Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 63
AUÐLESIÐ EFNI
Netfang: auefni@mbl.is
Óánægjan magnast á
hverjum degi í
múslíma-löndum vegna
skop-myndanna af Múhameð
spá-manni, og í vikunni létu
menn lífið í á-tökunum.
Bensín-sprengjum var varpað
að danska sendi-ráðinu í
Teheran í Íran í gær og
mót-mæli voru víða, eins og á
Ind-landi, Taílandi, Indónesíu
og á Gaza-svæðinu í
Palestínu.
Einn starfs-maður Íslensku
friðar-gæslunnar var á
þriðju-daginn staddur í
bænum Meymana í
norðvestur-hluta Afganistan
þegar hópur reiðra múslíma
réðst inn í norskar her-búðir.
Þeir vildu mót-mæla birtingu
myndanna í norsku tíma-riti.
4 Afganar létu lífið og 6
Norð-menn særðust. Íslenski
friðar-gæslu-liðinn er heill á
húfi og mun halda hópinn
með öðrum á svæðinu.
Ástandið er öruggt í
Chaghcharan, vestar-lega í
Afganistan, en þar eru nú 8
íslenskir friðar-gæslu-liðar.
Átök voru einnig fyrir
framan danska sendi-ráðið í
höfuð-borginni Kabúl á
mánudaginn og beitti
lög-reglan bar-eflum gegn
mót-mælendum. Fimm biðu
bana í ó-eirðum í Afganistan
á sunnu-dag, 14 ára drengur
dó í átökum í Sómalíu, er
tengdust birtingu myndanna,
og einn beið bana í Líbanon á
sunnu-dag.
Enn magnast óánægjan
Reuters
Mót-mælendur skop-myndanna fyrir utan Kabúl á föstu-daginn.
Vetrar-ólympíu-leikarnir 2006
voru settir í Tórínó á Ítalíu á
föstudags-kvöld, og standa
þeir í 2 vikur. Fimm
Íslend-ingar taka þátt í
leikunum, og þeir fyrstu
keppa í bruni í dag. Þetta eru
Dagný Linda Kristjánsdóttir
frá Akureyri, Björgvin
Björgvinsson frá Dalvík,
Kristján Uni Óskarsson frá
Ólafsfirði, Kristinn Ingi
Valsson frá Dalvík og Sindri
Már Pálsson, Breiðabliki.
Dagný Linda var fána-beri
Íslands á opnunarhátíðinni,
en hún var það líka á
Ólympíu-leikunum í Salt Lake
City í Banda-ríkjunum fyrir 4
árum.
Meira en 2.500
íþrótta-menn frá a.m.k. 85
þjóð-löndum í 15
íþrótta-greinum keppa á
leikunum. Sjón-varpið sýnir
saman-tektir frá leikunum
alla daga, fyrst klukkan 18 og
svo í dagskrár-lok.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Dagný Linda.
Vetrar-ól-
ympíu-leik-
arnir settir
Talið er að um 1.000 manns
hafi drukknað þegar ferja
með um 1.400 manns sökk
á Rauða-hafi um seinustu
helgi. Ferjan var nýlögð af
stað frá Sádi-Arabíu til
Egypta-lands. Allavega 1.310
Egyptar voru um borð í
ferjunni og um 100 far-þegar
frá öðrum löndum. Meðal
far-þega voru píla-grímar á
leið heim frá trúar-hátíð
múslíma í Mekka. Ferjan var
orðin 35 ára gömul, og þykir
lík-legast að eldur hafi
blossað upp, en ferðinni
samt sem áður haldið áfram.
Hundruð ættingja fólks
sem drukknaði með ferjunni,
réðust inn á skrif-stofur
eig-enda ferjunnar í
Egypta-landi, því illa gekk að
fá upp-lýsingar um ást-vinina
og hvernig slysið átti sér
stað.
Aðeins hafa um 200 lík
fundist og 400 manns var
bjargað.
1.000
manns
drukkna
Halldór Ásgrímsson
forsætis-ráðherra spáði því á
Viðskipta-þingi á
miðviku-daginn að
Íslendingar væru orðnir aðilar
að Evrópu-sambandinu (ESB)
árið 2015. Hann sagðist telja
að fram-tíð og stærð
evrópska mynt-banda-lagsins
yrði mest í um-ræðunni um
ESB á næstunni, og að
sveiflur í gengi ís-lensku
krónunnar væru vanda-mál.
Hann sagði að efla yrði
um-ræðuna um Evrópu-málin
áður en ákvörðun um að-ild
Íslands yrði tekin.
Um-mæli Halldórs voru
rædd á Al-þingi daginn eftir.
Ögmundur Jónasson,
þing-maður Vinstri--
hreyfingarinnar-græns
fram-boðs, kvaddi sér hljóðs
um þessi mál í upp-hafi
þing-fundar, og sagði þau
ekki fela í sér
vilja-yfir-lýsingu. Siv
Friðleifsdóttir, þing-maður
Framsóknar-flokks, sagði
um-mælin um ESB-aðild
raunsæ, Halldór hefði áður
rætt þessi mál og þing-menn
Vinstri grænna væru að gera
of mikið úr málinu. Guðjón A.
Kristjánsson, þing-maður
Frjáls-lyndra, benti á að
um-mælin sam-ræmdust
ekki stefnuríkis-stjórnarinnar.
Ísland í ESB 2015?
Morgunblaðið/Þorkell
Halldór Ásgrímsson
Viggó Sigurðsson til-kynnti
Handknattleiks-sambandi
Íslands (HSÍ) snemma í
vikunni að hann væri
ákveðinn í að hætta sem
landsliðs-þjálfari. Hann hafði
sagt upp samn-ingi sínum við
sam-bandið áður en farið var
á Evrópu-mótið, en virtist
samt vera 1 af 4 sem kom til
greina í stöðuna sem á að
endur-ráða í frá og með 1.
apríl.
„Ég er búinn að fá nóg,
þetta er orðið ágætt,“ sagði
Viggó sem ætlar að ein-beita
sér að fyrir-tækinu sínu.
Hann sagðist vera óánægður
með starfs-kjör sín, og fannst
gagn-rýnin í fjöl-miðlum oft
alltof hörð. Viggó tók við
lands-liðinu í október 2004
og hefur náð góðum árangri
með liðið í þann stutta tíma.
Stjórn HSÍ er nú að velja
mann í stöðuna, en
sam-kvæmt heim-ildum
Morgun-blaðsins koma Atli
Hilmarsson, Geir Sveinsson
og Júlíus Jónasson til greina.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Viggó í ham á EM.
Viggó
fær nóg
Grammy-tónlistar-verðlaunin
voru af-hent í 48. skipti í Los
Angeles í vikunni. Írska
hljóm-sveitin U2 fékk flest
verð-laun eða 5 talsins. Þar á
meðal fyrir bestu plötuna,
How to Dismantle an Atomic
Bomb.
Popp-dívan Mariah Carey,
rapp-arinn Kayne West og
ný-liðinn John Legend fengu
öll þrenn verð-laun hvert.
Meðal þeirra sem léku á
há-tíðinni voru Paul
McCartney og Sly Stone, sem
báðir eru á sjötugs-aldri.
Þetta er í fyrsta skipti sem
McCartney kemur fram á
há-tíðinni þrátt fyrir að hann
hafi hreppt alls 13 verð-laun.
Madonna, sem vakti mikla
at-hygli á há-tíðinni 2003
með kossi sínum og
popp-prinsessunnar Britney
Spears, hóf Grammy-hátíðina
nú. Hún steig á svið með
teiknimynda-rokkurunum í
Gorillaz, sem Íslands-vinurinn
Damon Albarn er maðurinn á
bak við.
ReutersMeð-limir U2 glaðir með verð-launin.
U2 fékk
fimm
verðlaun