Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 57

Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 57 UMRÆÐAN ÉG MÆLI hér með að rík- isstjórn Íslands taki það til skoð- unar hvort aðstaða herliðsins á Keflavík- urflugvelli geti nýst til atvinnuuppbyggingar á annan hátt eftir veru varnarliðsins á Íslandi. Skora ég á ríkisstjórn- ina, og þá sérstaklega okkar flokkssystkini á Alþingi, að taka það til umfjöllunar hvort byggja megi upp al- þjóðlegt háskólasamfé- lag á Miðnesheiði. Sem félagi í framsókn- arfélaginu Bifröst og þátttakandi í háskóla- samfélaginu hér, geri ég mér grein fyrir ávinningi slíks samfélags fyrir íbúa þess og umhverfi. Þar sem ekki liggur fyrir þörf á fleiri háskólum í landinu heldur efl- ingu þeirra sem fyrir eru, þykir mér koma til greina flutningur ákveðinna deilda Háskóla Íslands eða annarra háskóla til þess sam- félags. Einnig má skoða hugsanlega samvinnu innlendra háskóla eða jafnvel erlendra. Tel ég að háskóla- samfélag við alþjóðaflugvöll geti skapað sér sérstöðu sem myndi nýtast vel til ráðstefnuhalda, til að laða að erlenda stundakennara, fyr- irlesara og gæti verið áhugaverður kostur fyrir erlenda nemendur. Legg ég það einnig til að nefnd sem Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra skipaði fyrir áramót, um al- þjóðlega fjármálastarfsemi á Ís- landi, skoði það hvort alþjóðlegur háskóli við alþjóðaflugvöll myndi styrkja slíka uppbyggingu á Ís- landi. Varðandi skoðun mína á samn- ingaviðræðum um veru herliðs Bandaríkjamanna á Íslandi, vil ég nefna að það er nauðsynlegt að „hugsa út fyrir rammann“ í slíkum samningaviðræðum. Ekki er æski- legt að loka á neinar hugmyndir, hvorki þessa né þær hugmyndir að styrkja samstarf okkar við Evr- ópuþjóðirnar um varnarsamstarf ríkjanna. Ljóst er að ráðamenn í Bandaríkjunum meta það svo að ekki sé mikil þörf fyrir veru þeirra herliðs á Íslandi. Einnig er ljóst að þeir hugsa um sína ímynd og vilja því ekki fara héðan í flýti og taka í burtu þau störf sem þeir hafa skapað í einni svipan. Því velti ég því fyrir mér hvort mögu- leiki sé á að Bandarík- in myndu koma að uppbyggingu slíks samfélags, sem tæki við af því samfélagi sem Bandaríkjamenn byggðu upp? Með þessari hug- mynd værum við að styrkja okkar mennta- kerfi, flytja stofnanir út á land, hækka meðallaun á landsbyggðinni og þar með að snúa vörn í sókn í byggðamálum. Þetta er einungis hugmynd og ekki víst að hún geti orðið að gagni, en við skulum koma með fleiri hugmyndir! Alþjóðlegt háskólasamfélag á Miðnesheiði? Þórður Freyr Sigurðsson fjallar um hugmynd að skóla á Miðnesheiði ’Með þessari hugmyndværum við að styrkja okkar menntakerfi, flytja stofnanir út á land, hækka meðallaun á landsbyggðinni og þar með að snúa vörn í sókn í byggðamálum.‘ Þórður Freyr Sigurðsson Höfundur er nemi í viðskiptafræði á Bifröst og varaformaður framsóknarfélagsins Bifröst. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali SÖLUSÝNING - Lindasmári 45, 3. h. Falleg 4ra-5 herbergja íbúð í mjög barn- vænu hverfi. Íbúðin er á þriðju hæð en skiptist á tvær hæðir. Á neðri hæðinni eru stofurnar tvær, eldhús, geymsla/þvotta- hús og baðherbergið. Á efri hæðinni eru svefnherbergin þrjú og tvær setustofur. Falleg í búð í barnvænu hverfi. EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 13-14. Bjalla merkt Sigríði. V. 23,9 m. 5614 Snorrabraut - Laus strax Gullfalleg og mikið endurnýjuð 2ja her- bergja íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýli. Íbúðin skiptist þannig: Stofa, eldhús, baðher- bergi og hol. Sameiginlegt þvottahús er í kjallara. Búið er að skipta um öll gólfefni, nýjar innréttingar í eldhúsi og endurnýjað baðherbergi. Öll gólfefni eru dökkar nátt- úruflísar. V. 13,9 m. 5598 Hjarðarhagi - Neðri sérhæð Falleg 5 herb. mikið endurnýjuð 115 fm neðri sérhæð á góðum stað í Vestur- bænum. Skiptist í forstofu, hol/gang, 3 svefnherbergi, stofu, borðstofu, eldhús og baðherbergi. Eldhúsið og tæki, bað- herbergið, gólfefni o.fl. hefur verið endur- nýjað. V. 31,9 m. 5617 Víghólastígur Einbýlishús, um 330 fm á 916 fm stórri lóð. Aðalhæðin er 174 fm auk 37 fm sól- skála. Í kjallara, sem er ca 45 fm, er stórt vinnuherbergi með sérinngangi og geymslu. Eigninni fylgir frístandandi 36 fm bílskúr og 40 fm bílskýli. Húsið er ein- staklega vel staðsett - innst inn í lokaðari götu með útivistarsvæði. Tilboð. 5145 Eyrarholt - Útsýni + bílskúr Glæsileg 4ra herbergja 100 fm íbúð auk bílskúrs og geymslu á jarðhæð sem er u.þ.b. 40 fm. Eignin skiptist m.a. í þrjú herbergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Svalir og verönd út í garð. Glæsilegt útsýni. V. 24,9 m. 5634 Kleppsvegur - Útsýni 3ja herb. 82 fm íb. á 8. hæð (efstu) sem er með glæsilegu útsýni og yfirbyggðum svölum. Íbúðin er laus fljótlega. 5622 Maríubakki - Fallegt útsýni Snyrtileg og björt 3ja herb. 82 fm íb. á 2. hæð. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, þvottahús, geymslu, stofu, baðherbergi og tvö herb. V. 16,9 m. 5638 Kristnibraut Glæsileg 3ja herb. íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýlishúsi í Grafarholti. 6 íbúðir eru í stigagangi. Íbúðin skiptist þannig: Stofa, eldhús, baðherbergi, tvö herbergi, þvottahús og forstofa. Vönduð, björt og vel umgengin íbúð í litlu fjölbýlishúsi á besta stað í Grafarholtinu. V. 23,5 m. 4793 Engjavellir 3 - Opið hús í dag Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hraunhamar kynnir: Opið hús í dag kl. 14:00-16:00. Sölumenn verða á staðnum. Sérlega glæsilegt 6-býli á Völlunum í Hafnarfirði. 2 íbúðir á hæð, séreignargarður fylgir neðri hæðum, stórar svalir, vandaðar innréttingar, traustir verktakar. Húsið er 3ja hæða með 6 íbúðum, 4ra og 5 herbergja. Íbúðunum fylgir sérgeymsla og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Eignin skilast fullbúin að utan en án gólf- efna að innan, þó verða baðherbergi og þvottaherbergi flísalögð. Húsinu verður skilað fullfrágengnu að utan, yfirborð útveggja verður að hluta til klætt með lig- gjandi stálklæðningu og að hluta með palesander viðarklæðningu og múrklæðn- ingu. Lóðin verður frágengin á þann hátt að bílastæði verða malbikuð, göngustíg- ar hellulagðir, malbikaðir eða steyptir og lóðin tyrfð . Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hdl. og lögg. fasteignasali Hamraborg 20A, 200 Kópavogur – www.husalind.is sími 554 4000 – fax 554 4018, tölvup.: gugga@husalind.is – sveina@husalind.is Opið hús kl. 15:00-16:00 í dag NJÁLSGATA 20 - 3JA-4RA HERB. Sjarmerandi 82,6 fm sérhæð með aukinni lofthæð (2,7 m) og sérsvölum í steinsteyptu fjórbýlishúsi á góðum stað við Njálsgötuna í Reykjavík. Sameiginlegur garður í suður. Nýuppgert baðherbergi, mósaíkflísar upp á ¾ af veggjum, halogen-lýsing í innréttingu. Flestir ofnar í íbúðinni eru nýir, skipt hefur verið um heitavatnslagnir í húsinu. Verð 17,4 millj. Allar nánari upplýsingar veitir Rósa í síma 698 7067. Op ið hú s smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.