Morgunblaðið - 12.02.2006, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 12.02.2006, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Þau eru drungaleg hljóðinsem mæta blaðamanniþegar hann gengur inn ástóra sviðið í Borgarleik- húsinu gegnum dökka kletta og berg – þrumur og úrhellisregnhljóð, hrafnagarg og öskur. „Fæðing Ronju, gjöriði svo vel,“ segir leik- stjórinn Sigrún Edda Björnsdóttir við mig og Kristin Ingvarsson ljós- myndara. Við horfum spurn- araugum á hana. Eftir stutta stund þagnar allt og ungbarn heyrist gráta. Ronja ræningjadóttir er fædd, á stóra sviði Borgarleikhúss- ins. Hjartfólgin saga Kannski var ekki við öðru að bú- ast en hljóðin væru æsileg þegar í hlut á ein besta spennubók sem skrifuð hefur verið fyrir börn, leyfi ég mér að fullyrða. Ronja ræn- ingjadóttir eftir sænsku skáldkon- una Astrid Lindgren hefur verið ein af eftirlætisbókum íslenskra barna um árabil, enda hefur hún til að bera allt sem prýðir góða sögu; ást, spennu og dramatík, og allt er þetta fléttað inn í vel sagða frásögn með rætur í norrænu umhverfi. Útkom- an er frábær, eins og allir vita sem lesið hafa. Í sama streng tekur Sigrún Edda, sem segist afar hrifin af Ast- rid Lindgren og verkum hennar, ekki síst Ronju ræningjadóttur sem hún segir sér afar hjartfólgna. „Ég las þessa bók þegar hún kom út fyr- ir dóttur mína – kynntist Ronju þannig fyrst, og hreifst af henni, eins og svo margir. Það var mjög gaman að lesa hana fyrir barnið sitt, því börn upplifa ævintýrið á annan hátt en fullorðnir, en bókin á samt svo sterkt erindi til allra kynslóða,“ segir hún og rifjar upp þessu til staðfestingar eigin táraúthellingar yfir bókinni sem barnið undraðist. „Það er galdurinn hjá Astrid, eins og í Ronju ræningjadóttur – hún er að segja mjög stóra sögu sem höfð- ar til allra, en skrifar hana á barn- vænlegan hátt. Í raun má segja að þetta sé Rómeó og Júlía fyrir börn, þessar ættir sem berjast, nema að þessi saga fer vel.“ Um leið er þetta þroskasaga stúlku, Ronju, sem kemst að því að faðir hennar er ekki fullkominn þrátt fyrir að vera voldugasti ræn- ingjaforinginn í fjöllum og skógum. En þar sem hún hefur alist upp við gott atlæti, og skilur vel muninn á réttu og röngu, er hún tilbúin til að breyta ríkjandi ástandi. Að mati Sigrúnar Eddu er þessi boðskapur einn mesti styrkleiki Astridar Lind- gren sem höfundar. „Hún sagði sjálf: Það er smíðagalli á mannkyn- inu – við leysum allt með ofbeldi. Vonin liggur í börnunum okkar. Ef við ölum börnin okkar upp í kær- leika og virðingu fyrir öðru fólki mun það skila sér í mannlegum samskiptum. Ef við viljum breyta heiminum gerum við það gegnum börnin okkar. Það er stóra sam- hengið í sögunni um Ronju ræn- ingjadóttur,“ segir hún. Ævintýraheimur skapaður Það getur ekki verið neitt áhlaupaverk að koma svo stórbrot- inni sögu á leiksvið svo vel sé, en Sigrún Edda segir hópinn sem að sýningunni stendur leggja sig allan fram. „Astrid á nú ekki annað skilið af okkur,“ segir hún. „Við höfum í höndunum fjölskyldusöngleik, sem var búinn til í kringum 1990, með lögum eftir danskan tónsmið sem heitir Sebastian, sem Karl O. Ol- geirsson hefur útsett. Það er líka mikill dans í sýningunni, sem Ástrós Gunnarsdóttir hefur umsjón með. Okkar markmið er að sýna börnum leikhús í sem mestum gæðaflokki, þannig að við höfum reynt að skapa á sviðinu ævintýraheim, eins og leikhúsið eitt getur búið til.“ Eins og blaðamaður hefur sann- reynt er leik- og hljóðmyndin í sýn- ingunni tilkomumikil, og fjöldi leik- ara er ekki takmarkaður; alls 24 leikarar taka þátt í sýningunni. Þar af eru fimm börn sem leika grá- dverga, og svo eru rassálfarnir að sjálfsögðu á sínum stað. Berndt Ogrodnik hefur búið þá til og einnig fljúgandi skógarnornir. „Við erum sennilega með stærsta brúðuleikhús í heimi,“ segir Sigrún Edda bros- andi. „Önnur skógarnornin er risa- stór strengjabrúða með átta metra löngum strengjum og þarf fjóra leikara til að stjórna henni. Það er búið að vera mikið ævintýri að vinna að þessari sýningu!“ Sigrún Edda er enginn nýgræð- ingur á sviði barnaefnisgerðar. Flest börn þekkja til dæmis sjón- varpsþættina um Bólu, sem koma úr hennar smiðju, þekkja röddina hennar í mýmörgum talsetningum á sjónvarpsefni og nafn hennar af barnabókum, nú síðast mynda- sögubókinni Rakkarapakki sem Sig- rún Edda skrifaði ásamt Jan Pozok og kom út fyrir síðustu jól. Síðast en ekki síst ættu börn og barnafor- eldrar að muna eftir henni einmitt úr Lindgren-leiksýningum; sem Línu Langsokk í Þjóðleikhúsinu ár- ið 1983 og sem Ronju sjálfri í Borg- arleikhúsinu árið 1993. Hún hefur því yfirleitt verið „hin- um megin við sviðið“, eins og hún orðar það sjálf, ekki í leik- stjórastólnum, og segir vinnuna við Ronju ræningjadóttur nú vera eitt besta leikstjórnarnámskeið sem hún hefur farið á. Síðasta sýning sem hún leikstýrði í Borgarleikhúsinu var líka talsvert ólík ævintýrinu um Ronju; það voru hinar eft- irminnilegu Píkusögur Eve Ensler. „Það er kannski það form sem er knappast, þótt það sé ekki endilega auðveldara – það getur líka verið mikil vinna fólgin í einfaldleikanum. En bilið gæti ekki verið stærra, að setja upp þannig sýningu, og svo stórsýningu á stóra sviðinu. Þannig að ég lít á það sem heilmikla áskor- un að fá þetta tækifæri, og er þakk- lát fyrir,“ segir hún. Hágæðaleikhús fyrir börn Í ljós reynslu sinnar af Ronju vissi Sigrún Edda að hverju hún var að leita, og bað sérstaklega um að Arnbjörg Hlíf Valsdóttir yrði fengin í hlutverkið. „Hún er dásamleg,“ segir hún, „og leikhópurinn raunar allur – við viljum búa til alvöru leik- hús. Sú afstaða hefur stundum verið viðloðandi barnaefni og barnaleik- hús að það sé annars flokks, en sú hugsun ríkir ekki hér. Við viljum búa til hágæðaleikhús fyrir börn.“ Þannig hefur Sigrún Edda fengið til liðs við sig einvalalið leikara í sýninguna; Þórhall Sigurðsson eða Ladda sem Matthías, föður Ronju, Sóleyju Elíasdóttur sem Lovísu móður hennar, Eggert Þorleifsson sem Skalla-Pétur og Friðrik Frið- riksson sem Birki Borkason, svo dæmi séu tekin. „Ég er með fríðan flokk sextán karlmanna sem taka þátt í sýningunni, og þar er valinn maður í hverju rúmi – stór hluti leikaranna tekur að sér brúðu- stjórnun til viðbótar við þau hlut- verk sem þeir leika.“ Og má fólk eiga von á eftir- minnilegri sýningu? „Það vona ég,“ svarar Sigrún Edda með sinni þekktu rödd og leggur áherslu á orðin eins og börnum er tamt. „Aðr- ir en ég verða að dæma um það. En við höfum unnið af einlægni.“ Í lok samtals okkar segir hún frá styttu af Astrid Lindgren, sem er að finna í safni kenndu við hana í Stokkhólmi. „Hún situr á bekk, og ef þú leggur höndina á hjartastað styttunnar, þá er hún heit,“ segir hún. „Við höfum það að leiðarljósi í þessari sýningu.“ Leikrit byggt á sögu Astridar Lindgren í leikgerð Anninu Enckell Þýðandi: Þorleifur Hauksson Tónlist: Sebastian Tónlistarstjóri: Karl O. Olgeirsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Brúður: Bernd Ogrodnik Hreyfingar og dans: Ástrós Gunnarsdóttir Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Hljóðmynd: Jakob Tryggvason Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir Leikarar: Arnbjörg Hlíf Vals- dóttir sem Ronja, Friðrik Frið- riksson, sem Birkir Borkason, Þórhallur Sigurðsson (Laddi) sem Matthías, Sóley Elíasdótt- ir sem Lovísa, Eggert Þor- leifsson sem Skalla-Pétur, Björn Ingi Hilmarsson, Davíð Guðbrandsson, Ellert A. Ingi- mundarson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Hildigunnur Þráinsdóttir, Hinrik Þór Svav- arsson, Kjartan Bjargmunds- son, Oddur Bjarni Þorkelsson, Orri Huginn Ágústsson, Tryggvi Gunnarsson, Valur Freyr Einarsson, og Þór Tul- inius. Auk þeirra taka fimm börn þátt í sýningunni. Leikstjórn: Sigrún Edda Björnsdóttir Ævintýra- heimur Ronju Leikrit byggt á sögunni um Ronju ræningja- dóttur verður frumsýnt á stóra sviði Borgar- leikhússins í dag. Inga María Leifsdóttir hitti að máli Sigrúnu Eddu Björnsdóttur leikstjóra, sem sagði henni frá ævintýralegri reynslu sinni af Ronju, og einlægninni sem skiptir mestu þegar kemur að barnaleikhúsi. Ronja ræningjadóttir verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í dag klukkan 14. ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Arnbjörg Hlíf Valsdóttir í hlutverki sínu sem Ronja ræningjadóttir. Morgunblaðið/Ómar Grádvergar eru leiknir af fimm börnum og rassálfarnir eru líka á sínum stað. Morgunblaðið/Kristinn „Ef við viljum breyta heiminum gerum við það gegnum börnin okkar. Það er stóra samhengið í sögunni um Ronju ræningjadóttur,“ segir Sigrún Edda Björnsdóttir leikstjóri. „Það hefur stundum verið viðloðandi barna- efni og barnaleikhús að það sé annars flokks, en sú hugsun ríkir ekki hér. Við viljum hágæðaleikhús fyrir börn.“ Ronja ræn- ingjadóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.