Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bókaðu strax besta verðið á plusferdir.is Tenerife 37.330 kr. á mann mi›a› við 2 fullor›na og 2 börn, 2ja–11 ára, á Parque de las Americas í 1 viku. Net-verðdæmi 25. maí Benidorm á mann mi›a› vi› 2 fullor›na og 2 börn, 2ja–11 ára, Innifali› er flug, gisting í 7 nætur á Buenavista og flugvallarskattar. Net-verðdæmi 17., 24. maí og 21. júní 37.998 kr. Marmaris 32.600 kr. á mann mi›a› vi› 2 fullor›na og 2 börn, 2ja–11 ára. Innifali› er flug, gisting í 7 nætur á Öz-ay og flugvallarskattar. Net-verðdæmi 23. og 30. maí Portúgal á mann mi›a› við 2 fullor›na og 2 börn, 2ja–11 ára. Innifali› er flug, gisting í 7 nætur á Elimar og flugvallarskattar. Net-verðdæmi 23. og 30. maí 43.410 kr. Krít 49.980 kr. á mann mi›a› vi› 2 fullor›na og 2 börn, 2ja–11 ára. Innifali› er flug, gisting í 7 nætur á Skala og flugvallarskattar. Net-verðdæmi 3. og 10 júlí, 21. og 28. ágúst, 18. og 25. sept. Mallorca á mann mi›a› við 2 fullor›na og 2 börn, 2ja–11 ára. Innifali› er flug, gisting í 7 nætur á Pil Lari Playa og flugvallarskattar. Net-verðdæmi 16., 23. maí og 20. júní 39.980 kr. Plúsferðir · Lágmúla 4 · 105 Reykjavík · Sími 535 2100 SumarPlús Á meðan ætlar defensarinn að lána þér teygjubyssuna sem hann lék sér með þegar hann var lítill, mr. Haarde litli. Talsverður fjöldi Ís-lendinga fylgistmeð varpi vor hvert og tínir egg úr hreiðrum til neyslu. Í ljósi fuglaflensunnar títt- nefndu má spyrja hvort ráðlegt sé að taka egg úr hreiðrum þetta vorið og leggja sér þau til munns. Áhættustig 2 er nú í gildi á Íslandi og talin um- talsverð hætta á að fugla- flensa berist til landsins með farfuglum. Strangar reglur eru í gildi fyrir ali- fuglabú og jafnframt hafa verið gefnar út leiðbeiningar fyrir æð- arræktendur. Fuglaflensan (H5N1) er fuglasjúkdómur sem í fáum tilvikum hefur smitað menn og það aðeins verið staðfest í tæp- um 180 tilvikum á heimsvísu síðan árið 2003. Skv. WHO, Alþjóðaheil- brigðismálastofnuninni, hafa um 55% smitaðra látist, en settur er fyrirvari um að þessar tölur kunni að vera nokkru hærri. Miðað við alla þá sem hafa komist í snert- ingu við veiruna er talið að H5N1 sé ekki mjög smitandi í menn þó það hafi gerst í ofangreindum til- vikum. Enginn hefur hingað til smitast vegna snertingar og eða sambýlis við villta fugla, einungis eftir náin tengsl við sýkta alifugla þar sem smitmagn er mun meira en í sýktum villtum fuglum. Eggjatínsla í lagi Fuglaflensuveiran getur lifað í eggjum. Neysla eggja er þó skv. upplýsingum yfirdýralæknis talin örugg séu þau soðin, bökuð eða steikt, því fuglaflensuveiran drepst á einni mínútu í 70°C heitu vatni. Hvað eggjatínslu áhrærir er ekki talið hættulegt að taka egg úr hreiðrum villtra fugla á víða- vangi. Sjálfsagt er þó að sýna að- gæslu og nota einnota hanska við eggjatínslu, greinist fuglaflensa hérlendis, þar sem ein hugsan- legra smitleiða er að anda að sér ögnum þurrs fuglasaurs frá sýkt- um fugli. Embætti yfirdýralæknis hefur látið rannsaka yfir tvö hundruð villta fugla vegna fuglaflensu und- anfarið. Öll sýni hafa reynst nei- kvæð. Ráðgert er að rannsaka alls 400 villta fugla á þessu vori, frá sex völdum stöðum á landinu; Suðurlandi, Hornafirði, Mývatni, Blönduósi, Borgarfirði og höfuð- borgarsvæðinu. Einnig eru sjálf- dauðir villtir fuglar skoðaðir m.t.t. fuglaflensuveirunnar. Varúð í æðarræktun Smiti frá villtum fuglum yfir í menn hefur ekki verið lýst og lík- ur á því eru hverfandi. Veiran magnast ört í alifuglabúum þar sem margir fuglar eru saman í húsunum. Minna veirumagn er hins vegar í villtum fuglum úti í náttúrunni samanborið við fugla í alifuglabúum. Því er hættan á smiti fyrst og fremst frá sýktum alifuglum. Æðarfugl er andategund en þeir fuglar eru taldir geta hýst all- ar tegundir fuglaflensuveirunnar. Þeir veikjast sjaldan, en geta bor- ið smit í fugla, villta fugla sem ali- fugla. Er talið að óhjákvæmilegt sé að koma í veg fyrir að æðar- fuglar komist í snertingu við far- fugla og því þurfi að leggja höf- uðáherslu á að halda þeim aðskildum frá alifuglum. Gefnar hafa verið út leiðbeiningar til æð- arræktenda, þar sem þeir eru hvattir til handþvottar og sótt- hreinsunar handa, að klæðast sér- stökum vinnufötum og nota ein- nota hanska þegar þeir vitja um hreiður eða vinna við óhreinsaðan dún. Þó er ætlað að þar sem tals- verður hiti er notaður við verkun dúns drepist veiran við hreinsun- ina. Neysla æðareggja er líka tal- in örugg séu eggin soðin. Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir telur ekki ástæðu til þess að vara við veiði á villtum fugli, en beinir því til veiðimanna að þeir umgangist veiði sína með viðeig- andi varúðarráðstöfunum og noti t.d. hanska meðan fuglarnir eru verkaðir. Þar sem fuglar skilja út mikið magn veiru í saur er talin full ástæða til að þvo sér um hend- ur og bera á þær spritt ef svo ólík- lega vill til að hendur mengist með saur fugla. Atvinnuveiðimenn finna hræ Atvinnuveiðimenn telja sig í áhættuhópi hvað hugsanlegt smit varðar, enda líklegir til að komast í hvað nánasta snertingu við hræ smitaðra fugla ef fuglaflensan á annað borð skýtur sér niður á Ís- landi. Veiran geti lifað í allt að 35 daga við kjöraðstæður og leynst í hræjum fugla sem refir og minkar dragi í greni sín. Hundar veiði- manna róti í hræjum og geti borið smit heim á bæi og því þurfi ekki veiðimennirnir ekki aðeins að þrífa sig rækilega heldur einnig hunda sína og athuga sérstaklega að þeir komist hvergi að alifuglum eða fóðri þeim ætluðum. Sama gildi raunar um ketti sem hugs- anlega hafa komist í fuglshræ. Áki Ármann Jónsson, forstöðu- maður veiðistjórnunarsviðs Um- hverfisstofnunar, kallar það upp- þot sem orðið hefur vegna hættu á smiti fuglaflensunnar í menn fjöl- miðlaflensu og segist muni ná sér í kríuegg í vor enda óvíst hvað verði mönnum að aldurtila þegar öllu sé á botninn hvolft. Fréttaskýring | Þeir sem stunda eggjatínslu að vori spyrja um fuglaflensu Má tína egg úr hreiðrum? Við eggjatínslu úr hreiðrum villtra fugla skal forðast drit og ekki snæða egg hrá Gæsin er víða orpin. Hversu langt á að ganga í varúð vegna fuglaflensu?  Ekki hefur orðið vart við fuglaflensuna á Íslandi. Töluverð líkindi eru þó talin á að hún ber- ist til landsins með farfuglum. Alifugla- og æðarræktendur hafa varann á skv. áhættustigi 2 og sérstökum leiðbeiningum. Veiðimenn eru beðnir um að meðhöndla bráð með hanska og huga að handþvotti og börn eiga að láta dauða fugla eiga sig. En hvað með þá sem vilja tína sér egg úr hreiðum villifugla og eta? Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is AÐ SÖGN Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, var Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari, fulltrúi hennar á ráðstefnunni um skatta og skerðingar sem haldin var á dögunum. Fram kom í máli Ólafs Ólafssonar, formanns LEB, á ráðstefnunni að heilbrigðis- ráðherra og fjármálaráðherra hefðu boðað forföll, en þeim hafði báðum verið boðið að sitja í pall- borði ráðstefnunnar. „Mér fannst eðlilegast að annað hvort Ásmundur Stefánsson, sem er formaður nefndar sem skipuð var af forsætisráðherra til þess að fjalla um málefni aldraðra, eða annar af mínum tveimur fulltrúum í nefnd- inni færi. Niðurstaðan varð sú að Ásmundur færi,“ segir Siv. Ríkissáttasemjari var fulltrúi ráðherra STOFNFUNDUR nýrra íbúa- samtaka í Mosfellsbæ, sem kenna sig við Varmársvæði ofan Vest- urlandsvegar, verður haldinn mánudaginn 8. maí, en markmið samtakanna eru m.a. að standa vörð um Varmá og stuðla að auknu íbúalýðræði. Stofnfundurinn hefst kl. 20.30, en hann verður haldinn í húsakynnum Þrúðvangs í Álafosskvos. Auk fyrr- greindra markmiða mun nýtt félag hafa það að markmiði að stuðla að frekari uppbyggingu útivistar- og íþróttasvæða við Varmá, í sátt við náttúrulegt umhverfi, og að lífga upp á bæjarlífið í Mosfellsbæ með útimörkuðum, skemmtunum og menningartengdum viðburðum, að því er fram kemur í tilkynningu frá undirbúningshópi. Á fundinum mun Ásta Þorleifs- dóttir, jarðfræðingur og sérfræð- ingur í íbúalýðræði, halda erindi um íbúalýðræði, og Tryggvi Þórð- arson, vatnavistfræðingur, flytja fyrirlestur um Varmá, og um álag á fallvötn í þéttbýli. Þar verða einnig ræddar tillögur um breytingar á deiliskipulagi, auk þess sem form- leg stofnun samtakanna mun eiga sér stað, og stjórn kosin. Íbúasamtök í Mosfellsbæ stofn- uð á mánudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.