Morgunblaðið - 12.02.2006, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 12.02.2006, Qupperneq 46
46 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Panama er syðst í Mið-Am-eríku, minna en Ísland ogeins og S í laginu. Að vest-anverðu liggur landið aðKosta Ríka en að austan að Kólumbíu og er það 50 km þar sem það er mjóst. Náttúra landsins er auðug og fjölbreytt, þar eru hátt í 1000 fuglategundir og er landið elsk- að af náttúruunnendum. Um 44% landsins eru vaxin skógi, en fyrir 50 árum voru það 70%. Saga Panama nær 11.000 ár aftur í tímann svo vitað sé og í hlíðum eld- fjallsins Barú hafa fundist steinstytt- ur sem bera vott um forna menn- ingu. Spánverjar stigu á land í Panama árið 1501. Þeir komu að Karíbahafs- ströndinni og er Nombre de Dios einn af fyrstu stöðunum þar sem þeir námu land. Nokkrir tugir ættflokka bjuggu í Panama á þeim tíma, en þeim fækkaði mjög hratt eftir komu Spánverja. Það voru ekki einungis sverð sem stráfelldu þá heldur fluttu Spánverjar með sér sjúkdóma svo nú eru aðeins eftir 7 ættbálkar indíána í landinu. Casco Viejo Spánverjar stofnuðu Panama- borg árið 1519. Árið 1671 gerði ensk- ur sjóræningi, Henry Morgan að nafni, árás á borgina með 1200 manna liði og lagði hana í rúst. Ný borg var reist á stað þar sem talið var betra að verjast árásum ræn- ingja. Hún er nú elsti hluti Panama- borgar og nefnist Casco Viejo. Þar eru margar fallegar byggingar. Höll- in þar sem Manuel Noriega hélt veislur sínar er þó rústir einar eftir átökin þegar honum var steypt af stóli árið 1989. Hann komst til valda árið 1981 eftir dauða Omar Torrijos Herrera. Noriega var sakaður um morð og spillingu og að eiga þátt í eiturlyfjasmygli og peningaþvætti. Hann var dæmdur í 40 ára fangelsi og afplánar nú dóminn í Bandaríkj- unum. Mercado del Marisco er fiskmat- sölustaður á 2. hæð á stórum fisk- markaði í gamla bænum. Mjög vin- sæll og hvert borð setið. Þrátt fyrir hita úti fannst ekki fisklykt inni, allt var hreint og þvegið. Fisktegundirn- ar voru óteljandi og hægt að benda á fisk og fá hann matreiddan fyrir sig. Slíkan stað væri gaman að sjá á Ís- landi. Í Panamaborg eru ýmis söfn. Til dæmis safn, sem sýnir heimili betri borgara um það leyti sem skurður- inn var grafinn. Tveggja hæða hús og langar yfirbyggðar svalir á efri hæð, kirkju og ýmsar aðrar bygg- ingar var þarna að sjá. Búningasafn og kjólasafn eru á sama svæði. Þrátt fyrir mölkúlur sáust göt í fíngerðum flíkum. Hluti af svæðinu er tileinkaður frumbyggj- um og fór enskumælandi leiðsögu- maður með okkur milli stráhúsa. Á markaði mátti sjá innfædda vinna og þar seldu þeir varning sinn. Því mið- ur fyrir okkur voru upplýsingar á söfnum aðeins á spænsku. Spænska virkið í Portobelo Vegirnir í Panama minna á þá ís- lensku fyrir áratugum, sumstaðar er einbreitt malbik og malarvegir. Skrautlega málaðir strætisvagnar skreyttir dúskum eru í ferðum milli þorpa. Kýr, hundar og hænsni láta fara vel um sig á malbikinu. Í Portobelo standar rústir virkis sem Spánverjar reistu til varnar sjó- ræningjum. Víkin, sem er góð höfn frá náttúrunnar hendi, stendur vel undir þessu fallega nafni sem Kól- umbus gaf henni árið 1502. Kafað hjá Caribbean Jimmy Skammt frá Nombre de Dios er Caribbean Jimmy’s Dive Resort. Jimmy, sem er bandarískur, er með aðstöðu fyrir kafara og býður upp á búnað bæði fyrir „snorkl“ og köfun. Á ströndinni standa lítil hús byggð úr bambusviði og leir sem hægt er að fá leigð. Vefslóðin að heimasíðu þessa yndislega staðar er caribbean- jimmysdiveresort.com. Kafað var niður að flaki flutninga- skips sem liggur á um 90 feta dýpi nokkrar mílur frá landi. Skipið, fullt af varningi, var á leið frá Kína til Kólumbíu í mars á síðasta ári en fórst í fellibyl. Kuna-indíánar voru á litlum báti við flakið og köfuðu niður án búnaðar nema með blöðkur á fót- um. Þeir geta verið allt að 4 mínútum í kafi. Einangrað samfélag Kuna-indíána Einn daginn fór hópurinn í ferð til San Blas-eyja þar sem frumbyggjar búa í einangruðu samfélagi. Í flæð- armálinu tók höfðingi Kuna-ætt- bálksins á móti Jimmy sem færði honum fullt fang af regnhlífum og leirtau úr sokkna skipinu. Talaðist þannig til að hópurinn, tíu manns, keypti hádegismat í þorpinu. Ný- veiddur, grillaður smáfiskur og hrís- grjón soðin í kókosmjólk voru borin fram af þorpsbúum sem gengu ber- fættir í öskunni. Börnin földu sig feimin en konurnar, með perlum vafða leggi og hring í miðsnesi, sýndu handavinnu sína, „Mola“, sem þýðir blússa á máli innfæddra. Fer- kantaðir efnisbútar eru lagðir hver ofan á annan. Skorið er mynstur í gegnum lögin og myndir af blómum og dýrum saumaðar í allavega litum. Hver þjóðflokkur á sitt mynstur og fara samsetning mynsturs og litir eftir aldri og stöðu kvenna. Skip spænska flotans á hafsbotni Á 16. til 18. öld voru skip spænska flotans í ferðum milli Spánar og Pan- ama. Þau færðu varning til nýlend- unnar og héldu heim hlaðin gulli og silfri sem flutt var gegnum regn- skóga Panama frá Kólumbíu og Perú. Mörg þessara skipa sukku í Karíbahafið eftir árásir sjóræningja eða brotnuðu í fellibyljum. Þau liggja enn á hafsbotni á þessum slóðum og væri gaman að kafa niður að einu slíku. Saga Panamaskurðarins Árið 1878 gerði stjórn Kólumbíu, sem Panama var þá í ríkjasambandi við, samning við Frakka um gerð Panamaskurðarins. Var hafist handa árið 1881 en verkið varð erfiðara en nokkurn óraði fyrir. Gula og malaría drápu 22.000 verkamenn. Félagið varð gjaldrota 1889. Bandaríkja- menn keyptu réttinn til að halda verkinu áfram árið 1903 að undan- genginni uppreisn Panama gegn Kólumbíu. Stjórn Bandaríkjanna studdi Panama í uppreisninni og fékk að launum skurðinn. 80 km langur skurðurinn var tekinn í notk- un árið 1914 og sáu Bandaríkjamenn um reksturinn til ársins 1999 er Panamabúar tóku sjálfir við rekstri skurðarins. Besta útsýni yfir skurðinn er frá Miraflores Visitors Center (www.pancanal.com). Nýleg, fjög- urra hæða byggingin hýsir safn, verslun og matsölustað. Hólfin í skurðinum tæmast og fyllast og dráttartæki, sem renna eftir braut- um á hvorum skurðbakka, draga stór skip í gegn. Hárnákvæmt, því engu má muna, aðeins 1 feti hvorum megin. Stærð margra skemmtiferða- skipa miðast við að þau komist gegn- um Panamaskurðinn. Ekið eftir Interamericana Ameríkubrúin liggur yfir skurð- inn. Hún var byggð af Ameríku- mönnum í tengslum við gerð Inter- americana, þjóðvegar 1 sem liggur frá Norður-Ameríku og er áætlað að leggja alla leið til Suður-Ameríku. Ennþá nær hann aðeins til Panama og er eftir að leggja hann í gegnum suðurhluta Panama og Kólumbíu til að Suður- og Norður-Ameríka verði tengdar með vegasambandi. Hátíð í Chitré Í borginni Chitré er árlega haldin hátíð í febrúar eða mars. Fólkið skemmtir sér í skrúðgöngu og dans- ar þjóðdansa þar sem grímur eru áberandi, þær eru notaðar til að reka hið illa burtu. Þátttaka er slík að erf- itt er að fá hótelherbergi á þeim tíma. Ferðamenn kaupa grímur, ker- amik og diska með þjóðlögum. Meðal bjórtegunda sem fram- Land fjölbreytni og hefða Panamaskurðurinn kemur líklega upp í huga flestra þegar minnst er á Panama. Landið hefur þó fjölbreytta náttúru og sögu sem rekja má árþúsundir aftur í tím- ann. Gunnhildur Hrólfs- dóttir sótti Panama heim. Nýbygging í Boquete. Bandaríkjamenn reisa voldugar byggingar í Panama. Indíánakona af Kuna-ættbálki í sölubás sínum. Á veggnum er Mola-útsaumur. Höllin, sem Noriega hélt veislur sínar í, er nú í niðurníðslu. Skrautlegir minjagripir til sölu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.