Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 63 AUÐLESIÐ EFNI Netfang: auefni@mbl.is Óánægjan magnast á hverjum degi í múslíma-löndum vegna skop-myndanna af Múhameð spá-manni, og í vikunni létu menn lífið í á-tökunum. Bensín-sprengjum var varpað að danska sendi-ráðinu í Teheran í Íran í gær og mót-mæli voru víða, eins og á Ind-landi, Taílandi, Indónesíu og á Gaza-svæðinu í Palestínu. Einn starfs-maður Íslensku friðar-gæslunnar var á þriðju-daginn staddur í bænum Meymana í norðvestur-hluta Afganistan þegar hópur reiðra múslíma réðst inn í norskar her-búðir. Þeir vildu mót-mæla birtingu myndanna í norsku tíma-riti. 4 Afganar létu lífið og 6 Norð-menn særðust. Íslenski friðar-gæslu-liðinn er heill á húfi og mun halda hópinn með öðrum á svæðinu. Ástandið er öruggt í Chaghcharan, vestar-lega í Afganistan, en þar eru nú 8 íslenskir friðar-gæslu-liðar. Átök voru einnig fyrir framan danska sendi-ráðið í höfuð-borginni Kabúl á mánudaginn og beitti lög-reglan bar-eflum gegn mót-mælendum. Fimm biðu bana í ó-eirðum í Afganistan á sunnu-dag, 14 ára drengur dó í átökum í Sómalíu, er tengdust birtingu myndanna, og einn beið bana í Líbanon á sunnu-dag. Enn magnast óánægjan Reuters Mót-mælendur skop-myndanna fyrir utan Kabúl á föstu-daginn. Vetrar-ólympíu-leikarnir 2006 voru settir í Tórínó á Ítalíu á föstudags-kvöld, og standa þeir í 2 vikur. Fimm Íslend-ingar taka þátt í leikunum, og þeir fyrstu keppa í bruni í dag. Þetta eru Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri, Björgvin Björgvinsson frá Dalvík, Kristján Uni Óskarsson frá Ólafsfirði, Kristinn Ingi Valsson frá Dalvík og Sindri Már Pálsson, Breiðabliki. Dagný Linda var fána-beri Íslands á opnunarhátíðinni, en hún var það líka á Ólympíu-leikunum í Salt Lake City í Banda-ríkjunum fyrir 4 árum. Meira en 2.500 íþrótta-menn frá a.m.k. 85 þjóð-löndum í 15 íþrótta-greinum keppa á leikunum. Sjón-varpið sýnir saman-tektir frá leikunum alla daga, fyrst klukkan 18 og svo í dagskrár-lok. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Dagný Linda. Vetrar-ól- ympíu-leik- arnir settir Talið er að um 1.000 manns hafi drukknað þegar ferja með um 1.400 manns sökk á Rauða-hafi um seinustu helgi. Ferjan var nýlögð af stað frá Sádi-Arabíu til Egypta-lands. Allavega 1.310 Egyptar voru um borð í ferjunni og um 100 far-þegar frá öðrum löndum. Meðal far-þega voru píla-grímar á leið heim frá trúar-hátíð múslíma í Mekka. Ferjan var orðin 35 ára gömul, og þykir lík-legast að eldur hafi blossað upp, en ferðinni samt sem áður haldið áfram. Hundruð ættingja fólks sem drukknaði með ferjunni, réðust inn á skrif-stofur eig-enda ferjunnar í Egypta-landi, því illa gekk að fá upp-lýsingar um ást-vinina og hvernig slysið átti sér stað. Aðeins hafa um 200 lík fundist og 400 manns var bjargað. 1.000 manns drukkna Halldór Ásgrímsson forsætis-ráðherra spáði því á Viðskipta-þingi á miðviku-daginn að Íslendingar væru orðnir aðilar að Evrópu-sambandinu (ESB) árið 2015. Hann sagðist telja að fram-tíð og stærð evrópska mynt-banda-lagsins yrði mest í um-ræðunni um ESB á næstunni, og að sveiflur í gengi ís-lensku krónunnar væru vanda-mál. Hann sagði að efla yrði um-ræðuna um Evrópu-málin áður en ákvörðun um að-ild Íslands yrði tekin. Um-mæli Halldórs voru rædd á Al-þingi daginn eftir. Ögmundur Jónasson, þing-maður Vinstri-- hreyfingarinnar-græns fram-boðs, kvaddi sér hljóðs um þessi mál í upp-hafi þing-fundar, og sagði þau ekki fela í sér vilja-yfir-lýsingu. Siv Friðleifsdóttir, þing-maður Framsóknar-flokks, sagði um-mælin um ESB-aðild raunsæ, Halldór hefði áður rætt þessi mál og þing-menn Vinstri grænna væru að gera of mikið úr málinu. Guðjón A. Kristjánsson, þing-maður Frjáls-lyndra, benti á að um-mælin sam-ræmdust ekki stefnuríkis-stjórnarinnar. Ísland í ESB 2015? Morgunblaðið/Þorkell Halldór Ásgrímsson Viggó Sigurðsson til-kynnti Handknattleiks-sambandi Íslands (HSÍ) snemma í vikunni að hann væri ákveðinn í að hætta sem landsliðs-þjálfari. Hann hafði sagt upp samn-ingi sínum við sam-bandið áður en farið var á Evrópu-mótið, en virtist samt vera 1 af 4 sem kom til greina í stöðuna sem á að endur-ráða í frá og með 1. apríl. „Ég er búinn að fá nóg, þetta er orðið ágætt,“ sagði Viggó sem ætlar að ein-beita sér að fyrir-tækinu sínu. Hann sagðist vera óánægður með starfs-kjör sín, og fannst gagn-rýnin í fjöl-miðlum oft alltof hörð. Viggó tók við lands-liðinu í október 2004 og hefur náð góðum árangri með liðið í þann stutta tíma. Stjórn HSÍ er nú að velja mann í stöðuna, en sam-kvæmt heim-ildum Morgun-blaðsins koma Atli Hilmarsson, Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson til greina. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Viggó í ham á EM. Viggó fær nóg Grammy-tónlistar-verðlaunin voru af-hent í 48. skipti í Los Angeles í vikunni. Írska hljóm-sveitin U2 fékk flest verð-laun eða 5 talsins. Þar á meðal fyrir bestu plötuna, How to Dismantle an Atomic Bomb. Popp-dívan Mariah Carey, rapp-arinn Kayne West og ný-liðinn John Legend fengu öll þrenn verð-laun hvert. Meðal þeirra sem léku á há-tíðinni voru Paul McCartney og Sly Stone, sem báðir eru á sjötugs-aldri. Þetta er í fyrsta skipti sem McCartney kemur fram á há-tíðinni þrátt fyrir að hann hafi hreppt alls 13 verð-laun. Madonna, sem vakti mikla at-hygli á há-tíðinni 2003 með kossi sínum og popp-prinsessunnar Britney Spears, hóf Grammy-hátíðina nú. Hún steig á svið með teiknimynda-rokkurunum í Gorillaz, sem Íslands-vinurinn Damon Albarn er maðurinn á bak við. ReutersMeð-limir U2 glaðir með verð-launin. U2 fékk fimm verðlaun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.