Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Samrunaferli Háskólans íReykjavík og Tæknihá-skólans er langt komið, aðsögn Guðfinnu Bjarnadótt-ur, rektors HR. Liður í því er að gengið hefur verið frá leigu á Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1, sem er 4.700 fermetrar að stærð. Þar verður hluti af starfsemi HR þar til háskólinn flytur í nýtt húsnæði í Vatnsmýrinni haustið 2009. Húsnæð- ið verður afhent í júlí, þegar Morg- unblaðið flytur ritstjórnarskrifstofur sínar og starfsemi blaðsins að Há- degismóum 2. Samrunaferlið tvískipt Fyrir tilstuðlan Þorgerðar Katrín- ar Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra sameinaðist Háskólinn í Reykjavík Tækniháskóla Íslands í júlí 2005, en Þorgerður Katrín lagði fram fyrstu tillögur þess efnis sum- arið 2004. „Við tvískiptum samruna- ferlinu,“ segir Guðfinna. „Annars vegar gengum við hratt og örugglega í að sameina kerfislega og tæknilega verkferla. Hins vegar vorum við meðvituð um að mannlegi þátturinn þyrfti lengri tíma og á því ríkir fullur skilningur. En það hefur komið skemmtilega á óvart hversu jákvæðir allir eru sem komið hafa að samrunanferlinu, jafnt stúdenta- félögin, kennarar, starfsmenn og þeir sem leiða starfsemina. Enda ekki til- gangur samrunans að fækka starfs- mönnum heldur að virkja samtaka- máttinn og búa til öflugri háskóla. Við gerðum okkur raunhæfar vænt- ingar um hvernig til myndi takast, erum á áætlun og í raun framar væntingum. Stúdentafélögin samein- uðust til dæmis snemma í samruna- ferlinu og stuðningur nemenda hefur verið öflugur.“ Guðfinna segir að nú sé að tala um einn háskóla, margfalt öflugri en samanlögð starfsemi þeirra tveggja háskóla sem fyrir voru. Mikilvægt skref í þá átt hafi verið að bæta að- stöðu nemenda í stækkandi háskóla með nýju húsnæði. „Í byrjun hvers árs hitti ég alla stúdentahópa og grennslast fyrir um hvort nemendur hlakki til að mæta í skólann og hvort nokkuð sé því til fyrirstöðu að þeir leggi sig fram. Í vetur var áberandi að nemendum fannst aukin þrengsli. Það voru því stúdentar sem höfðu frumkvæði að því að við fórum að líta í kringum okkur eftir húsnæði.“ Það varð úr að HR tók Morgun- blaðshúsið á leigu. „Með því stækkar húsnæðið úr 19 þúsund fermetrum í 22 þúsund fermetra. Við höfum leigt gamla prentsmiðjuhús Morgunblaðs- ins frá því í haust og þetta var því eðlilegt skref, auk þess sem það er með ólíkindum að skólinn skuli hafa fengið húsnæði nánast við hliðina ástarfsstöðinni í Ofanleiti.“ – Hvernig verður húsnæðið nýtt? „Í prentsmiðjuhúsinu er aðallega lestraraðstaða og hópvinnuherbergi fyrir stúdenta, auk þess sem stúd- entafélagið er þar með aðstöðu. Verkfræðin mun flytja úr Húsi versl- unarinnar í Morgunblaðshúsið og sömuleiðis tölvunarfræðin, sem hef- ur verið í Ofanleitinu. Á fyrstu hæð verða skólastofur og aðstaða fyrir nemendur þessara námsbrauta. Á annarri hæð verður vinnuaðstaða fyrir starfsmenn, nemendur og meistaranema, auk rannsóknarstofn- ana. Þær rannsóknarstofnanir sem þar verða eru gervigreindarsetur í tölvunarfræði, gagnasetur, netsetur, fræðilegt tölvunarfræðisetur, tungu- tæknisetur og orkurannsóknarsetur. Ég tek fram að allt húsnæðið hentar mjög vel fyrir þessa starfsemi og ekki þarf að kosta miklu í breyting- ar.“ – Hvað um aðrar hæðir? „Nýsköpunarmiðstöð HR verður á þriðju og fjórðu hæð, en hún tekur til starfa um áramótin. Þar verður starfseminni skipt upp í nokkra þætti, m.a. frumkvöðlamiðstöð, frumgerðarsmíðaverkstæði, vísinda- verkstæði og aðstöðu fyrir sprotafyr- irtæki og rannsóknar- og þróunar- starf hjá nýjum og starfandi fyrirtækjum. Þar er horft til einstak- linga og fyrirtækja sem vilja sam- nýta aðstöðuna, hafa gagn af tækja- búnaðinum og virkja hugvit kennara og nemenda. Með því viljum við hjálpa til við að koma hugmyndum og rannsóknum á framkvæmdastig og stuðla að uppbyggingu íslensks at- vinnulífs. Nýsköpunarmiðstöðin hef- ur starfsemi sína á þessum stað en verður svo í sjálfstæðri byggingu eða álmu í Vatnsmýrinni. Á efstu hæð, þar sem nú er mötuneyti Morgun- blaðsins, hef ég síðan séð fyrir mér setustofu fyrir stúdenta og starfs- menn, veitingarekstur og fundarað- stöðu í þægilegu umhverfi.“ – Liggur fjármögnun á Nýsköpun- armiðstöðinni fyrir? „Núna er hún á hugmyndastigi. Ég vil að við náum góðu samstarfi við fyrirtæki sem hafa af því hag að nýta aðstöðuna en einnig fyrirtæki sem vilja styðja við nýsköpun í atvinnulíf- inu. Allt er þetta í fullum undirbún- ingi, en Nýsköpunarmiðstöðin tekur ekki til starfa fyrr en um áramót.“ Verðlaunatillaga kynnt í júní – Verða fleiri breytingar á hús- næði HR? „Um leið og við flytjum verkfræð- ina í hús Morgunblaðsins segjum við skilið við aðstöðuna sem deildin hafði í Húsi verslunarinnar. Í Ofanleiti verður meira rúm fyrir viðskipta- og lagadeildina, auk kennslufræðinnar og lýðheilsudeildarinnar. Við verðum aðeins á þremur starfsstöðvum í Reykjavík, á Höfðabakka, í Ofanleiti og í Kringlunni, en auk þess hjá Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Þannig verður þetta þar til við flytj- um í Vatnsmýrina.“ – Er undirbúningur að byggingu nýs húsnæðis í Vatnsmýri langt kom- inn? „Við fáum tillögur í hugmynda- samkeppni frá fimm útvöldum hóp- um arkitekta 9. maí næstkomandi, en þessir hópar eiga það allir sammerkt að vera fjölskipaðir með innlendum og erlendum arkitektum, skipulags- fræðingum og háskólasérfræðingum. Þá tekur við starf dómnefndar, sem fær tæplega mánuð til að skila af sér niðurstöðu. Við munum kynna verð- launatillöguna og efna til sýningar í framhaldi af því á öllum tillögunum. Húsnæðið sem á að rísa verður um 32 þúsund fermetrar og lögðum við mjög sterkar hugmyndafræðilegar línur fyrir hópana. Í fyrsta lagi að byggingin verði stúdentamiðuð, öll flæði- og verkferli miði að því að þeir geti fengið þjónustu og nýtt aðstöðu á sem eðlilegastan máta. Í öðru lagi að ekki séu neinir þröskuldar sem hindri samstarf deilda og samþætt- ingu náms og rannsókna. Og í þriðja lagi að búið verði til skapandi og sveigjanlegt þekkingarumhverfi, sem kallar á að fólk vinni saman.“ Enginn mælikvarði einhlítur – Framtíðarhorfur íslenskra há- skóla hafa verið nokkuð til umræðu upp á síðkastið – hvaða skoðun hefur þú á því. „Þegar talað er um að komast í hóp hundrað bestu háskóla í heiminum er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir við hvað er miðað og að hverju er stefnt. Mörgum mælikvörðum er Morgunblaðið/Árni Sæberg Háskólinn í Reykjavík hefur tekið Morgunblaðshúsið á leigu og verður verkfræðin og tölvunarfræðin þar til húsa, rannsóknarstofnanir og fleira, auk þess sem stofnuð verður Nýsköpunarmiðstöð. Allir útskrifaðir nemendur geti stofnað fyrirtæki Háskólinn í Reykjavík hefur nífaldast að stærð á síðustu átta árum, meðal annars með samruna við Tækniháskóla Íslands. Pétur Blöndal ræðir við Guðfinnu Bjarnadóttur, rektor HR, um leigu háskólans á Morgunblaðshúsinu, framtíðarmarkmið og Nýsköpunarmiðstöð sem tekur til starfa um áramót. Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. Morgunblaðið/ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.