Morgunblaðið - 12.02.2006, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 12.02.2006, Qupperneq 60
60 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN AÐ VERÐA gamall eða að verða öryrki er ekki eftirsóknarverð staða á Íslandi í dag. Öryggi þessara hópa er stór- lega skert er varðar tekjuhliðina sem hefur áhrif á gæði lífs þeirra þegar kemur að fram- færslu og því að eiga möguleika á að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Að verða gamall eða öryrki og hverfa af vinnumarkaði hefur í för með sér mjög mikla tekjuskerðingu. Ef þetta fólk vildi nú reyna af veikum mætti að auka lítillega tekjur sínar með vinnu skerðast þau laun sem fólkið fær, ýmist ellilífeyrir eða örorkulíf- eyrir. Þetta er til skammar fyrir þjóð sem vill svo gjarnan trúa því að hún búi við besta almannatrygg- ingakerfi sem fyrirfinnst. En við megum ekki einblína á vandamálið sem við vitum að er heldur eigum við að reyna að horfa á lausnina. Þegar börn og unglingar hefja störf á vinnumarkaði greiða þau 6% skatt af tekjum sínum, enda börn og eru að greiða til samfélagsins í sam- ræmi við það. Ég tel að við starfslok, hvort heldur vegna aldurs eða örorku, ættu ein- staklingarnir ekki að þurfa að greiða fulla skatta heldur 6% af tekjum sínum. Ef þess- ir einstaklingar hins vegar tækju sér hluta- vinnu ættu þeir að greiða fulla skatta af þeim tekjum án þess að það hefði áhrif á þann lífeyri sem þeir fá. Hverju tapar ríkið á þessu? Ekki miklu, því við búum einnig við kerfi sem leggur skatt, misháan, á alla vöru og þjón- ustu og ef þessir einstaklingar hefðu meira á milli handanna myndu þeir einnig nýta meira ýmsa þjónustu og vörur og skila þannig stórum hluta til baka. Það mætti einnig einfalda almannatryggingakerfið þannig að með minni skattlagningu á þetta fólk þyrfti það ekki lengur að sækja sér- staklega um lækkun eða styrki vegna margskonar þjónustu s.s. læknisheimsókna og lyfjakostnaðar. Að auki tel ég niðurlægjandi fyrir fólk í þessari stöðu að þurfa að ganga með betlistaf til þess að geta nýtt sér nauðsynlega þjónustu líkt og heilbrigðisþjónustu. Með þessu væri þessu fólki gert kleift að halda sjálfstæði sínu og virðingu, það þyrfti ekki að ganga í betlileiðangur til hinna ýmsu stofn- ana og/eða félagasamtaka né heldur reiða sig á velvild ættingja og vina. Að geta borið höfuðið hátt og séð sjálfum sér farborða hljóta að vera lágmarksmannréttindi og ef þeim er þetta ekki unnt hlýtur það að sama skapi að teljast mannréttindabrot. Að missa heilsu eða verða gamall Ragnhildur L. Guðmundsdóttir fjallar um aldraða ’Með þessu væri þessufólki gert kleift að halda sjálfstæði sínu og virð- ingu.‘ Ragnhildur L. Guðmundsdóttir Höfundur er félagsfræðingur og kennari. Sími 575 8500 Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasali Til sölu er öll 6. hæðin í Húsi verslunarinnar með meiru. Hús verslunarinnar er þekktasta skrif- stofuhús landsins. Frábær staðsetning. Mikið útsýni. Mikið auglýsingagildi. Sex sérbílastæði í kjallara fylgja hæðinni. Hæðin er ca. 490 fm og mjög auðvelt er að skipta henni í þrjár einingar. Í dag er hæðin notuð af seljanda sem leigir frá sér stærri hluta hæðarinnar. Auk þess fylgja 7,08%, ca. 524 fm, í sameign hússins (sérstakt félag er um sameignarhlutann) sem er m.a. 11.- 14. hæðin og verslunar- og skrifstofurými á jarðhæð og í kjallara sem er allt leigt út. Allar nánari upplýsingar gefur Sverrir í síma 896 4489. Þetta er einstök eign fyrir fjárfesta. OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18 HÚS VERSLUNARINNAR FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali Í einkasölu fallegt og afar sjarmerandi 161,3 fm, þriggja hæða steinhús með timburgólfum og panelklæðningu á veggj- um. Húsinu fylgir afgirtur lítill garður í rækt. Húsið er byggt árið 1922. Aðalhæð skiptist í anddyri, hol, herbergi, tvær bjartar stofur og eldhús. Efri hæð skiptist í hol, herbergi, rúmgott baðher- bergi og geymslur. Kjallari skipist í stofu, tvö herbergi, baðherbergi, þvottahús, tvær geymslur og anddyri. Sér inngangur er í kjallara. Sjón er sögu ríkari. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15-16 FRAMNESVEGUR 36 - EINBÝLI OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15 -16. Ólína tekur á móti gestum. Góð 128 fm efri hæð í góðu stein- húsi í Þingholtunum. Eignin er nýtt sem tvær íbúðir í dag en er skv. teikn. 5-6 herb. íbúð og er auðvelt að breyta því í fyrra horf. Stærri íbúðin er um 80 fm og skiptist í tvær bjartar samliggjandi stofur, eldhús, eitt herbergi og baðher- bergi. Minni íbúðin er um 40 fm með nýlegri innréttingu í eldhúsi, stofu, einu herbergi og nýlega end- urnýjuðu baðherbergi. Snyrtileg sameign, sérgeymsla í kj. Verð 32,0 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16 Verið velkomin FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Þórsgata 17 - Efri hæð í Þingholtunum Opið hús frá kl. 14-16 Glæsileg 87 fm íbúð á 2. hæð, íbúð 0203, þ.m.t. 7,4 fm geymsla í kjallara við sjávarsíðuna í Bryggjuhverfinu. Íbúðin skiptist í forstofu/gang, bjarta stofu með fallegu útsýni, rúmgott eld- hús með vönduðum innréttingum og tækjum, tvö herbergi, bæði með skápum, og flísalagt baðherbergi með þvottaaðstöðu. Borðaðstaða fyrir enda eldhúss. Allar innréttingar, parket og hurðir úr eik. Tvennar svalir í suður og norður. Verð 21,9 millj. Opið hús í dag, sunnudag, frá kl. 14-16 Verið velkomin. Naustabryggja 41 - Glæsileg 3ja herb. íbúð Opið hús frá kl. 14-16 ÁSTÆÐA þessara skrifa er að við fimm ára dóttir mín fengum Orku- bókina senda í pósti frá Latabæ, óumbeðið, með stuðningi ríkisstjórn- arinnar, stærstu sveitarfélaga lands- ins og allnokkurra fyrirtækja. Bók- inni fylgja límmiðar með myndum af æskilegum vörum og óæskilegum ásamt stigafjölda og gert er ráð fyrir að fylgst sé með mataræði og hegðun barnsins í 28 daga og hvort tveggja skráð með límmiðunum. Á hverjum degi er svo reiknuð út dagsorka og uppsöfnuð orka. Nú starfa ég sem sálfræðingur og geri mér ljósa grein fyrir mikilvægi hollra lifnaðarhátta. Hvort sem skjól- stæðingar mínir eru börn eða full- orðnir legg ég alltaf höfuðáherslu á að þeir komi lagi á svefnvenjur sínar, nærist almennilega og hreyfi sig. Þar á eftir að þeir rækti tengsl sín við annað fólk, sér í lagi sína nánustu, og þá fyrst er hægt að taka á vandanum af einhverju viti, hver sem hann er. Ég get því ekki agnú- ast út í markmiðin með Orkuátakinu. Ég hef meira að segja mælt með umbunarkerfum, límmiðum og dagbók- arfærslum, til að fylgj- ast með hegðun fólks og hvetja það til að bæta hana. Ég verð að játa að ég hef ekki mikið vit á Latabæ, hvorki leikrit- inu, sjónvarpsþátt- unum, hagkerfinu, stíg- vélunum, stílabókunum né öðrum þeim vörum sem halda merki hans á lofti. Allt þetta hef ég reynt að leiða hjá mér. Dóttir mín veit hins vegar vel hver íþróttaálf- urinn er. Hún var því allspennt að fá bók með þessum fígúrum þótt hún skildi ekkert í tilgangi hennar. En ég fann að mér gramdist að vera stillt upp við vegg eins og það væri kvöð á mér að fylgja þessu eft- ir, koma dóttur minni inn í þjálfunar- og heilsukerfi. Og hvernig er hægt að vera á móti því að hún borði hollan mat, hreyfi sig, fari snemma að sofa, bursti tennur og taki til? Það er ekki hægt. En ég er á móti því að hún taki þátt í einhverju æði í kringum ákveðið fyrirtæki (Latabæ), lím- ist við skjáinn, kaupi bækurnar, koddaverin, brúðurnar, bolina o.s.frv. Ég vil ekki að hún læri að ákveðin vörumerki séu góð (á „góðu“ límmiðunum má sjá Skyr.is, Cheerios, Lýsi, Dreitil, Col- gate, Létt og laggott o.s.frv. (en þó umfram allt Latabæ)) en sleikipinnar slæmir. Ég vil ekki að hún fari að líta á mat sem hluta af einhverju kerfi, læri að það að fara snemma að sofa jafngildi því að fá sér vatn (hvort tveggja tíu einingar í kerfinu), að dís- ætt skyr sé tíu einingar í plús en sæl- gæti eða gos fjörutíu einingar í mín- us, og hvað þá að hún fái stig fyrir að gleypa pillur (vítamín merkt Lata- bæ). Og ég vil ekki að hún tileinki sér það hugarfar að lífið sé keppni og að árangurinn sé metinn í stigum. Lífið er ekki kapphlaup í mínum huga. Ég vil að dóttir mín líti á lífið sem göngu, ég veit að stundum er það skemmtiganga, stundum þrauta- ganga. Ég vil að hún njóti göngunnar, skjótist upp á hól ef hún vill, fjall ef henni sýnist svo en kannski helst að hún læri að tylla sér niður og njóta þess sem er henni næst, þar og þá, jafnvel þótt það sé í flæðarmálinu. Dóttir mín gerir engan grein- armun á hundrað, þúsund og milljón. Ég vil ekki að hún fái samviskubit ef hún fær sér sælgæti eða hafi áhyggj- ur af því að hún hafi ekki borðað nóg af mjólkurvörum þann daginn. Á mínu heimili borðum við það sem er í matinn. Sælgæti sést sjaldan. Við leikum okkur, föndrum, förum í sund. Dóttir mín dundar sér svo við að glamra á orgel, teikna og huga að brúðunum sínum. Ég hef algjöra stjórn á því hvað er í matinn og hvað ekki. Við gerum hlutina ánægjunnar vegna og góðra áhrifa, ekki vegna kerfis. Kerfið getur skapað óheilbrigð og óheillavænleg viðhorf og tengsl við mat. Tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið og kapp er best með forsjá. Öll viljum við heilbrigða sál í hraust- um líkama. Ég held hins vegar að við séum að gleyma okkur í líkams- dýrkun (en köllum það hreysti og heilbrigði). Því miður getur kerfi og áróður eins og hér er til umfjöllunar orðið til þess að börn fari að gera óheilbrigðar kröfur til sín og jafnvel annarra í kringum sig. Og hvaða áhrif hefur þetta á þau börn sem hafa vaxtalagið eða líkamsburði ekki með sér, eða á framkomu og viðhorf ann- arra barna til þeirra? Höfum við e.t.v. vanrækt sálina? Hverjir halda á lofti að við þurfum að efla visku hjá börnum okkar og for- vitni, næmni á tilfinningar, kenna þeim gagnrýna hugsun, hugprýði, dugnað, heilindi, heiðarleika, mann- gæsku, kærleika, sanngirni, lítillæti, þakklæti, fyrirgefningu, bjartsýni, hófsemi og að meta fegurð, vináttu, gáska og gleði? Ég efast ekki um að öllum, sem að Orkubókinni koma, gengur gott til og ég er viss um að kerfið hentar mörg- um sérlega vel. En það er foreldr- anna að hafa vit fyrir börnum sínum og besta leiðin til að tryggja heil- brigði þeirra, á sál og líkama, er að gefa sér tíma til að sinna þeim í leik og starfi og vera góð fyrirmynd. Al- varlegustu misbrestirnir í uppeldi barna eru vanræksla, hvort sem hún er í formi ofdekurs, sinnu- eða þekk- ingarleysis. Ég er heldur ekki frá því að algengasta orsök vanrækslu sé lífsgæðakapphlaup foreldranna, í hvaða mynd sem er. Kapp er best með forsjá. Kapp er best með forsjá Reynir Harðarson fjallar um orkubókina ’Ég er heldur ekki fráþví að algengasta orsök vanrækslu sé lífsgæða- kapphlaup foreldranna, í hvaða mynd sem er.‘ Reynir Harðarson Höfundur er sálfræðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.