Morgunblaðið - 12.02.2006, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 12.02.2006, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 57 UMRÆÐAN ÉG MÆLI hér með að rík- isstjórn Íslands taki það til skoð- unar hvort aðstaða herliðsins á Keflavík- urflugvelli geti nýst til atvinnuuppbyggingar á annan hátt eftir veru varnarliðsins á Íslandi. Skora ég á ríkisstjórn- ina, og þá sérstaklega okkar flokkssystkini á Alþingi, að taka það til umfjöllunar hvort byggja megi upp al- þjóðlegt háskólasamfé- lag á Miðnesheiði. Sem félagi í framsókn- arfélaginu Bifröst og þátttakandi í háskóla- samfélaginu hér, geri ég mér grein fyrir ávinningi slíks samfélags fyrir íbúa þess og umhverfi. Þar sem ekki liggur fyrir þörf á fleiri háskólum í landinu heldur efl- ingu þeirra sem fyrir eru, þykir mér koma til greina flutningur ákveðinna deilda Háskóla Íslands eða annarra háskóla til þess sam- félags. Einnig má skoða hugsanlega samvinnu innlendra háskóla eða jafnvel erlendra. Tel ég að háskóla- samfélag við alþjóðaflugvöll geti skapað sér sérstöðu sem myndi nýtast vel til ráðstefnuhalda, til að laða að erlenda stundakennara, fyr- irlesara og gæti verið áhugaverður kostur fyrir erlenda nemendur. Legg ég það einnig til að nefnd sem Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra skipaði fyrir áramót, um al- þjóðlega fjármálastarfsemi á Ís- landi, skoði það hvort alþjóðlegur háskóli við alþjóðaflugvöll myndi styrkja slíka uppbyggingu á Ís- landi. Varðandi skoðun mína á samn- ingaviðræðum um veru herliðs Bandaríkjamanna á Íslandi, vil ég nefna að það er nauðsynlegt að „hugsa út fyrir rammann“ í slíkum samningaviðræðum. Ekki er æski- legt að loka á neinar hugmyndir, hvorki þessa né þær hugmyndir að styrkja samstarf okkar við Evr- ópuþjóðirnar um varnarsamstarf ríkjanna. Ljóst er að ráðamenn í Bandaríkjunum meta það svo að ekki sé mikil þörf fyrir veru þeirra herliðs á Íslandi. Einnig er ljóst að þeir hugsa um sína ímynd og vilja því ekki fara héðan í flýti og taka í burtu þau störf sem þeir hafa skapað í einni svipan. Því velti ég því fyrir mér hvort mögu- leiki sé á að Bandarík- in myndu koma að uppbyggingu slíks samfélags, sem tæki við af því samfélagi sem Bandaríkjamenn byggðu upp? Með þessari hug- mynd værum við að styrkja okkar mennta- kerfi, flytja stofnanir út á land, hækka meðallaun á landsbyggðinni og þar með að snúa vörn í sókn í byggðamálum. Þetta er einungis hugmynd og ekki víst að hún geti orðið að gagni, en við skulum koma með fleiri hugmyndir! Alþjóðlegt háskólasamfélag á Miðnesheiði? Þórður Freyr Sigurðsson fjallar um hugmynd að skóla á Miðnesheiði ’Með þessari hugmyndværum við að styrkja okkar menntakerfi, flytja stofnanir út á land, hækka meðallaun á landsbyggðinni og þar með að snúa vörn í sókn í byggðamálum.‘ Þórður Freyr Sigurðsson Höfundur er nemi í viðskiptafræði á Bifröst og varaformaður framsóknarfélagsins Bifröst. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali SÖLUSÝNING - Lindasmári 45, 3. h. Falleg 4ra-5 herbergja íbúð í mjög barn- vænu hverfi. Íbúðin er á þriðju hæð en skiptist á tvær hæðir. Á neðri hæðinni eru stofurnar tvær, eldhús, geymsla/þvotta- hús og baðherbergið. Á efri hæðinni eru svefnherbergin þrjú og tvær setustofur. Falleg í búð í barnvænu hverfi. EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 13-14. Bjalla merkt Sigríði. V. 23,9 m. 5614 Snorrabraut - Laus strax Gullfalleg og mikið endurnýjuð 2ja her- bergja íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýli. Íbúðin skiptist þannig: Stofa, eldhús, baðher- bergi og hol. Sameiginlegt þvottahús er í kjallara. Búið er að skipta um öll gólfefni, nýjar innréttingar í eldhúsi og endurnýjað baðherbergi. Öll gólfefni eru dökkar nátt- úruflísar. V. 13,9 m. 5598 Hjarðarhagi - Neðri sérhæð Falleg 5 herb. mikið endurnýjuð 115 fm neðri sérhæð á góðum stað í Vestur- bænum. Skiptist í forstofu, hol/gang, 3 svefnherbergi, stofu, borðstofu, eldhús og baðherbergi. Eldhúsið og tæki, bað- herbergið, gólfefni o.fl. hefur verið endur- nýjað. V. 31,9 m. 5617 Víghólastígur Einbýlishús, um 330 fm á 916 fm stórri lóð. Aðalhæðin er 174 fm auk 37 fm sól- skála. Í kjallara, sem er ca 45 fm, er stórt vinnuherbergi með sérinngangi og geymslu. Eigninni fylgir frístandandi 36 fm bílskúr og 40 fm bílskýli. Húsið er ein- staklega vel staðsett - innst inn í lokaðari götu með útivistarsvæði. Tilboð. 5145 Eyrarholt - Útsýni + bílskúr Glæsileg 4ra herbergja 100 fm íbúð auk bílskúrs og geymslu á jarðhæð sem er u.þ.b. 40 fm. Eignin skiptist m.a. í þrjú herbergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Svalir og verönd út í garð. Glæsilegt útsýni. V. 24,9 m. 5634 Kleppsvegur - Útsýni 3ja herb. 82 fm íb. á 8. hæð (efstu) sem er með glæsilegu útsýni og yfirbyggðum svölum. Íbúðin er laus fljótlega. 5622 Maríubakki - Fallegt útsýni Snyrtileg og björt 3ja herb. 82 fm íb. á 2. hæð. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, þvottahús, geymslu, stofu, baðherbergi og tvö herb. V. 16,9 m. 5638 Kristnibraut Glæsileg 3ja herb. íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýlishúsi í Grafarholti. 6 íbúðir eru í stigagangi. Íbúðin skiptist þannig: Stofa, eldhús, baðherbergi, tvö herbergi, þvottahús og forstofa. Vönduð, björt og vel umgengin íbúð í litlu fjölbýlishúsi á besta stað í Grafarholtinu. V. 23,5 m. 4793 Engjavellir 3 - Opið hús í dag Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hraunhamar kynnir: Opið hús í dag kl. 14:00-16:00. Sölumenn verða á staðnum. Sérlega glæsilegt 6-býli á Völlunum í Hafnarfirði. 2 íbúðir á hæð, séreignargarður fylgir neðri hæðum, stórar svalir, vandaðar innréttingar, traustir verktakar. Húsið er 3ja hæða með 6 íbúðum, 4ra og 5 herbergja. Íbúðunum fylgir sérgeymsla og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Eignin skilast fullbúin að utan en án gólf- efna að innan, þó verða baðherbergi og þvottaherbergi flísalögð. Húsinu verður skilað fullfrágengnu að utan, yfirborð útveggja verður að hluta til klætt með lig- gjandi stálklæðningu og að hluta með palesander viðarklæðningu og múrklæðn- ingu. Lóðin verður frágengin á þann hátt að bílastæði verða malbikuð, göngustíg- ar hellulagðir, malbikaðir eða steyptir og lóðin tyrfð . Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hdl. og lögg. fasteignasali Hamraborg 20A, 200 Kópavogur – www.husalind.is sími 554 4000 – fax 554 4018, tölvup.: gugga@husalind.is – sveina@husalind.is Opið hús kl. 15:00-16:00 í dag NJÁLSGATA 20 - 3JA-4RA HERB. Sjarmerandi 82,6 fm sérhæð með aukinni lofthæð (2,7 m) og sérsvölum í steinsteyptu fjórbýlishúsi á góðum stað við Njálsgötuna í Reykjavík. Sameiginlegur garður í suður. Nýuppgert baðherbergi, mósaíkflísar upp á ¾ af veggjum, halogen-lýsing í innréttingu. Flestir ofnar í íbúðinni eru nýir, skipt hefur verið um heitavatnslagnir í húsinu. Verð 17,4 millj. Allar nánari upplýsingar veitir Rósa í síma 698 7067. Op ið hú s smáauglýsingar mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.