingar af almannapersónum þjóna lýðræðinu ef þær eru settar fram sem gagnrýni á þá sem valdið hafa og eru í aðstöðu til að misbeita því. Fjölmiðlaumfjöllun sem beinist gegn þeim valdalausu er öðrum lög- málum háð. Þar takast ekki á ólíkar hugmyndir í samkeppninni á mark- aðstorginu. Þar er hættan sú að viss- ar hugmyndir eigi mun greiðari að- gang en aðrar og aðeins þær hugmyndir nái að skjóta rótum. Oft hættulegar hugmyndir, sem fela í sér hvatningu um mismunun, fjandskap eða ofbeldi. Eins og sagan sýnir í sí- fellu. Höfundur er prófessor við lagadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst. Glænýr Saab Bílar á milliverði eru fljótir að verða dýrir þegar aukabúnaðinum er bætt við. SAAB 9-5 er vel búinn lúxusbíll á milliflokksverði. Öruggur, glæsilegur og á allra færi að eignast. Það hefur aldrei verið ódýrara að skipta yfir í lúxus. 3.160.000* Svona lúxus á ekki að kosta * Þú átt það skilið fyrir sælkera á öllum aldri m - tímarit um mat og vín fylgir næst Morgunblaðinu laugardaginn 18. febrúar og að þessu sinni er blaðið helgað Food & Fun hátíðinni í Reykjavík sem stendur yfir dagana 22.-25. febrúar. • Umfjöllun um veitingastaðina sem taka þátt í Food & Fun í ár. • Sælkerauppskriftir frá meistarakokkum. • Fjallað um erlendu kokkana sem verða á Food & Fun. • Gómsætar uppskriftir úr íslensku hráefni. Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 miðvikudaginn 15. febrúar og tryggið ykkur pláss í þessu glæsilega blaði. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.